Skattalagasafn ríkisskattstjóra 2.11.2024 23:50:57

Lög nr. 33/1944 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=33.1944.0)
Ξ Valmynd

Úr stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
nr. 33/1944.*1)

*1)Sbr. lög nr. 97/1995.

40. gr.

Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
 

- - - - - -
 

65. gr.

(1) [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

(2) Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 97/1995.

- - - - - -

72. gr.

(1) [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

(2) Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.]1)

1)Sbr. 10. gr. laga nr. 97/1995.

- - - - - -

77. gr.

(1) [Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.

(2) Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.]1)

1)Sbr. 15. gr. laga nr. 97/1995.

78. gr.

(1) [Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

(2) Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir.]1)

1)Sbr. 16. gr. laga nr. 97/1995.
 

Fara efst á síðuna ⇑