Skattalagasafn ríkisskattstjóra 10.9.2024 23:55:16

Lög nr. 24/2020 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=24.2020.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum án þess að vera sýktir
nr. 24/2020.

7. gr.
Skilyrði fyrir greiðslum til sjálfstætt starfandi einstaklinga
 

Heimilt er að greiða sjálfstætt starfandi einstaklingi launatap, eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum þessum. Skilyrði fyrir greiðslum eru að: 

  1. sjálfstætt starfandi einstaklingur, eða barn í hans forsjá undir 13 ára aldri eða barn undir 18 ára aldri sem þiggur þjónustu á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, hafi sætt sóttkví,
  2. sjálfstætt starfandi einstaklingur hafi ekki getað sinnt vinnu að öllu leyti eða hluta þaðan sem hann sætti sóttkví,
  3. önnur atvik hafi ekki staðið í vegi fyrir því að sjálfstætt starfandi einstaklingur hafi getað unnið störf sín,
  4. sjálfstætt starfandi einstaklingur sé með opinn rekstur auk þess að hafa staðið skil á greiðslu tryggingagjalds og staðgreiðslu skatts af reiknuðu endurgjaldi samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda a.m.k. þrjá mánuði á undanfarandi fjórum mánuðum fyrir umsóknardag eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt reglum ríkisskattstjóra.


- - - - - -

10. gr.
Heimil til öflunar og vinnslu upplýsinga

Vinnumálastofnun er heimil öflun og vinnsla upplýsinga frá Skattinum, Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands, embætti landlæknis, félagsþjónustu sveitarfélaga, hlutaðeigandi atvinnu­rekendum, stéttarfélögum og heildarsamtökum stéttarfélaga sem nauðsynlegar eru til að unnt sé að framfylgja lögum þessum og ber framangreindum aðilum að veita stofnuninni þær upplýsingar sem hún óskar eftir, enda búi þeir yfir þeim. Sama á við um öflun og vinnslu nauðsynlegra upplýsinga frá launamönnum og sjálfstætt starfandi einstaklingum sem hafa þurft að leggja niður störf í sóttkví.

 

Fara efst á síðuna ⇑