Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.9.2024 11:15:58

Lög nr. 27/1997 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=27.1997.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 27/1997, um uppgjör á vangoldnum söluskatti, launaskatti,
tekjuskatti og eignarskatti.

Almennt.
1. gr.

(1) Gjaldendum, sem eru í vanskilum með söluskatt og launaskatt, svo og tekjuskatt og eignarskatt vegna tekjuársins 1989 eða fyrri ára, er heimilt að gera upp þessar skuldir við ríkissjóð með greiðslu eða afhendingu skuldabréfs með þeim skilmálum sem í lögum þessum greinir og að fullnægðum þeim skilyrðum sem þar eru sett. Heimild þessi gildir til 31. desember 1997.

(2) Heimild til skuldbreytingar samkvæmt ákvæðum þessara laga nær ekki til skattkrafna sem til eru komnar vegna endurákvörðunar skattyfirvalda á gjöldum vegna skattsvika.

(3) Sé gjaldandi, sem er í vanskilum með tekjuskatt eða eignarskatt skv. 1. mgr., einnig í vanskilum með útsvar eða aðstöðugjald til sveitarsjóðs er skuldbreyting vangoldins tekjuskatts og eignarskatts bundin því skilyrði að sambærileg skuldbreyting verði gerð á vangoldnu útsvari og aðstöðugjaldi.
 

-----------------

Höfuðstóll skuldar.
3. gr.

Ef gjaldandi ákveður að greiða með reiðufé eða afhenda skuldabréf til greiðslu þeirra skatta sem í 1. gr. greinir skal höfuðstóll skuldarinnar ákveðinn þannig að við álagningu viðkomandi skatts og útlagðan kostnað innheimtumanns ríkissjóðs skal bætt ársvöxtum sem skulu vera 2% hærri en breyting á vísitölu neysluverðs frá upphafi til loka hvers árs. Vexti á skuldina skal reikna frá upphaflegum gjalddaga og til uppgjörsdags. Hafi skuldari greitt upp í skuld sína skal reikna vexti á hverja innborgun með sama hætti og að framan greinir frá innborgunardegi til uppgjörsdags og hún ásamt vöxtum dregin frá skuldinni. Ef þannig reiknaðar innborganir eru hærri en uppreiknaðar skattkröfur samkvæmt framangreindri reglu telst skattkrafan að fullu greidd, en skal ekki leiða til inneignar gjaldanda hjá ríkissjóði. Þannig reiknaður höfuðstóll að teknu tilliti til innborgunar skv. 2. gr. skal vera höfuðstóll skuldabréfsins.

Skuldaskilmálar.
4. gr.

(1) Skuldabréf, sem gefin eru út til greiðslu á skattaskuld, sbr. 3. gr., skulu vera með jöfnum afborgunum og ekki vera til lengri tíma en fjögurra ára. Skuldir samkvæmt bréfunum skulu verðtryggðar með vísitölu neysluverðs. Skuldabréfin skulu bera 6% vexti. Þó skal sá hluti skuldar sem gerður er upp innan tveggja ára frá útgáfudegi bera 5% vexti og vera án verðtryggingar.

(2) Skilmálar skuldabréfa skulu að öðru leyti vera þeir sömu og tíðkast í lánsviðskiptum, svo sem um heimild til nauðungarsölu veðs án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms, heimild til fjárnáms án undangengis dóms eða sáttar og um gjaldfellingu skuldar vegna vanskila.
 

Fara efst á síðuna ⇑