Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.10.2024 20:47:14

Lög nr. 19/2002 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=19.2002.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 19/2002, um póstþjónustu.*1)

*1)Sbr. lög nr. 129/2004, 162/2010 og 150/2019.

28. gr.
Jöfnunargjald.

(1) Til að standa straum af greiðslu fjárframlaga samkvæmt þessum kafla skal innheimta jöfnunargjald sem rennur í jöfnunarsjóð í vörslu Póst- og fjarskiptastofnunar.

(2) Jöfnunargjaldið skal innheimt af rekstrarleyfishöfum í hlutfalli við bókfærða veltu þeirra á sviði alþjónustu. Með bókfærðri veltu er átt við heildarrekstrartekjur sem viðkomandi rekstrarleyfishafi hefur af póststarfsemi sem fellur undir ákvæði um alþjónustu.

(3) Jöfnunargjald skal ákveðið með lögum. Á grundvelli fenginna umsókna skal fjárþörf vegna alþjónustu endurskoðuð árlega af Póst- og fjarskiptastofnun og niðurstaða þeirrar endurskoðunar ásamt tillögu um breytt gjaldhlutfall, ef þörf þykir, lögð fyrir [ráðherra]2).

(4) Um álagningu og innheimtu jöfnunargjalds fer samkvæmt ákvæðum VIII.–XIV. kafla [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1) [og laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda]3), eftir því sem við á og skulu innheimtuaðilar standa jöfnunarsjóði Póst- og fjarskiptastofnunar skil á innheimtum gjöldum mánaðarlega.

(5) Jöfnunargjald má draga frá tekjum greiðanda á því rekstrarári þegar stofn þess myndaðist.

1)Sbr. 142. gr. laga nr. 129/2004.  2)Sbr. 233. gr. laga nr. 162/20103)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/2019.

Fara efst á síðuna ⇑