Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.9.2024 10:00:21

Lög nr. 152/2009 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=152.2009.0)
Ξ Valmynd

Lög

nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki1)

1)Sbr. lög nr. 165/ 2010, 73/2011, 126/2011, 126/2014*1) 79/2016 og 37/2020.

*1)Lög nr. 126/2014 öðluðust gildi 1. janúar 2015 og gilda um umsóknir sem berast eftir þann tíma.

 

I. KAFLI

Almenn ákvæði.

1. gr.
Markmið.

[Markmið þessara laga er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.]1)

1)Sbr. 42. gr. laga nr. 165/2010.

2. gr.
Gildissvið.

(1) [Lög þessi gilda um fyrirtæki sem eru eigendur rannsóknar- eða þróunarverkefna sem staðfest hafa verið af Rannsóknamiðstöð Íslands skv. 5. gr. Háskólar og opinberar stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi laga þessara.]1)

[(2)  Fyrirtæki sem eiga í fjárhagsvanda falla utan gildissviðs laga þessara. Sama gildir um fyrirtæki sem íslenska ríkið á útistandandi endurgreiðslukröfu á vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar.]2)

1)Sbr. 43. gr. laga nr. 165/2010. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 126/2014.

3. gr.
Orðskýringar.

Í lögum þessum merkir:

[1. Lítið fyrirtæki: Fyrirtæki sem er með færri en 50 starfsmenn og er með árlega veltu undir [10 milljónum]3) evra og/eða efnahagsreikning undir [10 milljónum]3) evra, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar [(ESB) nr. 651/2014 frá 17. júní 2014]3), þar sem tilgreindir eru tilteknir flokkar aðstoðar sem samrýmast sameiginlega markaðnum til beitingar 61. og 62. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

2. Meðalstórt fyrirtæki: Fyrirtæki sem er með á bilinu 50–250 starfsmenn og er með árlega veltu undir 50 milljónum evra og/eða efnahagsreikning undir 43 milljónum evra, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar [(ESB) nr. 651/2014]3).]1)

[3. ]1) [Nýsköpunarfyrirtæki: Lögaðilar skv. 1. og 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sem stunda rannsóknir eða þróun samkvæmt lögum þessum.]1)

[4. ]1) Rannís: Rannsóknamiðstöð Íslands sem er ríkisstofnun [starfrækt samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir].2)

[5. ]1) [Rannsóknar- og þróunarkostnaður: Beinn kostnaður við verkefni sem hlotið hefur staðfestingu skv. 5. gr., svo sem vegna starfsmanna, tækja, húsnæðis, aðkeyptrar rannsóknar- og þróunarvinnu og annarra aðfanga sem eingöngu eru notuð við verkefnið.]1)

[6. ]1) [Rannsóknir og þróun: Afmarkað og markvisst verkefni sem er ætlað að afla nýrrar þekkingar eða nýrrar færni sem telst vera til framdráttar fyrir fyrirtækið vegna þróunar nýrrar eða betri vöru, þjónustu eða framleiðsluaðferðar.]2)

[7. ]1) Skattfrádráttur: Frádráttur frá álögðum tekjuskatti eða endurgreiðsla samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.

[8. Stórt fyrirtæki: Fyrirtæki sem er með fleiri en 250 starfsmenn, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar [(ESB) nr. 651/2014]3).]1)

[9. ]1) Viðskiptaáætlun: Greinargerð um viðskiptahugmynd fyrirtækis, starfsemi þess og möguleika.

[---]2) 

1)Sbr. 44. gr. gr. laga nr. 465/2010. Með ákvæðinu voru 1., 2., 3., 4., 6., 10., 11. og 13. tölul. felldir á brott en við bættust nýjar orðskýringar í réttri stafrófsröð. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 126/2014. 3)Sbr. 6. gr. laga nr. 79/2016.
 

 II. KAFLI

[Umsóknarferli o.fl.]1)

1)Sbr. 51. gr. laga nr. 165/2010.

4. gr.
Umsóknir til Rannís.

[(1) Umsókn um staðfestingu á rannsóknar- eða þróunarverkefni skal berast Rannís eigi síðar en [1. október]2) ár hvert.

(2) Umsókn skal afhent á því formi sem Rannís ákveður. Með umsókn skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu ásamt verk- og kostnaðaráætlun.]1)

1)Sbr. 45. gr. laga nr. 165/2010. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 126/2014.

5. gr.
[Staðfesting verkefna.]

[Rannís ákvarðar hvort verkefni hlýtur staðfestingu samkvæmt lögum þessum. Skilyrði þess að verkefni hljóti staðfestingu er að það teljist rannsóknar- eða þróunarverkefni samkvæmt lögum þessum og einnig]1):

  1. að hugmynd að virðisaukandi vöru/þjónustu og viðskiptaáætlun sé vel skilgreind, og
     
  2. að sýnt sé fram á með gögnum að varið verði a.m.k. [1 millj.]1) kr. til rannsókna og þróunar á 12 mánaða tímabili, og
     
  3. starfsmenn hafi þjálfun, menntun eða reynslu á því sviði sem hugmynd að virðisaukandi vöru eða þjónustu byggist á .

    [---]1)

1)Sbr. 46. gr. laga nr. 165/2010.

6. gr.
[---]
1)

[Ef nýsköpunarfyrirtæki kaupir rannsóknar- eða þróunarvinnu af ótengdu fyrirtæki, háskóla eða stofnun til nota í eigin staðfestu rannsóknar- eða þróunarverkefni hækkar hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti skv. 10. gr.]1)

1)Sbr. 47. gr. laga nr. 165/2010.

7. gr.
Samstarfsverkefni.

[Tvö eða fleiri ótengd nýsköpunarfyrirtæki geta staðið saman að verkefni og notið frádráttar skv. 10. gr. Í tilviki samstarfsverkefnis skulu upplýsingar um alla þátttakendur koma fram í umsókn skv. 4. gr. ásamt upplýsingum um áætlaða hlutdeild hvers og eins í rannsóknar- og þróunarkostnaði.]1)

1)Sbr. 48. gr. laga nr. 165/2010.

8. gr.
Málsmeðferð.

 

[(1) Við mat Rannís á  rannsóknar- og þróunarverkefnum má leita til ráðgefandi fagnefndar sem skipuð er þremur fulltrúum með reynslu af málefnum tengdum nýsköpun. [[Ráðherra]3) og ráðherra er fer með málefni atvinnuþróunar og nýsköpunar]2) og Samtök atvinnulífsins tilnefna fulltrúa í fagnefndina.

(2) Rannís skal innan tveggja mánaða frá móttöku umsóknar ákvarða hvort verkefni hlýtur staðfestingu skv. 5. gr. Tilkynna skal umsækjanda um þá ákvörðun.

(3) Rannís skal tilkynna ríkisskattstjóra um þau rannsóknar- eða þróunarverkefni sem hlotið hafa staðfestingu skv. 5. gr. og eigendur þeirra. Samstarfsverkefni skulu aðgreind sérstaklega og upplýst um alla þátttakendur í þeim.]1) [Ríkisskattstjóra er heimilt að veita Rannís upplýsingar um niðurstöðu skattfrádráttar hjá einstökum fyrirtækjum.]3)

[---]1]

(5) Um meðferð umsókna hjá Rannís fer eftir lögum þessum og öðrum lögum sem um stofnunina gilda.

(6) Ákvarðanir Rannís samkvæmt lögum þessum eru endanlegar á stjórnsýslustigi.

1)Sbr. 49. gr. laga nr. 165/2010. 2)Sbr. 519. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 4. gr. laga nr. 126/2014.

9. gr.
Gildistími staðfestingar.

Staðfesting Rannís skv. 5. [---]1) gr. skal miðast við umsóknarár og gildir fyrir það almanaksár. Umsókn um framlengingu staðfestingar skal lögð fram árlega eigi síðar en 1. apríl. Rannís skal taka umsókn um framlengingu til afgreiðslu innan tveggja mánaða frá móttöku hennar. Fallist Rannís á framlengingu gildir staðfestingin fyrir það ár.

1)Sbr. 50. gr. laga nr. 165/2010.

III. KAFLI

Framkvæmd.

10. gr.
Skattfrádráttur.

(1) [Nýsköpunarfyrirtæki sem er eigandi að rannsóknar- eða þróunarverkefnum sem hlotið hafa staðfestingu skv. 5. gr. á rétt á sérstökum frádrætti frá álögðum tekjuskatti sem nemur 20 hundraðshlutum af útlögðum kostnaði vegna þessara verkefna enda sé um að ræða frádráttarbæran rekstrarkostnað í skilningi 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti hjá hverju fyrirtæki skal vera [300.000.000 kr.]4) á rekstrarári. Ef um er að ræða aðkeypta rannsóknar- eða þróunarvinnu skv. 6. gr. skal hámark kostnaðar samtals vera [450.000.000 kr.]4) Ef um er að ræða samstarfsverkefni skv. 7. gr. skal sama hámark gilda fyrir verkefnið í heild en frádrætti skipt hlutfallslega milli fyrirtækjanna sem taka þátt í samstarfsverkefninu.]1)

(2) Skilyrði frádráttar er að kostnaði vegna hvers rannsóknar- og þróunarverkefnis sé haldið aðgreindum frá öðrum útgjöldum nýsköpunarfyrirtækis og að gögn séu aðgengileg skattyfirvöldum þegar þau óska þess, sbr. X. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

(3) Kostnaður sem ekki fellur til í atvinnurekstri tengdum rannsóknum og þróun skapar ekki frádráttarrétt hjá söluaðila, enda færist slíkur kostnaður til frádráttar hjá kaupanda. [Kostnaður sem fellur til vegna umsóknar til Rannís myndar ekki frádráttarrétt hjá nýsköpunarfyrirtæki.]1)

(4) Árlega skal gera grein fyrir kostnaði vegna rannsókna og þróunar í skattframtali á þann hátt sem ríkisskattstjóri ákveður. Kostnaðargreinargerð skal árituð af endurskoðanda, skoðunarmanni eða viðurkenndum bókara.

(5) [Ráðherra]2) 3) skal í reglugerða) setja nánari reglur um skiptingu og meðferð óbeins kostnaðar, þ.m.t. um fyrningu, fjármagnskostnað og launakostnað, sem til fellur vegna rannsóknar- og þróunarverkefna í þessu sambandi.

1)Sbr. 52. gr. laga nr. 165/2011. 2)Sbr. 519. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 4. gr. laga nr. 126/2014. 4)Sbr. 7. gr. laga nr. 79/2016a)Reglugerð nr. 758/2011.

11. gr.
Greiðsla skattfrádráttar.

Skattfrádráttur skv. 10. gr. kemur til lækkunar á álögðum tekjuskatti við álagningu opinberra gjalda lögaðila, sbr. 71. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur eða sé lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps skal frádrátturinn greiddur út, að teknu tilliti til 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. [---]1).

1)Sbr. 53. gr. laga nr. 165/2010.

[---]1)

1)Sbr. 54. gr. laga nr. 165/2010. Með ákvæðinu voru 12-14. gr. laganna felldar á brott.

15. gr.
Takmarkanir á heildarfjárhæð opinberra styrkveitinga.

(1) Heildarfjárhæð opinbers stuðnings við nýsköpunarfyrirtæki samkvæmt lögum þessum takmarkast af skuldbindingum Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

[(2) Samanlagður styrkur frá opinberum aðilum að meðtöldum skattfrádrætti samkvæmt lögum þessum skal ekki fara yfir neðangreind hlutföll [af styrkhæfum kostnaði]2) vegna sama rannsóknar- eða þróunarverkefnis:

[1. Þegar um lítil fyrirtæki er að ræða getur samanlagður styrkur orðið hæstur 70% af heildarupphæð styrkhæfs kostnaðar vegna rannsóknarverkefnis eða 80% í tilviki samstarfsverkefnis. Samanlagður styrkur vegna þróunarverkefnis getur hæstur orðið 45% af heildarupphæð styrkhæfs kostnaðar eða 60% í tilviki samstarfsverkefnis.

2. Þegar um meðalstór fyrirtæki er að ræða getur samanlagður styrkur orðið hæstur 60% af heildarupphæð styrkhæfs kostnaðar vegna rannsóknarverkefnis eða 75% í tilviki samstarfsverkefnis. Samanlagður styrkur vegna þróunarverkefnis getur hæstur orðið 35% af heildarupphæð styrkhæfs kostnaðar eða 50% í tilviki samstarfsverkefnis.

3. Þegar um stór fyrirtæki er að ræða getur samanlagður styrkur orðið hæstur 50% af heildarupphæð styrkhæfs kostnaðar vegna rannsóknarverkefnis eða 65% í tilviki samstarfsverkefnis enda sé um að ræða samstarfsverkefni milli landa á Evrópska efnahagssvæðinu eða með a.m.k. einu litlu eða meðalstóru fyrirtæki. Samanlagður styrkur vegna þróunarverkefnis getur hæstur orðið 25% af heildarupphæð styrkhæfs kostnaðar eða 40% í tilviki samstarfsverkefnis enda sé um að ræða samstarfsverkefni milli landa á Evrópska efnahagssvæðinu eða með a.m.k. einu litlu eða meðalstóru fyrirtæki.]2)

(3) Skilyrði aukningar á styrkhæfi vegna sameiginlegra verkefna er að þau feli í reynd í sér samstarf milli a.m.k. tveggja óháðra fyrirtækja og eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:

  1. ekkert eitt fyrirtæki fari með meira en 70% af hinum styrkhæfa kostnaði vegna samstarfsverkefnisins;
     
  2. verkefnið verður að fela í sér samstarf í það minnsta eins lítils eða meðalstórs fyrirtækis eða vera yfir landamæri, þ.e. rannsóknar- og þróunarstarfsemin verður að eiga sér stað innan í það minnsta tveggja EES-landa.

(4) Aukning á styrkhæfi er einnig heimil ef verkefnið felur í reynd í sér samstarf milli fyrirtækis og rannsóknarstofnunar, sérstaklega í sambandi við samræmingu stefnumörkunar á sviði rannsókna og þróunar, og eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

  1. rannsóknarstofnunin fer með í það minnsta 10% af hinum styrkhæfa kostnaði;
     
  2. rannsóknarstofnunin hefur rétt til að birta niðurstöður rannsóknarverkefnisins að því marki sem þær eru tilkomnar vegna rannsókna sem stofnunin hefur hrint í framkvæmd.

(5) Enn fremur er aukning heimil, fyrir rannsóknir eingöngu, ef niðurstöðum verkefnisins er dreift með almennum hætti á tækni- og vísindaráðstefnum eða með birtingu í vísinda- eða tækniritum eða í gegnum opin gagnasöfn (gagnagrunna þar sem hver sem er getur nálgast grunngögn úr rannsóknum), eða í gegnum ókeypis eða opinn hugbúnað.

(6) Undirverktaka skv. 3. og 4. mgr. telst ekki samstarf í skilningi laga þessara.]1)

1)Sbr. 55. gr. laga nr. 165/2010. 2)Sbr. 9. gr. laga nr. 73/2011.

IV. KAFLI

Ýmis ákvæði.

16. gr.

Reglugerðarheimild.

[Ráðherra setur í reglugerða) nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þ.m.t. um hugtökin rannsóknir, þróun, tengdir aðilar og styrkhæfur kostnaður. Þá skal hann í reglugerð mæla nánar fyrir um gildissvið laga þessara skv. 2. gr.]1)

1)Sbr. 5. gr. laga nr. 126/2014. a)Reglugerð nr. 758/2011.

17. gr.

 Gildistaka.

(1) Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2010 og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2011 vegna tekjuársins 2010. Lögin skulu koma til endurskoðunar innan tveggja ára frá gildistöku þeirra.

(2) [Lögin falla úr gildi 31. desember [2019]2). Stuðningur sem samþykktur hefur verið fyrir það tímamark heldur þó gildi sínu.]1)

1)Sbr. 10. gr. laga nr. 73/2011. 2)Sbr. lög nr. 126/2014.
 

Ákvæði til bráðabirgða.

[I. 

Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. skal nýsköpunarfyrirtæki sem er eigandi að rann­sóknar- eða þróunarverkefnum sem hlotið hafa staðfestingu skv. 5. gr. eiga rétt á sérstökum frá­drætti frá álögðum tekjuskatti árin 2021 og 2022 sem nemur 35 hundraðshlutum af útlögðum kostnaði vegna þessara verkefna í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja en 25 hundraðshlutum í tilviki stórra fyrirtækja enda sé um að ræða frádráttarbæran rekstrarkostnað í skilningi 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 37/2020.
 

[II. 

Þrátt fyrir ákvæði 2. og 3. málsl. 1. mgr. 10. gr. skal hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti frá álögðum tekjuskatti árin 2021 og 2022 vera samtals 1.100.000.000 kr., þar af skal heimilt að telja til þeirrar fjárhæðar allt að 200.000.000 kr. vegna aðkeyptrar rannsóknar- eða þróunarvinnu skv. 6. gr.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 37/2020.
 

Fara efst á síðuna ⇑