Skattalagasafn ríkisskattstjóra 27.4.2024 07:17:07

Lög nr. 97/1993 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=97.1993.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins.*1)

*1)Sbr. lög nr. 58/1995. og 136/2009.

Endurskoðun vaxta.
79. gr.

(1) [Byggingarsjóður verkamanna skal að liðnum sex árum frá undirritun kaupsamnings um félagslega íbúð kanna hvort meðaltekjur kaupanda síðustu þrjú ár, þar af tekjur tvö síðustu árin, hvort ár fyrir sig, nemi hærri fjárhæð en tekjumörk skv. b-lið 64. gr. kveða á um. Komi í ljós að þær tekjur eru yfir tekjumörkum skal breyta vöxtum af láni hans þannig að þeir verði hinir sömu og af lánum til kaupa á almennum kaupleiguíbúðum. Upp frá því skal slík könnun gerð á þriggja ára fresti.

(2) Ákvæði þetta á við um allt félagslegt húsnæði þar sem lánveitingar Byggingarsjóðs verkamanna voru ekki ákveðnar með föstum vöxtum.

(3) [Ríkisskattstjóra]2) er skylt að láta Húsnæðisstofnun í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru við framkvæmd vaxtabreytingar samkvæmt þessari grein.]1)

1)Sbr. 25. gr. laga nr. 58/1995. 2)Sbr. 75. gr. laga nr. 136/2009.

Fara efst á síðuna ⇑