Skattalagasafn ríkisskattstjóra 10.9.2024 22:58:11

Lög nr. 79/2003 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=79.2003.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 79/2003, um námsstyrki.

7. gr.

(1) Ef nemandi gerir athugasemdir við niðurstöðu námsstyrkjanefndar skal nefndin taka mál hans fyrir að nýju. Athugasemdir við niðurstöðu námsstyrkjanefndar skulu vera skriflegar og hafa borist nefndinni innan 30 daga frá því að nemanda var tilkynnt um niðurstöðuna. Ákvörðun nefndarinnar skal liggja fyrir eigi síðar en 30 dögum eftir að gagnaöflun lýkur.

(2) Ef nemandi sækir um styrk vegna efnaleysis er námsstyrkjanefnd heimilt að óska eftir nauðsynlegum upplýsingum um efnahag nemanda og foreldra hans hjá skattyfirvöldum og öðrum opinberum stofnunum.
 

Fara efst á síðuna ⇑