Úr barnalögum
nr. 76/2003.*1)
72. gr.
Rannsókn máls.
(1) Aðilum máls ber að afla þeirra gagna sem sýslumaður telur þörf á til úrlausnar máls. Enn fremur getur sýslumaður aflað gagna að eigin frumkvæði ef þörf krefur, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga.
(2) Ef úrskurðarbeiðandi sinnir eigi kvaðningum eða tilmælum sýslumanns um framlagningu gagna, sbr. 1. og 2. mgr. 70. gr., er sýslumanni heimilt að synja um úrlausn. Synjun sýslumanns um að veita úrlausn skal vera skrifleg og afrit hennar sent gagnaðila hafi honum verið kynnt krafa úrskurðarbeiðanda.
(3) [Ef aðilar máls sinna eigi kvaðningum eða tilmælum sýslumanns um gagnaöflun, sbr. 70. gr., þá ber öllum þeim sem sýslumaður leitar til að láta honum endurgjaldslaust í té afrit af gögnum sem hann telur nauðsynleg fyrir úrlausn málsins.]1)