Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.6.2024 15:17:49

Lög nr. 57/2005 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=57.2005.0)
Ξ Valmynd

Úr [lögum
nr. 57/2005, um eftirlit međ viđskiptaháttum og markađssetningu]1)*1)

1) Sbr. lög nr. 50/2008.

*1)Sbr. lög nr. 57/2007 og 88/2008. 

------------------

20. gr.

(1) Neytendastofa getur krafiđ ţá sem lög ţessi taka til um allar upplýsingar sem nauđsynlegar ţykja viđ athugun einstakra mála. Upplýsinga er hćgt ađ krefjast munnlega eđa skriflega og skulu ţćr gefnar innan hćfilegs frests sem stofnunin setur.

(2) Neytendastofa getur međ sömu skilyrđum og í 1. mgr. krafist ţess ađ fá gögn afhent til athugunar. Skulu ţau afhent innan hćfilegs frests sem stofnunin setur.

(3) Neytendastofa getur í starfi sínu krafist upplýsinga og gagna frá öđrum stjórnvöldum, ţar á međal frá skattyfirvöldum og tollyfirvöldum, óháđ ţagnarskyldu ţeirra.

(4) Neytendastofa getur einnig lagt skyldu á ţá ađila sem um getur í 1. mgr. ađ upplýsa stofnunina reglulega um atriđi sem máli skipta viđ framkvćmd laga ţessara. Neytendastofa getur gefiđ slík fyrirmćli međ opinberri tilkynningu. 
 

[20. gr. a.

(1) Neytendastofa getur viđ rannsókn máls gert nauđsynlegar athuganir á starfsstöđvum ţeirra sem lög ţessi taka til og lagt hald á gögn ţegar ríkar ástćđur eru til ađ ćtla ađ brotiđ hafi veriđ gegn lögum ţessum eđa ákvörđunum Neytendastofu.

(2) Viđ framkvćmd ađgerđa skal fylgja ákvćđum laga um međferđ [sakamála]1) um leit og hald á munum.]2)

1) Sbr 234. gr. laga nr. 88/2008. 2) Sbr. 1. gr. laga nr. 57/2007.

Fara efst á síđuna ⇑