Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.11.2024 10:17:18

Lög nr. 23/2013 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=23.2013.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu*1)

*1)Sbr. lög nr. 140/2013, 124/2015, 126/2016, 47/2018, 50/2018, 138/2018, 135/2019150/201933/2020 og 69/2021.

 IV. KAFLI
Tekjur Ríkisútvarpsins.
14. gr.

Tekjustofnar.

[(1) Ríkisskattstjóri leggur á sérstakt gjald samhliða álagningu opinberra gjalda skv. 93. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Gjaldskylda hvílir á þeim einstaklingum sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga um tekjuskatt og þeim lögaðilum sem skattskyldir eru og bera sjálfstæða skattaðild skv. 2. gr. sömu laga, öðrum en dánarbúum, þrotabúum og þeim lögaðilum sem undanþegnir eru skattskyldu skv. 4. gr. sömu laga. Undanþegnir gjaldinu eru þeir einstaklingar sem ekki skulu sæta álagningu sérstaks gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra eða skulu fá það gjald fellt niður skv. 2. mgr. 10. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999. Gjaldið skal nema [17.900 kr.]6)7) ár hvert á hvern einstakling og lögaðila og rennur það í ríkissjóð.

(2) Tekjustofnar Ríkisútvarpsins eru sem hér segir:

  1. Árleg fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um tekjur af gjaldi skv. 1. mgr.
     
  2. Rekstrarafgangur af starfsemi sem fellur undir 4. gr.
     
  3. Tekjur af þjónustu sem fellur undir 3. gr., sbr. 4. mgr.
     
  4. Aðrar tekjur.]4)

(3) Um álagningu, innheimtu, eftirlit og viðurlög fer samkvæmt ákvæðum VIII.–XIV. kafla laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum [og laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda]8), eftir því sem við á. Í stað tíu gjalddaga skulu gjalddagar einstaklinga vera [1. júní, 1. júlí og 1. ágúst]2)5). Gjalddagi lögaðila er [1. nóvember]5)9). Dragist [lok álagningar]11) fram yfir [1. júní]2)5) eða [1. nóvember]5)9) færast gjalddagar til um einn mánuð. [Fyrsta virkan dag hvers mánaðar skal ráðuneyti sem fer með fjárreiður ríkisins greiða Ríkisútvarpinu fjárhæð sem svarar til 1/12 af fjárveitingu hvers árs skv. 1. tölul. 2. mgr.]4) *1)

(4) Ríkisútvarpið setur gjaldskrá fyrir þjónustu sem er veitt á sviðum er falla undir 3. gr. og skal hún taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna og höfundaréttar- og flutningsréttargjöldum. Við öflun eigin tekna skal Ríkisútvarpið gæta jafnræðis gagnvart viðskiptamönnum þess og byggja ætíð á málefnalegum sjónarmiðum og starfa í samræmi við heilbrigða viðskiptahætti.*2)

1)Sbr. 21. gr. laga nr. 140/2013. 2)Sbr. 22. gr. laga nr. 124/2015. 3)Sbr. 56. gr. laga nr. 126/2016. 4)Sbr. 22. gr. laga nr. 47/2018. 5)Sbr. 16. gr. laga nr. 50/2018. 6)Sbr. 24. gr. laga nr. 138/2018. 7)Sbr. 22. gr. laga nr. 135/2019. 8)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/20199)Sbr. 23. gr. laga nr. 33/2020. 10)Sbr. 28. gr. laga nr. 133/2020. 11)Sbr. 14. gr. laga nr. 69/2021*1)Var áður 2. mgr. en breyttist með 22. gr. laga nr. 47/2018. *2)Var áður 3. mgr. en breyttist með 22. gr. laga nr. 47/2018.

Fara efst á síðuna ⇑