Skattalagasafn ríkisskattstjóra 25.6.2024 03:20:45

Lög nr. 23/2013 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=23.2013.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 23/2013, um Ríkisútvarpiđ, fjölmiđil í almannaţágu*1)

*1)Sbr. lög nr. 140/2013, 124/2015, 126/2016, 47/2018, 50/2018, 138/2018, 135/2019150/201933/2020 og 69/2021.

 IV. KAFLI
Tekjur Ríkisútvarpsins.
14. gr.

Tekjustofnar.

[(1) Ríkisskattstjóri leggur á sérstakt gjald samhliđa álagningu opinberra gjalda skv. 93. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Gjaldskylda hvílir á ţeim einstaklingum sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga um tekjuskatt og ţeim lögađilum sem skattskyldir eru og bera sjálfstćđa skattađild skv. 2. gr. sömu laga, öđrum en dánarbúum, ţrotabúum og ţeim lögađilum sem undanţegnir eru skattskyldu skv. 4. gr. sömu laga. Undanţegnir gjaldinu eru ţeir einstaklingar sem ekki skulu sćta álagningu sérstaks gjalds í Framkvćmdasjóđ aldrađra eđa skulu fá ţađ gjald fellt niđur skv. 2. mgr. 10. gr. laga um málefni aldrađra, nr. 125/1999. Gjaldiđ skal nema [17.900 kr.]6)7) ár hvert á hvern einstakling og lögađila og rennur ţađ í ríkissjóđ.

(2) Tekjustofnar Ríkisútvarpsins eru sem hér segir:

  1. Árleg fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum sem nemur ađ lágmarki áćtlun fjárlaga um tekjur af gjaldi skv. 1. mgr.
     
  2. Rekstrarafgangur af starfsemi sem fellur undir 4. gr.
     
  3. Tekjur af ţjónustu sem fellur undir 3. gr., sbr. 4. mgr.
     
  4. Ađrar tekjur.]4)

(3) Um álagningu, innheimtu, eftirlit og viđurlög fer samkvćmt ákvćđum VIII.–XIV. kafla laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, međ síđari breytingum [og laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda]8), eftir ţví sem viđ á. Í stađ tíu gjalddaga skulu gjalddagar einstaklinga vera [1. júní, 1. júlí og 1. ágúst]2)5). Gjalddagi lögađila er [1. nóvember]5)9). Dragist [lok álagningar]11) fram yfir [1. júní]2)5) eđa [1. nóvember]5)9) fćrast gjalddagar til um einn mánuđ. [Fyrsta virkan dag hvers mánađar skal ráđuneyti sem fer međ fjárreiđur ríkisins greiđa Ríkisútvarpinu fjárhćđ sem svarar til 1/12 af fjárveitingu hvers árs skv. 1. tölul. 2. mgr.]4) *1)

(4) Ríkisútvarpiđ setur gjaldskrá fyrir ţjónustu sem er veitt á sviđum er falla undir 3. gr. og skal hún taka miđ af raunkostnađi viđ ađ veita ţjónustuna og höfundaréttar- og flutningsréttargjöldum. Viđ öflun eigin tekna skal Ríkisútvarpiđ gćta jafnrćđis gagnvart viđskiptamönnum ţess og byggja ćtíđ á málefnalegum sjónarmiđum og starfa í samrćmi viđ heilbrigđa viđskiptahćtti.*2)

1)Sbr. 21. gr. laga nr. 140/2013. 2)Sbr. 22. gr. laga nr. 124/2015. 3)Sbr. 56. gr. laga nr. 126/2016. 4)Sbr. 22. gr. laga nr. 47/2018. 5)Sbr. 16. gr. laga nr. 50/2018. 6)Sbr. 24. gr. laga nr. 138/2018. 7)Sbr. 22. gr. laga nr. 135/2019. 8)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/20199)Sbr. 23. gr. laga nr. 33/2020. 10)Sbr. 28. gr. laga nr. 133/2020. 11)Sbr. 14. gr. laga nr. 69/2021*1)Var áđur 2. mgr. en breyttist međ 22. gr. laga nr. 47/2018. *2)Var áđur 3. mgr. en breyttist međ 22. gr. laga nr. 47/2018.

Fara efst á síđuna ⇑