Skattalagasafn ríkisskattstjóra 3.12.2024 17:30:42

Lög nr. 94/1996 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=94.1996.0)
Ξ Valmynd

Lög
nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.*1)

*1)Sbr. lög nr. 133/1996, 82/1998, 90/1998, 84/2000, 133/2002, 129/2004, 134/2005, 174/2006, 76/2007, 38/2008, 88/2008, 70/2009, 128/2009, 136/2009, 164/2010, 165/2010, 24/2011, 82/2011, 126/2011145/2012, 33/201547/2015, 124/2015, 112/2016, 96/2017, 50/2018, 111/2019, 137/2019150/201933/202041/202082/2020nr.html#2020140">140/202029/2021 og 69/2021.

Upphafsákvæði.
1. gr.

(1) Innheimta skal í staðgreiðslu [22%]2)4)5) tekjuskatt til ríkissjóðs af vöxtum og arði eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Staðgreiðsla samkvæmt þessum lögum er bráðabirgðagreiðsla tekjuskatts nema annað sé tekið fram.

(2) Hjá lögaðilum, sbr. 2. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1), og hjá einstaklingum vegna fjármagnstekna er myndast í atvinnurekstri þeirra eða sjálfstæðri starfsemi skal réttilega ákvörðuð og innborguð staðgreiðsla á fjármagnstekjur vera bráðabirgðagreiðsla upp í væntanlegan álagðan tekjuskatt eða önnur opinber gjöld sem lögð verða á slíka rekstraraðila.

(3) Gera skal grein fyrir vaxtatekjum og arði ásamt öðrum fjármagnstekjum, svo og afdreginni staðgreiðslu á skattframtali eða eftir atvikum greinargerðum, að tekjuári liðnu. [Ríkisskattstjóri]3) skal annast álagningu og fylgjast með að staðgreiðslu hafi verið skilað.

1)Sbr. 115. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 31. gr. laga nr. 128/2009. 3)Sbr. 84. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 7. gr. laga nr. 164/2010. 5)Sbr. 9. gr. laga nr. 96/2017.

Skattskyldir aðilar.
2. gr.

(1) Skyldir til að greiða skatt skv. 1. gr. og sæta innheimtu í staðgreiðslu hans eru allir þeir sem fá vaxtatekjur og arðstekjur, sbr. þó 3. mgr.

(2) Greiðsluskylda samkvæmt þessari grein tekur til þeirra lögaðila sem undanþegnir eru skattskyldu [skv. 1., 2., 4., 5., [6.]10), [7. og 8. tölul.]11)]8) 4. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]5) Réttilega ákvörðuð og innborguð staðgreiðsla þessara aðila er fullnaðargreiðsla án þess að fram þurfi að fara frekari ákvörðun eða álagning tekjuskatts á vexti eða arð hjá þeim. Þó skulu þeir aðilar, sem þessi málsgrein tekur til og sjálfir annast um innheimtu vaxta í eigin lánaumsýslu eða fá vaxtatekjur sem ekki er dregin af staðgreiðsla, t.d. afföll eða gengishagnaður, skila greinargerð um þær vaxtatekjur til skattyfirvalda og standa skil á [22%]8)9)13) tekjuskatti af slíkum vöxtum að tekjuári loknu [sbr. 7. gr.]4) Þeir aðilar, sem þessi málsgrein tekur til og hafa aðrar fjármagnstekjur en vexti og arð, skulu sömuleiðis standa skil á [22%]8)9)13) tekjuskatti af slíkum tekjum að tekjuári loknu sbr. [7. gr.]4) Skal ríkisskattstjóri setja nánari reglur um skilagreinar og skil í þessu sambandi.

(3) Undanþegnir skyldu skv. 1. mgr. eru: [---]3), erlend ríki og alþjóðastofnanir, Lánasjóður íslenskra námsmanna, Byggðastofnun, Byggingarsjóður ríkisins, Byggingarsjóður verkamanna, [Íbúðarlánasjóður]10), [ÍL-sjóður, Húsnæðis- og mannvirkja stofnun]14), Framkvæmdasjóður fatlaðra, Framkvæmdasjóður aldraðra, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, [Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Fiskiræktarsjóður]10), Lánasjóður sveitarfélaga [ohf.]6) og Lánasjóður Vestur-Norðurlanda, Seðlabanki Íslands, [sjóðir sem starfa samkvæmt lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, nr. 128/2011]1)12), lánastofnanir sem skattskyldar eru samkvæmt lögum nr. 65/1982, með síðari breytingum, [verðbréfafyrirtæki, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, verðbréfamiðstöðvar, sbr. lög um rafræna eignarskráningu verðbréfa, nr. 131/1997]12), [líftryggingafélög, sbr. 23. gr. laga nr. 60/1994, og lífeyrissjóðir, sbr. lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða]2), [og starfstengdir eftirlaunasjóðir, sbr. lög um starfstengda eftirlaunasjóði].7)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 133/1996. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 90/1998. 3)Sbr. 7. gr. laga nr. 84/2000. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 133/2002. 5)Sbr. 116. gr. laga nr. 129/2004. 6)Sbr. 5. gr. laga nr. 150/20067)Sbr. 8. gr. laga nr. 76/2007. 8)Sbr. 32. gr. laga nr.  128/20099)Sbr. 8. gr. laga nr. 164/2010. 10)Sbr. 23. gr. laga nr. 165/2010. 11)Sbr. 12. gr. laga nr. 33/2015. 12)Sbr. 18. gr. laga nr. 124/2015. 13)Sbr. 10. gr. laga nr. 96/201714)Sbr. 19. gr. laga nr. 137/2019.

Skilaskylda.
3. gr.

(1) Skylda til að draga staðgreiðslu af vaxtatekjum og afföllum og skila í ríkissjóð hvílir á innlendum innlánsstofnunum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, eignarleigufyrirtækjum og öðrum fjármálastofnunum, lögmönnum, löggiltum endurskoðendum og öðrum fjárvörsluaðilum, tryggingafélögum, svo og sérhverjum öðrum aðilum sem hafa atvinnu af fjárvörslu, milligöngu eða innheimtu í verðbréfaviðskiptum eða annast innheimtu fyrir aðra. [Sama gildir um aðila skv. 1. og 2. tölul. 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]1) 3)

(2) Skylda til að draga staðgreiðslu af arði og skila í ríkissjóð hvílir á lögaðilum, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]2) [Séu hlutabréf sem arður er greiddur af í vörslu innlends fjármálafyrirtækis, vegna rafrænnar skráningar hlutabréfanna [í verðbréfamiðstöð]5), hvílir skylda til að draga staðgreiðslu af arði og skila í ríkissjóð á viðkomandi fjármálafyrirtæki]4)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 133/2002. 2)Sbr. 117. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 33. gr. laga nr. 128/20094)Sbr. 19. gr. laga nr. 33/20205)Sbr. 4. gr. laga nr. 82/2020.

Skattstofn.
4. gr.

(1) Vaxtatekjur til staðgreiðslu samkvæmt lögum þessum teljast vextir og afföll, sbr. 8. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]2), svo sem:

  1. Vextir af innstæðum í innlendum [bönkum og sparisjóðum]7), á póstgíróreikningum og orlofsfjárreikningum, svo og vextir af verðbréfum sem hliðstæðar reglur gilda um samkvæmt sérlögum. Til vaxta teljast enn fremur verðbætur á höfuðstól og vexti, verðbætur á inneignir og kröfur sem bera ekki vexti og happdrættisvinningar sem greiddir eru í stað vaxta. [Til vaxta telst enn fremur innleystur gengishagnaður á staðgreiðsluári skv. 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2003. Sama á við um innleystan gengishagnað sem fellur til frá einu greiðslutímabili til annars innan staðgreiðsluársins.]4)5)

  2. Vextir af stofnsjóðseign í gagnkvæmum vátrygginga- og ábyrgðarfélögum, kaupfélögum og öðrum samvinnufélögum, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]2)

  3. Vextir hjá innlendum aðilum af sérhverjum öðrum innstæðum og inneignum en um getur í 1. og 2. tölul., þar með taldir vextir af víxlum, verðbréfum og öllum öðrum kröfum sem bera vexti. Með vöxtum teljast einnig verðbætur og happdrættisvinningar á sama hátt og um getur í 1. tölul.

  4. Hvers kyns tekjur af hlutdeildarskírteinum.

  5. Hvers kyns tekjur af lífeyristryggingum, söfnunartryggingum, einstaklinga hjá tryggingafélögum.

  6. Hvers kyns aðrar tekjur af peningalegum eignum sem telja má til vaxta af þeim, sbr. þó 2. mgr.

(2) [Ekki skal telja gengishagnað skv. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2003 til stofns til staðgreiðslu.]4)5) Um skattgreiðslu af slíkum tekjum fer eftir [lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt]2), og skal skatturinn ákvarðaður við álagningu opinberra gjalda næsta ár á eftir tekjuári ásamt álagi á skattfjárhæðina samkvæmt þeim lögum.

(3) [Stofn til staðgreiðslu sem arður samkvæmt lögum þessum teljast tekjur, sbr. 4. og 5. tölul. C-liðar 7. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]2), þ.e. fjárhæð sú er félög skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]2) greiða eða úthluta [að undanskilinni fjárhæð arðs sem úthlutað er eða greiddur af félögum skv. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. til hlutafélaga, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., og félaga og samlaga sem falla undir 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.]3) 8)]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 133/2002. 2)Sbr. 118. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 9. gr. laga nr. 174/2006. 4)Sbr. 34. gr. laga nr. 128/2009. 5)Sbr. 24. gr. laga nr. 165/20106)Sbr. 20. gr. laga nr. 33/20207)Sbr. 7. gr. laga nr. 41/20208)Sbr. 9. gr. laga nr. 69/2021.

Afdráttur staðgreiðslu.
5. gr.

(1) Afdráttur staðgreiðslu af vöxtum skal fara fram eins og nánar er kveðið á um í þessari málsgrein:

  1. [Staðgreiðsla af vöxtum skv. 1.-3. tölul. 1. mgr. 4. gr. skal fara fram þegar vextir eru greiddir út eða færðir eiganda til eignar á reikningi, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 4. gr.]1) Með greiðslu er átt við greiðslu í hvaða formi sem er, hvort heldur greiðslu í peningum, kröfum eða öðru því sem hefur peningalegt verðgildi og látið er af hendi í stað peninga.

  2. [Við innlausn eða sölu skal gera skil á greiðslu skatts af gengishækkun hlutdeildarskírteina [óháð undirliggjandi verðmætum]3).]1)

  3. Aðili, sem tekur að sér lífeyristryggingar, söfnunartryggingar, skal gera skil á greiðslu skatts af tekjum af þeim [þegar þær koma til greiðslu.]1) [---]1)

  4. Staðgreiðsla af tekjum skv. 6. tölul. 1. mgr. 4. gr. skal fara fram þegar þær eru færðar rétthafa til tekna og lausar honum til ráðstöfunar eða þegar þær eru greiddar út.

  5. [---]2)

  6. Sé kröfu skuldbreytt þannig að áföllnum vöxtum sé bætt við höfuðstól skal staðgreiðsla dregin af þeim vöxtum sem voru áfallnir þegar skuldbreytingin er gerð.

(2) Ef einungis er borgaður hluti af áskilinni afborgun kröfu skal við það miðað að vextir séu fyrst greiddir. [---]1)

(3) Afdráttur staðgreiðslu af afföllum skal fara fram við hverja afborgun af kröfu þeirri sem afföllin reiknast af. Ákvæði þessarar málsgreinar taka þó ekki til affalla þegar krafa er innheimt hjá öðrum en skilaskyldum aðilum, sbr. 3. gr.

(4) [Afdráttur staðgreiðslu af arði skal fara fram þegar hlutafélag greiðir arðinn eða eigi síðar en í lok þess árs þegar ákvörðun um úthlutun er tekin.]4) Með greiðslu er átt við greiðslu í hvaða formi sem er, hvort heldur í peningum, kröfu eða öðru því sem hefur peningalegt verðgildi og látið er af hendi í stað peninga.

(5) [Þegar verðbréf er selt, eða afhent sem greiðsla, skal skrá á það nafn seljanda, kennitölu hans og dagsetningu sölu ásamt söluverði (kaupverði). Þegar skilaskyldur aðili skv. 3. gr. selur eða hefur milligöngu í viðskiptum með verðbréf og annast innheimtu þeirra er skráningarskyldu fullnægt með því að dagsetning og söluverð (kaupverð) er skráð með tryggilegum hætti í tölvu. Þegar slík verðbréf fara úr vörslu skilaskylds aðila, áður en þau eru að fullu greidd, skal hann skrá söluverð (kaupverð) ásamt upphaflegri dagsetningu viðskiptanna á bréfin.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 133/1996. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 90/1998. 3)Sbr. 35. gr. laga nr. 128/2009. 4)Sbr. 25. gr. laga nr. 165/2010.

Upplýsingar til rétthafa.
6. gr.

Skilaskyldur aðili skv. 3. gr. skal ávallt geta um staðgreiðslu skatts á kvittun til rétthafa vaxta og arðs skv. 4. gr. Að tekjuári liðnu og eigi síðar en 1. febrúar ár hvert skulu skilaskyldir aðilar, sbr. 1. mgr. 3. gr., láta þeim sem skattur var dreginn af samkvæmt lögum þessum í té heildaryfirlit þar sem fram komi höfuðstóll inneignar eða kröfu í árslok, vextir ársins og afdregin staðgreiðsla á þá vexti. [Ef tilgreint er á kvittun til rétthafa vaxtanna að um sé að ræða upplýsingar sem færa beri á skattframtal og heildarfjárhæð skattskyldra vaxta er undir 10.000 kr. þarf þó ekki að láta yfirlit þetta í té að tekjuári liðnu, nema rétthafi óski sérstaklega eftir því.]1) Lögaðilar, sbr. 2. mgr. 3. gr., skulu eigi síðar en 1. febrúar ár hvert gefa út hlutafjármiða þar sem fram komi m.a. staðgreiðsla næstliðins árs.

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 90/1998.

Greiðslutímabil og gjalddagar.
7. gr.

[Greiðslutímabil skatts samkvæmt lögum þessum skal vera þrír mánuðir, þ.e. janúar-mars, apríl-júní, júlí-september og október-desember. Gjalddagar eru 20. apríl, 20. júlí, 20. október og 20. janúar og er eindagi 15 dögum síðar.]1)

1)Sbr. 5. gr. laga nr. 70/2009.

Innheimta.
8. gr.

(1) Skilaskyldur aðili skv. 3. gr. skal ótilkvaddur greiða á gjalddaga skv. 7. gr. skatt samkvæmt lögum þessum.

(2) Greiðslur skv. 1. mgr. skal inna af hendi til innheimtumanna ríkissjóðs í því umdæmi sem skilaskyldur aðili á lögheimili í.

Skilagreinar.
9. gr.

(1) Með greiðslum skal fylgja [sundurliðuð]5) skilagrein á þar til gerðu eyðublaði eða í öðru því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Aðilar skv. 3. gr. skulu skila skilagrein enda þótt enginn skattstofn sé fyrir hendi á tekjuárinu. Þeir geta þó sótt um undanþágu frá þessari skyldu til ríkisskattstjóra, enda hafi þeir þá ekki innheimtu á eða milligöngu með peningalegar eignir eða greiði út arð.

(2) [Ríkisskattstjóri]3) skal yfirfara skilagreinar og gera á þeim leiðréttingar ef þörf krefur.

(3) Ef aðili framvísar ekki fullnægjandi skilagrein innan tilskilinna tímamarka skal [ríkisskattstjóri]3) áætla skilaskylda fjárhæð hans.

(4) [Ríkisskattstjóri]3) skal tilkynna aðila um áætlun eða leiðréttingu skv. 2. og 3. mgr.

(5) [[---] 2)]4)

(6) Þeir aðilar, sem staðgreiðsla er ekki dregin af, skulu gera grein fyrir vaxtatekjum og greiða tekjuskatt af þeim að tekjuári liðnu í samræmi við ákvæði X. kafla [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]1)

1)Sbr. 119. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 6. gr. laga nr. 38/2008. 3)Sbr. 84. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 85. gr. laga nr. 136/2009. 5)Sbr. 5. gr. laga nr. 145/2012.

Bókhald.
10. gr.

(1) Skilaskyldur aðili skv. 3. gr. skal haga bókhaldi sínu þannig að skattyfirvöld geti með auðveldum hætti staðreynt skil hans.

(2) [Ráðherra]1) hefur heimild til að setja reglur um sérstakt bókhald skilaskyldra aðila.

1)Sbr. 226. gr. laga nr. 126/2011.

Skrá um skilaskylda aðila.
11. gr.

(1) Ríkisskattstjóri skal halda sérstaka skrá um skilaskylda aðila samkvæmt lögum þessum.

(2) Aðili skv. 3. gr. skal innan átta daga frá því að hann tekur til starfa tilkynna ríkisskattstjóra um starfsemi sína sem þá færir viðkomandi í skrána. Ef aðili hættir starfsemi skal hann innan átta daga senda tilkynningu þar að lútandi til ríkisskattstjóra sem tekur viðkomandi út af skránni. [Aðili, sem fellur undir 1. mgr. 3. gr., getur sótt til ríkisskattstjóra um að verða ekki færður á skrá um skilaskylda aðila, enda hafi hann að óverulegu leyti með höndum innheimtu á eða milligöngu með peningalegar eignir einstaklinga. Aðilar, sem fá slíka undanþágu, skulu árlega gefa skattyfirvöldum upplýsingar um þær fjármagnstekjur einstaklinga sem þeir hafa innheimt, á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.]1)

(3) Vanræki aðili tilkynningarskyldu sína skv. 2. mgr. skal ríkisskattstjóri úrskurða hann sem skilaskyldan aðila og tilkynna honum um það.

(4) Tilkynningar samkvæmt þessari grein skulu vera á þar til gerðu eyðublaði sem ríkisskattstjóri lætur gera. Ríkisskattstjóri ákveður hvaða upplýsingar skuli gefa á þessu eyðublaði.

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 133/1996.

Ábyrgð.
12. gr.

(1) Skilaskyldir aðilar skv. 3. gr. og skattskyldir aðilar skv. 2. gr. bera óskipta ábyrgð á þeim skatti sem dreginn er af fjármagnstekjum samkvæmt lögum þessum. Skattskyldur aðili ber þó ekki ábyrgð á þeim skatti sem hann sannar að skilaskyldur aðili hafi dregið af fjármagnstekjum hans.

(2) Aðili, sem er skilaskyldur vegna milligöngu um viðskipti, er ekki ábyrgur fyrir greiðslu skatts af fjármagnstekjum umfram þá fjárhæð sem hann raunverulega fékk í hendur.

Kærur.
13. gr.

(1) Rísi ágreiningur um staðgreiðslu samkvæmt lögum þessum milli skilaskylds og skattskylds aðila getur skattskyldur eða eftir atvikum skilaskyldur aðili kært staðgreiðsluna til [ríkisskattstjóra]1) innan 30 daga frá því að staðgreiðsla átti sér stað.

(2) [Ríkisskattstjóri]1) getur krafist af aðilum allra þeirra upplýsinga sem hann telur þörf á til að fjalla efnislega um málið og kveða upp úrskurð um það. [Ríkisskattstjóri]1) getur jafnframt krafið þriðja mann um upplýsingar hér að lútandi ef [ríkisskattstjóri]1) telur þörf á til að upplýsa málsatvik.

(3) Úrskurð eða ákvörðun [ríkisskattstjóra]1) má kæra til yfirskattanefndar innan 30 daga frá og með næsta degi eftir póstlagningu tilkynningar eða úrskurðar [ríkisskattstjóra.]1)

1)Sbr. 84. gr. laga nr. 136/2009.

[Ríkisskattstjóri.]2) 
14. gr.

Ríkisskattstjóri getur af sjálfsdáðum kannað öll atriði er varða skilaskyldu eða staðgreiðslu samkvæmt lögum þessum, [---]1) svo og kannað sérhver önnur atriði er varða framkvæmd laga þessara. Getur hann í því skyni krafist allra upplýsinga og gagna sem hann telur þörf á að fá frá [---]1) innheimtumönnum ríkissjóðs, gjaldheimtum, bönkum, sparisjóðum, fjármálastofnunum eða öðrum aðilum um viðkomandi viðskipti.

[---]2)

1)Sbr. 86. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 17. gr. laga nr. 29/2021.

Upplýsingaskylda, heimildir til skatteftirlits og skattrannsókna.
15. gr.

(1) Öllum aðilum, bæði framtalsskyldum og öðrum, er skylt að láta skattyfirvöldum í té, ókeypis og í því formi sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða greiðslu- og skilaskyldu þeirra aðila. Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við [ríkisskattstjóra og [skattrannsóknarstjóra]5).]2)

(2) Vegna skatteftirlits samkvæmt lögum þessum [og lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda]4) [er ríkisskattstjóra heimilt að krefjast]2) þess að framtals- og skilaskyldir aðilar leggi fram til könnunar bókhald sitt og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn, þar með talin bréf og samninga. Enn fremur [hefur ríkisskattstjóri]2) aðgang að framangreindum gögnum og aðgang að starfsstöðvum framtalsskyldra aðila og heimild til að taka skýrslur af hverjum þeim sem ætla má að geti gefið upplýsingar er máli skipta. Sömu heimildir hefur [skattrannsóknarstjóri]5) vegna rannsókna skv. 16. gr. [[Skattrannsóknarstjóri]5) getur í þágu rannsóknar máls leitað úrskurðar héraðsdóms um leit og haldlagningu gagna á heimilum og öðrum stöðum sem 2. málsl. tekur ekki til.]3)

(3) Skattyfirvöld hafa enn fremur heimildir þær, er um getur í 2. mgr., gagnvart þeim aðilum sem ekki eru framtalsskyldir.

(4) Nú verður ágreiningur um skyldu aðila samkvæmt þessari grein og getur ríkisskattstjóri eða [skattrannsóknarstjóri]5) þá leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni má vísa máli til [rannsóknar lögreglu]1).

1)Sbr. 234. gr. laga nr. 88/2008. 2)Sbr. 87. gr. laga nr. 136/2009. 3)Sbr. 26. gr. laga nr. 165/2010. 4)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/20195)Sbr. 18. gr. laga nr. 29/2021.

Skatteftirlit, skattrannsóknir.
16. gr.

(1) [Ríkisskattstjóri annast skatteftirlit].3) Telji [ríkisskattstjóri]2) að skattsvik, eða önnur refsiverð brot á lögum þessum, hafi verið framin skal hann [beina því til skattrannsóknarstjóra að ákveða]4) um framhald máls. [---]3)

(2) Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar greiðslu- og skilaskyldu samkvæmt lögum þessum. Hann skal annast rannsóknir í málum sem [ríkisskattstjóri vísar til hans skv. 1. mgr. svo og 6. mgr. 96. gr.]3) [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]1)

(3) Þegar aðgerðir skattrannsóknarstjóra ríkisins gefa tilefni til breytinga á greiðslu- og skilaskyldu samkvæmt lögum þessum skal ríkisskattstjóri annast framkvæmd hennar. [[---]1)]3)

1)Sbr. 120. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 84. gr. laga nr. 136/2009. 3)Sbr. 88. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 19. gr. laga nr. 29/2021.

Álag og dráttarvextir.
17. gr.

(1) Séu greiðslur samkvæmt lögum þessum eigi inntar af hendi á tilskildum tíma skal [ríkisskattstjóri]2) gera skilaskyldum aðila að sæta álagi til viðbótar þeim skatti sem honum bar að standa skil á. Sama gildir ef skilagrein hefur ekki verið skilað eða henni verið ábótavant og skattur því verið áætlaður, sbr. 3. mgr. 9. gr., nema skilaskyldur aðili hafi greitt fyrir eindaga fjárhæð er til áætlunarinnar svarar.

(2) Álag á vanskilafé skv. 1. mgr. skal vera sem hér segir:

  1. Einn hundraðshluti af fjárhæð vanskilafjár fyrir hvern dag eftir eindaga, þó ekki hærra en tíu hundraðshlutar.

  2. [Álag til viðbótar af upphæð vanskilafjár reiknað frá og með gjalddaga, hafi ekki verið greitt á 1. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Skal álag þetta vera hið sama og dráttarvextir sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir, sbr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.]1)

(3) Við útreikning á álagi á áætlaða greiðsluskylda fjárhæð telst eindagi vera sá sami og eindagi greiðslu þess [greiðslutímabils]3) sem áætlað er fyrir. Sama gildir um álag á allar vangoldnar greiðslur fyrri [greiðslutímabilsa]3).

(4) Sendi skilaskyldur aðili fullnægjandi skilagrein innan 15 daga frá og með dagsetningu tilkynningar [ríkisskattstjóra]2) skv. 2. mgr. 9. gr. skal hann greiða fjárhæð skilafjár samkvæmt skilagreinum ásamt álagi, sbr. 2. mgr. [Ríkisskattstjóri]2) má breyta fyrri áætlun eftir lok þessara tímamarka ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Ef bókhaldi er ekki hagað í samræmi við ákvæði 10. gr. má áætla skilaskyldum aðila skilaskylda fjárhæð.

(5) Komi í ljós að skilaskyldum aðila, sem greiða átti skilafé, hafi ekki verið áætluð skilaskyld fjárhæð eða áætlun verið lægri en það skilafé sem honum bar að greiða skal hann greiða hið skilaskylda skilafé auk álags skv. 2. mgr.

(6) Fella má niður álag skv. 2. mgr. ef skilaskyldur aðili færir gildar ástæður sér til afsökunar og metur [ríkisskattstjóri]2) það í hverju einstöku tilviki hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi. Innan 30 daga frá og með næsta degi eftir [dagsetningu]4) úrskurðar [ríkisskattstjóra]2) er heimilt að áfrýja mati hans til yfirskattanefndar sem kveður upp endanlegan úrskurð.

(7) Sé skattur samkvæmt lögum þessum vanreiknaður má gera skilaskyldum aðila að greiða vanskilafé sex ár aftur í tímann, talið frá byrjun þess árs þegar endurreikningur fer fram. Fari fram rannsókn á skilum skilaskylds aðila nær heimild til endurreiknings til sex ára aftur í tímann, talið frá byrjun þess árs þegar rannsókn hófst.

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 133/2002. 2)Sbr. 84. gr. laga nr. 136/2009. 3)Sbr. 11. gr. laga nr. 140/20204)Sbr. 20. gr. laga nr. 29/2021.

Innheimta vanskilafjár o.fl.
18. gr.

(1) Vanskilafé, álag og sektir samkvæmt lögum þessum skal innheimt af innheimtumanni ríkissjóðs í því umdæmi þar sem skuldari á lögheimili eða hefur starfsstöð.

(2) Vanskilafé, álag og sektir njóta fjárnámsréttar í eignum skuldara.

(3) Innheimtumaður ríkissjóðs skal senda skilagrein til [ríkisskattstjóra]1) yfir það fé er hann hefur móttekið samkvæmt ákvæðum þessara laga. Innheimtu vanskilafé og álagi skal haldið aðgreindu á sérstökum reikningi þar til skilagrein berst frá skilaskyldum aðila.

(4) Innheimtumaður ríkissjóðs getur látið lögreglu stöðva atvinnurekstur skilaskylds aðila sem ekki gerir fullnægjandi skil á skilafé eða álagi skv. 17. gr. innan 15 daga talið frá eindaga eða frá úrskurði skattyfirvalda um vanskil og álag, með því m.a. að setja starfsstöðvar, skrifstofur, útibú, tæki og vörur undir innsigli þar til full skil hafa verið gerð.

1)Sbr. 84. gr. laga nr. 136/2009.

Refsingar.
19. gr.

(1) Skýri skattskyldur eða greiðsluskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju því er máli skiptir um staðgreiðsluskil hans skal hann greiða fésekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem vanrækt var greiðsla á og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri skattfjárhæðinni. Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga*1).

(2) Hver sá skilaskyldur aðili, sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi skýrir rangt eða villandi frá einhverju því er máli skiptir um staðgreiðsluskil sín, hefur ekki haldið eftir staðgreiðslu af vaxtatekjum og arði samkvæmt lögum þessum eins og honum bar, hefur ekki afhent skilagreinar á lögmæltum tíma eða hefur ekki innt af hendi þá staðgreiðslu af vaxtatekjum og arði samkvæmt lögum þessum sem hann hefur haldið eftir eða honum bar að halda eftir, skal greiða fésekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem hann vanrækti að halda eftir eða standa skil á og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri skattfjárhæðinni nema þyngri refsing liggi við brotinu eftir 247. gr. almennra hegningarlaga*1). [Fésektarlágmark samkvæmt þessari málsgrein á ekki við hafi brot einskorðast við að standa ekki skil á réttilega tilgreindri staðgreiðslu samkvæmt skilagrein, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.]2) [---]3) Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga*1).

(3) Hafi skilaskyldur aðili af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækt að halda bókhald skv. 10. gr. varðar það brot við refsiákvæði laga um bókhald en við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga*1) sé um meiri háttar brot að ræða.

(4) Ef maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækir tilkynningarskyldu sína skv. 11. gr., upplýsingaskyldu skv. 15. gr. vanrækir að veita upplýsingar eða láta í té aðstoð, skilagreinar, skýrslur eða gögn, svo sem ákveðið er í lögum þessum, skal hann sæta sektum eða [fangelsi allt að 2 árum.]1)

(5) Skýri skilaskyldur aðili af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju er varðar skilaskyldu hans má gera honum sekt þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á skilaskyldu hans eða greiðsluskil. Sömu refsingu varðar það skattskyldan aðila (rétthafa) sem lætur greiða sér vaxtatekjur eða arð samkvæmt lögum þessum, vitandi um að skilaskyldur aðili hefur eigi haldið eftir staðgreiðslu af þessum tekjum sem skylt er samkvæmt lögum þessum, eða skýrir rangt eða villandi frá einhverju er varðar skilaskyldu eða greiðsluskyldu vegna hans þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á þessi skil.

(6) Verði brot á 1. eða 2. mgr. ákvæðisins uppvíst við skipti dánarbús skal greiða úr búinu fésekt, allt að fjórfaldri þeirri skattfjárhæð sem vanrækt var greiðsla á og aldrei lægri fésekt en nemur skattfjárhæðinni að viðbættum helmingi hennar. [---]3) Sé svo ástatt sem segir í 5. mgr. má gera búinu sekt.

(7) Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi lætur skattyfirvöldum í té rangar eða villandi upplýsingar eða gögn varðandi skilaskyldu annarra aðila eða aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda skal sæta þeirri refsingu er segir í 1. eða 2. mgr. þessarar greinar.

(8) Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga og varðar fésektum allt að hámarki því sem ákveðið er í öðrum ákvæðum þessarar greinar.

(9) Gera má lögaðila fésekt fyrir brot á lögum þessum óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má auk refsingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.

1)Sbr. 227. gr. laga nr. 82/1998. 2)Sbr. 6. gr. laga nr. 134/2005. 3)Sbr. 21. gr. laga nr. 29/2021. *1)Sjá lög nr. 19/1940.

Málsmeðferð og fyrningarreglur.
20. gr.

(1) [Skattrannsóknarstjóri leggur á sektir skv. 19. gr. nema máli sé vísað til meðferðar hjá lögreglu samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara, sbr. 5. mgr. Skjóta má ákvörðun skattrannsóknarstjóra um sektir til yfirskattanefndar og kemur hann fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni við meðferð málsins. Um meðferð mála hjá yfirskattanefnd fer eftir lögum um yfirskattanefnd.]6) Úrskurðir yfirskattanefndar eru fullnaðarúrskurðir og fylgir þeim ekki vararefsing.

(2) [[Við sektarákvörðun eftir 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra heimilt að gefa aðila kost á að ljúka refsimeðferð máls með því að greiða sekt til ríkissjóðs. Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota. Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til 100 millj. kr.]6) Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.

[(3) Skattrannsóknarstjóra er heimilt að ákvarða sekt lægri en lágmark sektar skv. 19. gr. ef málsatvik eða aðstæður skattaðila mæla sérstaklega með því, svo sem ef skattaðili hefur leiðrétt skattskil sín, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.]6)

(4) Vararefsing fylgir ekki ákvörðun skattrannsóknarstjóra ríkisins. Um innheimtu sekta sem ákveðnar eru af skattrannsóknarstjóra gilda sömu reglur og um skatta samkvæmt lögum þessum, þar á meðal um lögtaksrétt. Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir mál sem lokið er samkvæmt þessu ákvæði. Telji ríkissaksóknari að saklaus maður hafi verið látinn gangast undir sektarákvörðun skv. 2. mgr. eða málalok hafi verið fjarstæð að öðru leyti getur hann borið málið undir dómara til ónýtingar ákvörðun skattrannsóknarstjóra.]1) *1)

(5) [Héraðssaksóknari]2)3)4) fer með frumrannsókn [sakamála]2) vegna brota á lögum þessum. [Skattrannsóknarstjóri vísar til hans málum í samræmi við fyrirmæli ríkissaksóknara um rannsókn og saksókn vegna skattalagabrota. Hann getur jafnframt vísað máli til meðferðar hjá lögreglu af sjálfsdáðum.]6) *1)

(6) [Greiðslukröfu má hafa uppi og dæma í sakamáli vegna brota á lögunum.]2)*1)

(7) Sektir fyrir brot gegn lögum þessum renna í ríkissjóð. Um innheimtu [þeirra]6) gilda sömu reglur og um innheimtu vanskilafjár og álags eftir lögum þessum. Einnig má beita ákvæðum 4. mgr. 18. gr. eftir því sem við á. *1)

(8) Sök skv. 19. gr. fyrnist á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum [skattrannsóknarstjóra eða héraðssaksóknara]6) enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar. [Þó fyrnist sök skv. 19. gr. vegna tekna og eigna í lágskattaríkjum á tíu árum.]5) *1)

1)Sbr. 7. gr. laga nr. 134/2005. 2)Sbr. 234. gr. laga nr. 88/2008. 3)Sbr. 5. gr. laga nr. 82/2011. 4)Sbr. 30. gr. laga nr. 47/2015. 5)Sbr. 10. gr. laga nr. 112/20166)Sbr. 22. gr. laga nr. 29/2021Ákvæðið gildir einnig um brot sem framin eru fyrir gildistöku laga þessara, enda sé fyrningarfrestur þeirra ekki hafinn*1)Ákvæði 4.-8. mgr. voru áður 3.-7. mgr. en tölusetning þeirra tóku breytingum með 22. gr. laga nr. 29/2021.

 [---]1)

1)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/2019.
 

Uppgjör staðgreiðslu.
21. gr.

Ákvæði VIII. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, um ákvörðun skatts af vöxtum og arði, uppgjör staðgreiðslu af þeim tekjum og innheimtu þeirra [og skuldajöfnun á móti gjaldföllnum sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga]1) skulu gilda eftir því sem við á.

1)Sbr. 10. gr. laga nr. 50/2018.

[Greiðslur til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem rétthafa.
21. gr. a.

Ákvæði laga þessara, svo sem um skilaskylda aðila, afdrátt staðgreiðslu og skilaskyldu stað­greiðslu, gilda um greiðslur til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem rétthafa vegna síðari afnota eftir að verk skv. 1. gr. höfundalaga, nr. 73/1972, hefur verið gert aðgengilegt almenningi, birt eða gefið út, sbr. 2. og 3. gr. sömu laga, sbr. 4. málsl. 3. mgr. 66. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 111/2019.

Reglugerðarheimild.
22. gr.

[Ráðherra]1) getur með reglugerða) kveðið nánar á um framkvæmd laga þessara.

1)Sbr. 226. gr. laga nr. 126/2011. a)Sbr. reglugerð nr. 373/2001.

Gildistaka.
23. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 1997.

Ákvæði til bráðabirgða sett með lögum nr. 133/1996.

(1) Við ákvörðun á fjárhæð áfallinna vaxta á kröfu og verðbréf skal þess gætt að færa uppreiknað verð, þ.e. eftirstöðvaverð, með áföllnum verðbótum og vöxtum á viðkomandi skjal við greiðslu eða fyrstu afborgun eftir 1. janúar 1997.

(2) Uppreiknað verð á verðbréfum sem uppfylla skilyrði um skráningu á Verðbréfaþingi Íslands, sbr. V. kafla laga nr. 11/1993, skal miðast við vegið meðaltal viðskipta í einstökum flokkum verðbréfa sem fram fara á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember 1996 á Verðbréfaþingi Íslands, þar með talin tilkynnt viðskipti fyrir sama tímabil.

(3) Uppreiknað verð á kröfu eða verðbréfi sem ekki er skráð á Verðbréfaþingi Íslands, sbr. V. kafla laga nr. 11/1993, og ber lægri nafnvexti en 5% skal ákvarðað sem nafnverð kröfunnar eða eftirstöðvar verðbréfsins 31. desember 1996, að teknu tilliti til 5% ávöxtunar á ári til loka lánstíma. Ef rétthafi vaxta getur sýnt fram á að ávöxtun kröfu eða verðbréfs sé lægri en greinir í 1. málsl. þessarar málsgreinar getur hann farið fram á leiðréttingu til samræmis við raunverulega ávöxtun. Slík leiðrétting skal gerð við álagningu að tekjuári liðnu. Þannig ákvarðað og uppreiknað verðmæti kröfu eða verðbréfs telst upphafsverð 1. janúar 1997 við staðgreiðslu fjármagnstekna. Krafa eða verðbréf sem bera nafnvexti 5% eða hærri skulu skattlögð samkvæmt því.

(4) Skuldaviðurkenningar, sem teknar eru sem greiðsla söluandvirðis samkvæmt kaupsamningi og eru í eigu seljanda, skulu metnar á uppreiknuðu verði í árslok 1996, sbr. þó 2. málsl. lokamálsgreinar 5. gr. 

 

[---]1)

1)Sbr. 12. gr. laga nr. 140/2020.

Ákvæði til bráðabirgða sett með lögum nr. 69/2021.

Við innlausn á langtímakröfum, svo sem spariskírteinum ríkissjóðs í eigu aðila sem skattskyldir eru skv. 2. gr. á eftirtöldum tímabilum, skal haga afdrætti staðgreiðslu með eftirfarandi hætti:

  1. af áföllnum vöxtum sem féllu til frá og með 1. janúar 1997 til og með 30. júní 2009 10%,
  2. af áföllnum vöxtum sem féllu til frá og með 1. júlí 2009 til og með 31. desember 2009 15%,
  3. af áföllnum vöxtum sem féllu til frá og með 1. janúar 2010 til og með 31. desember 2010 18%,
  4. af áföllnum vöxtum sem féllu til frá og með 1. janúar 2011 til og með 31. desember 2017 20%,
  5. af áföllnum vöxtum sem féllu til frá og með 1. janúar 2018 22%.

 


 

Fara efst á síðuna ⇑