Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.11.2024 13:05:36

Lög nr. 4/1995, kafli 5 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=4.1995.5)
Ξ Valmynd

V. KAFLI

Ýmis ákvæði.
32. gr.

(1) Séu gjöld samkvæmt lögum þessum eigi greidd innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða sveitarstjórn dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Með gjalddaga í þessu sambandi er átt við reglulega gjalddaga skv. 4. mgr. 4. gr. og 3. og 5. mgr. 27. gr., en gjaldfelling vegna vangreiðslu á hluta skv. 5. mgr. 4. gr. og 4. mgr. 27. gr. hefur ekki áhrif á dráttarvaxtaútreikning. Um dráttarvexti gilda ákvæði III. kafla vaxtalaga, nr. 25/1987*1).

(2) Nú verður ljóst þegar álagningu sveitarsjóðsgjalda lýkur eða við endurákvörðun þeirra að gjaldandi hefur greitt meira en endanlegu álögðu gjaldi nemur og skal þá endurgreiða það sem ofgreitt var ásamt vöxtum fyrir það tímabil sem féð var í vörslu sveitarstjórnar. [Skulu vextir þessir vera jafnháir hæstu vöxtum óbundinna sparireikninga á hverjum tíma.]1)

1)Sbr. 6. gr. laga nr. 148/1995. *1)Nú lög nr. 38/2001.

33. gr.

Gjöld samkvæmt lögum þessum, svo og dráttarvexti, má taka lögtaki.

34. gr.

(1) Ríkisstjórninni er heimilt að gera samninga við stjórnir annarra ríkja um gagnkvæmar ívilnanir á útsvörum þeirra erlendra og íslenskra aðila sem eftir gildandi útsvarslögum ríkjanna eiga að greiða útsvar af sömu tekjum bæði á Íslandi og í einhverju öðru ríki.

(2) Nú er eigi fyrir hendi samningur við annað ríki um að komast hjá tvísköttun á tekjur skv. 1. mgr. og einstaklingur, sem útsvarsskyldur er hér á landi skv. 19. gr., greiðir til opinberra aðila í öðru ríki útsvar af tekjum sínum sem útsvarsskyldar eru hér á landi og er þá ríkisskattstjóra heimilt, samkvæmt umsókn hlutaðeigandi einstaklings, [---]1) að lækka útsvar hans hér á landi með hliðsjón af þessum útsvarsgreiðslum hans.*1)

1)Sbr. 82. gr. laga nr. 136/2009. *1)Sjá 5. mgr. 119. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, varðandi hlutverk ríkisskattstjóra.

35. gr.

Ráðherra er heimilt að setja með reglugerða) nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.

a)Reglugerðir nr. 542/1989 og 1160/2015.
 

Fara efst á síðuna ⇑