Skattalagasafn ríkisskattstjóra 10.9.2024 23:19:52

Lög nr. 74/2012 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=74.2012.0)
Ξ Valmynd

 [Úr lögum
nr. 74/2012, um veiðigjald.]*1)

*1)Sbr. 10. gr. laga nr. 73/2015.

[10. gr.
Upplýsingaöflun með skattframtölum.
 
(1) Til þarfa útreikninga sem um getur í 7. gr. skulu eigendur, útgerðaraðilar og rekstraraðilar íslenskra fiskiskipa sem stunda veiðar á nytjastofnum sjávar skila sérgreindum upplýsingum um þá afkomuþætti sem greinir í a–c-lið 1. mgr. 7. gr., sundurgreint á einstök fiskiskip, með skattframtölum samkvæmt reglum sem ráðherra setur í samráði við embætti ríkisskattstjóra. Ráðherra og embætti ríkisskattstjóra skulu gera með sér þjónustusamning um söfnun og miðlun þessara upplýsinga.

(2) Ákvæði 90. og 92.–94. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, gilda um öflun og skil þeirra upplýsinga sem greinir í 1. mgr. eftir því sem við á. Sé upplýsingum ekki skilað eða ef upplýsingar sem látnar eru í té reynast ófullnægjandi eða óglöggar, eða frekari þörf er talin á upplýsingum um einstök atriði skal ríkisskattstjóri skora á viðkomandi að bætt sé úr. Verði áskorun um úrbætur ekki sinnt skal Fiskistofa áætla tekjur og kostnað skv. 1. mgr. og skal áætlun miðast við að kostnaðurinn sé ekki hærri en ætla má að hann sé í raun. Við þessa áætlun er heimilt að taka mið af gögnum og upplýsingum sem aflað er frá opinberum stofnunum og einkaaðilum.

(3) Þrátt fyrir ákvæði 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal ríkisskattstjóra heimilt að láta Fiskistofu í té þær upplýsingar sem greinir í 2. mgr.

(4) Veiðigjaldsnefnd er heimilt að beina því til Fiskistofu að ráðast í áætlun skv. 2. mgr.]1)

1)
Sbr. e. liður 5. gr. laga nr. 73/2015.
 
------
 
[13. gr.]*1)
Rekstrarkostnaður.

[Veiðigjald]1) telst rekstrarkostnaður skv. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

1)Sbr. 8. gr. laga nr. 73/2015. *1)Sbr. áður 15. gr. en númer greinarinnar breyttist með 5. gr. laga nr. 73/2015.

Fara efst á síðuna ⇑