Skattalagasafn ríkisskattstjóra 10.9.2024 23:56:46

Lög nr. 88/2003 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=88.2003.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa.*1)

*1)Sbr. lög nr. 129/2004, 131/200570/2009, 120/2009, 139/2013 og 47/2018.

18. gr.
Staðgreiðsla opinberra gjalda.

Ábyrgðasjóði launa ber að reikna staðgreiðslu launamanns á kröfur sem samþykktar hafa verið samkvæmt lögum þessum og skila til innheimtuaðila í samræmi við ákvæði laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.

23. gr.
Fjármögnun.

(1) [Greiða skal sérstakt ábyrgðargjald af greiddum vinnulaunum, þóknun og reiknuðu endurgjaldi, hvaða nafni sem nefnist, sem skattskylt er og rennur gjaldið í ríkissjóð.]6) Ákvæði laga um tryggingagjald eiga við um gjaldstofn, gjaldskyldu, greiðslutímabil, álagningu og innheimtu ábyrgðargjalds.

[(2) Tekjur Ábyrgðasjóðs launa eru árleg fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um innheimtu tekna af ábyrgðargjaldi.]6)

(3) Ábyrgðargjaldið skal vera [0,05%]2)3)4)5) af gjaldstofni.*1)

(4) Skorti sjóðinn reiðufé til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt lögum þessum skal stjórn sjóðsins þegar tilkynna það ráðherra. Ríkissjóður skal þá leggja sjóðnum til þá fjármuni sem til þarf [---]6).*1)

(5) Ábyrgðargjald telst rekstrarkostnaður skv. 1. tölul. 31. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1), að því leyti sem það er ákvarðað af launum sem teljast rekstrarkostnaður samkvæmt sömu grein.*1)

(6) Kostnaður af rekstri Ábyrgðasjóðs launa greiðist af tekjum hans.*1)

(7) Ársreikningur sjóðsins skal endurskoðaður af Ríkisendurskoðun.*1)

1)Sbr. 147. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 131/2005. 3)Sbr. 3. gr. laga nr. 70/2009. 4)Sbr. 15. gr. laga nr. 120/2009. 5)Sbr. 16. gr. laga nr. 139/2013. 6)Sbr. 54. gr. laga nr. 47/2018. *1)Númer málsgreina breyttist með 54. gr. laga nr. 47/2018.

Fara efst á síðuna ⇑