Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 20:00:31

Lög nr. 13/1998 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=13.1998.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd
sjómanna og útvegsmanna.*1)

*1)Sbr. lög nr. 63/2007.

5. gr.

(1) Við athugun einstakra mála getur Verðlagsstofa skiptaverðs krafið sjómenn, útgerðir, kaupendur afla, flutningsaðila, fiskmarkaði, umboðsmenn og aðra þá sem milligöngu hafa um sölu á afla um allar nauðsynlegar upplýsingar. Upplýsinga er hægt að krefjast munnlega eða skriflega og skulu þær gefnar innan hæfilegs frests sem Verðlagsstofa setur. Þá getur stofan krafið framangreinda aðila um að afhenda gögn til athugunar innan hæfilegs frests.

(2) Verðlagsstofa skiptaverðs getur við athugun einstakra mála krafist upplýsinga frá öðrum stjórnvöldum, þar á meðal skattyfirvöldum og tollyfirvöldum, sem og bönkum og sparisjóðum, óháð þagnarskyldu þeirra.

(3) Verðlagsstofa skiptaverðs getur einnig lagt skyldur á þá aðila sem um ræðir í 1. mgr. að upplýsa stofuna reglulega um atriði er máli skipta við framkvæmd laga þessara.

(4) [Við upplýsinga- og gagnaöflun samkvæmt þessari grein skal gæta meðalhófsreglu og að kröfur um upplýsingar og gögn séu í samræmi við tilefni. Upplýsingar og gögn má einungis nýta vegna úrskurðar í einstökum málum, í almennum tilgangi skv. 3. gr. eða til að undirbúa ákvarðanir sem Verðlagsstofa skiptaverðs tekur skv. 6. gr. a.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 63/2007.

Fara efst á síðuna ⇑