Úr lögum
nr. 45/2015, um slysatryggingar almannatrygginga.
8. gr.
Trygging við heimilisstörf.
(1) Þeir sem stunda heimilisstörf geta tryggt sér rétt til slysabóta við þau störf með því að skrá ósk þar að lútandi í skattframtal í byrjun hvers árs.
(2) Ráðherra er með reglugerð heimilt að skilgreina nánar tryggingartímabil og hvað teljist til heimilisstarfa.
------------------------
17. gr.
Iðgjöld.
(1) Iðgjöld skv. 16. gr. skal ríkisskattstjóri leggja á með tekjuskatti og færa þau á skattskrá, sbr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og skulu ákvæði 99. gr. þeirra laga og ákvæði laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, gilda um iðgjöld eftir því sem við á.
(2) Ákvæði laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, skulu eiga við um gjaldstofn, gjaldskyldu, greiðslutímabil, álagningu og innheimtu iðgjalds útgerðarmanna fiskiskipa vegna slysatrygginga sjómanna. Að tekjuári liðnu skal fara fram endanleg ákvörðun iðgjaldsins í samræmi við launaframtal og skal iðgjaldið sérgreint í álagningarskrá og skattskrá. Ríkisskattstjóri skal halda skrá yfir gjaldskylda aðila og skal eftir atvikum leita staðfestingar á iðgjaldi útgerðaraðila þegar greiðsluskylda sjúkratryggingastofnunarinnar er ákvörðuð.
(3) Gjalddagar iðgjalda skulu ákveðnir í reglugerð.
18. gr.
Innheimta.
Iðgjöld til slysatrygginga skulu innheimt af innheimtumönnum ríkissjóðs og sveitarsjóða eða sérstökum innheimtustofnunum. Ákvæði laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, þar á meðal um dráttarvexti og fjárnámsrétt, gilda um innheimtu iðgjalda.