Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 19:58:50

Lög nr. 88/1995 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=88.1995.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 88/1995, um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað.*1)

*1)Sbr. lög nr. 119/1995, 138/2003 og 8/2008.

II. KAFLI
Þingfararkostnaður.

Húsnæðis- og dvalarkostnaður.
6. gr.

(1) Greiða skal alþingismanni fyrir kjördæmi utan [Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis]1) mánaðarlega húsnæðis- og dvalarkostnað til þess að hafa dvalarstað í Reykjavík eða grennd, eigi hann heimili utan [Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis]1), eða til þess að hafa starfs- eða dvalaraðstöðu í kjördæmi sínu eigi hann heimili utan kjördæmisins.

(2) Alþingismaður, sem á heimili utan [Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis]1) en fer að jafnaði milli heimilis og Reykjavíkur um þingtímann, á rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað, auk þriðjungs af greiðslu skv. 1. mgr. mánaðarlega.

(3) Haldi alþingismaður, sem á aðalheimili utan [Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis]1), [annað heimili í Reykjavíkur kjördæmi suður eða norður eða Suðvesturkjördæmi]1) er heimilt, meðan svo stendur, að greiða honum álag, allt að 40%, á fjárhæð skv. 1. mgr.

1)Sbr. 1. gr. laga 138/2003.

Ferðakostnaður.
7. gr.

(1) Alþingismaður fær mánaðarlega fjárhæð til greiðslu kostnaðar við ferðalög innan kjördæmis hans. Enn fremur skal endurgreiða alþingismanni ferðakostnað milli heimilis eða starfsstöðvar og Reykjavíkur.

(2) Endurgreiða skal alþingismanni kostnað við aðrar ferðir er hann þarf að fara innan lands í tengslum við störf sín, svo og gisti- og dvalarkostnað í þeim ferðum. Heimilt er að ákveða að kostnaður við ferðir umfram tiltekna vegalengd frá heimili eða starfsstöð innan kjördæmis verði endurgreiddur þrátt fyrir ákvæði 1. mgr.

8. gr.

Alþingi greiðir kostnað við ferðir sem alþingismaður fer á vegum þingsins til útlanda.

Almennur starfskostnaður.
9. gr.

(1) Alþingi leggur alþingismanni til almenna skrifstofuaðstöðu og nauðsynlegan búnað og greiðir kostnað af því. Endurgreiða skal alþingismanni símakostnað.

(2) Endurgreiða skal alþingismönnum annan starfskostnað samkvæmt reglum sem forsætisnefnd setur. Heimilt er að greiða starfskostnað samkvæmt þessari málsgrein sem fasta fjárhæð í stað endurgreiðslu samkvæmt reikningum.

IV. KAFLI
Ákvörðun þingfararkaups og þingfararkostnaðar.
[17. gr.]3)

[Greiðsla þingfararkostnaðar skv. 6. og 7. gr. er framtalsskyld, sbr. [lög nr. 90/2003, um tekjuskatt]2), en ekki skattskyld. Um greiðslur skv. 8. gr. fer eftir þeim reglum sem ríkisskattstjóri setur.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 119/1995. 2)Sbr. 114. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 2. gr. laga nr. 8/2008.

Fara efst á síðuna ⇑