Skattalagasafn ríkisskattstjóra 29.3.2024 10:20:39

Lög nr. 45/1987, kafli 4 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=45.1987.4)
Ξ Valmynd

IV. KAFLI
Stjórnun staðgreiðslu.

Yfirstjórn.
23. gr.

Ríkisskattstjóri hefur á hendi yfirstjórn staðgreiðslu.

Ríkisskattstjóri.
24. gr.

(1) Ríkisskattstjóri skal auk þeirra starfa sem honum eru falin með öðrum ákvæðum laga þessara:

  1. halda skrá sem sýnir greiðslustöðu launamanna [---]1) á staðgreiðsluári,
     
  2. gefa út reglur og leiðbeiningar fyrir launamenn og launagreiðendur um notkun gagna og eyðublaða vegna staðgreiðslu opinberra gjalda,
     
  3. láta gera eyðublöð, sem nauðsyn er á, fyrir launagreiðendur. Eyðublöð þessi skulu fást hjá skattyfirvöldum og hjá þeim aðilum sem heimild hafa til móttöku greiðslna skv. 20. gr.

(2) [---]2)

(3) Ríkisskattstjóri getur af sjálfsdáðum kannað öll atriði er varða gjald- eða skilaskyldu [---]2), svo og kannað sérhver önnur atriði er varða framkvæmd laga þessara. Getur hann í því skyni krafist allra upplýsinga og gagna sem hann telur þörf á að fá, m.a. frá [---]2) innheimtumönnum ríkissjóðs, gjaldheimtum, bönkum, sparisjóðum og póststöðvum.

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 135/2002. 2)Sbr. 40. gr. laga nr. 136/2009.

[Fjársýsla ríkisins.
24. gr. a.

Fjársýsla ríkisins skal halda skrá sem sýnir greiðslustöðu launagreiðenda á staðgreiðsluári. Til að sinna því hlutverki skal Fjársýsla ríkisins hafa sömu heimildir og um getur í 3. mgr. 24. gr.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 135/2002. 
 

Fara efst á síðuna ⇑