Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.11.2024 02:45:01

Lög nr. 45/1987, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=45.1987.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
Skil á staðgreiðslu.

Greiðslur, greiðslustaðir, skilagreinar.
20. gr.

(1) Launagreiðandi skal ótilkvaddur greiða mánaðarlega það fé sem hann hefur haldið eftir eða bar að halda eftir á greiðslutímabilum næstliðins mánaðar samkvæmt ákvæðum 15.-17. gr.

(2) [Greiðslur skv. 1. mgr. skal inna af hendi til gjaldheimtu eða annars innheimtuaðila, sbr. [3. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda]3)7), í því umdæmi þar sem launagreiðandi á lögheimili. Með greiðslum skal fylgja sundurliðuð skilagrein frá launagreiðanda á þar til gerðu eyðublaði.  [Ríkisskattstjóra er heimilt að setja reglur um rafræn skýrslu- og greiðsluskil vegna staðgreiðslu opinberra gjalda.]2) Launagreiðandi skal skila skilagrein mánaðarlega enda þótt engin greiðsla fylgi. [Ríkisskattstjóri]4) getur heimilað aðilum, sem reikna sér, maka sínum og börnum endurgjald, sbr. 2. tölul. 4. gr., að gera skil einu sinni á ári enda séu reiknuð laun undir tilteknu lágmarki samkvæmt sérstökum reglum er ríkisskattstjóri setur.]1)

(3) Gjalddagi greiðslu skv. 1. mgr. er 1. hvers mánaðar og eindagi 14 dögum síðar. Hafi launagreiðandi eigi greitt á eindaga skal hann sæta álagi skv. 28. gr.

(4) Ríkisskattstjóri ákveður hvað skuli koma fram á skilagreinum og greiðsluskjölum og ákveður gerð þeirra.

(5) [Ráðherra]6) setur nánari reglura) um framkvæmd 2. mgr. að höfðu samráði við [þann ráðherra er fer með málefni vinnumarkaðar]5)6).

(6) Ríkissjóður skal greiða sveitarfélögum þann hluta persónuafsláttar sem ráðstafað er til greiðslu útsvars vegna hvers launamanns á staðgreiðsluári, sbr. A-lið [67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]3) og 15. gr. laga þessara, eigi síðar en fyrir lok næsta mánaðar eftir eindaga staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 3. mgr.

1)Sbr. 12. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 48. gr. laga nr. 133/2001. 3)Sbr. 64. gr. laga nr. 129/2004. 4)Sbr. 38. gr. laga nr. 136/2009. 5)Sbr. 5. gr. laga nr. 162/20106)Sbr. 119. gr. laga nr. 126/2011. 7)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/2019. a)Reglugerð nr. 13/2003. 
 

Yfirferð, áætlun og tilkynningar [ríkisskattstjóra.]1)
21. gr.

[Ríkisskattstjóri]1) skal yfirfara skilagreinar launagreiðenda, sbr. 20. gr., og gera á þeim þær leiðréttingar er þörf krefur. [Ríkisskattstjóra]1) ber að áætla greiðsluskylda fjárhæð þeirra launagreiðenda sem eigi hafa framvísað fullnægjandi skilagreinum innan tilskilinna tímamarka skv. 20. gr. og tilkynna launagreiðanda um áætlunina innan 14 virkra daga frá tilskildum tímamörkum. [Þá skal ríkisskattstjóri áætla skilaskylda staðgreiðslu launagreiðenda sé persónuafsláttur launamanna ranglega ákvarðaður, að undan­gengnum tilkynningum þar um, sbr. 12. gr.]2)

1)Sbr. 38. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 17. gr. laga nr. 33/2020.

[21. gr. a

[---]1)]2)

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 38/2008. 2)Sbr. 39. gr. laga nr. 136/2009.

Ábyrgð.
22. gr.

(1) Launagreiðandi ber ábyrgð á þeim opinberu gjöldum sem hann hefur haldið eftir eða bar að halda eftir samkvæmt lögum þessum. Launamaður ber ekki ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda sem hann sannar að launagreiðandi hafi haldið eftir af launum hans. Launagreiðandi og launamaður bera hins vegar óskipta ábyrgð á vanteknum opinberum gjöldum. 

(2) [Launamaður sem starfar hjá fleiri en einum launagreiðanda ber ábyrgð á að rétt innheimtuhlutfall verði ákvarðað við afdrátt staðgreiðslu.]1)

1)Sbr. 29. gr. laga nr. 128/2009.
 

Fara efst á síðuna ⇑