Skattalagasafn ríkisskattstjóra 28.3.2024 10:28:24

Lög nr. 45/1987, kafli 1 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=45.1987.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI
Gildissvið og aðild.

Gildissvið.
2. gr.

Staðgreiðsla samkvæmt lögum þessum tekur til:

  1. Tekjuskatts manna, sem skattskyldir eru samkvæmt ákvæðum 1. gr. og 1. [og 2.]5)  tölul. 3. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]3), með síðari breytingum, af skattskyldum tekjum skv. 1. tölul., 1. og 2. málsl. 2. tölul., 3. tölul. og 1. málsl. 4. tölul. A-liðs 7. gr. án nokkurs frádráttar, sbr. þó [2.-6. tölul.]2)8) A-liðs 1. mgr. 30. gr. þeirra laga. [Enn fremur til tekjuskatts manna og annarra aðila sem skattskyldir eru samkvæmt ákvæðum 3., [2. málsl. 4.,]6) 6., 7., [8. og 10. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. 3. gr.]7) greindra laga af þar tilgreindum skattskyldum tekjum hér á landi án nokkurs frádráttar, sbr. skatthlutföll í 3., 6., 7., [8. og 10. tölul. 70. gr.]7) þeirra laga.]4)5) *2)

  2. Útsvars samkvæmt ákvæðum IV. kafla laga nr. 73/1980*1), um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.

  3. [Tryggingagjalds samkvæmt ákvæðum laga um tryggingagjald.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 111/1990. 2)Sbr. 7. gr. laga nr. 30/1995. 3)Sbr. 51. gr. laga nr. 129/2004. 4)Sbr. 9. gr. laga nr. 70/2009. 5)Sbr. 25. gr. laga nr. 128/2009. 6)Sbr. 6. gr. laga nr. 110/20117)Sbr. 9. gr. laga nr. 33/2015. Ákvæði 9. gr. öðlaðist þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu 2016 og á staðgreiðsluárinu 2015 eftir því sem við á. 8)Sbr. 5. gr. laga nr. 79/2016*1)Nú lög nr. 4/1995. *2)Skv. 2. gr. laga nr. 97/2009 varð breyting á gildistöku 9. gr. laga nr. 70/2009. Ákvæðið öðlaðist þegar gildi og kom til framkvæmda frá og með 1. september 2009.

Aðilar.
3. gr.

Ákvæði laga þessara taka til allra þeirra aðila, innlendra sem erlendra, sem gjaldskyldir eru samkvæmt ákvæðum þeirra laga sem um ræðir í 2. gr. og til allra þeirra aðila, innlendra sem erlendra, sem greiða laun eða annast milligöngu á greiðslum sem gjaldskyldar eru samkvæmt ákvæðum þeirra laga sem um ræðir í 2. gr.

Launamaður.
4. gr.

Launamaður samkvæmt lögum þessum telst:

  1. Maður sem fær endurgjald fyrir starfa sem hann innir af hendi á ábyrgð launagreiðanda. Enn fremur sá sem nýtur eftirlauna eða lífeyris.

  2. Maður sem skal reikna sér endurgjald vegna vinnu við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi. Enn fremur maki hans eða barn inni þau af hendi starf fyrir hann við atvinnureksturinn eða starfsemina. [Sama á við um mann, maka hans eða barn sem skal reikna sér endurgjald vegna atvinnurekstrar eða starfsemi sem rekin er í sameign með öðrum eða á vegum þeirra aðila sem um ræðir í 2. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]2)]1)

  3. Maður sem fær greiddar tryggingabætur, styrki og hvers konar skaðabætur og vátryggingabætur.

  4. Maður sem nýtur greiðslna samkvæmt höfundarétti.

  5. Maður sem nýtur verðlauna eða heiðurslauna eða hlýtur skattskyldan vinning í happdrætti, veðmáli eða keppni.

  6. Aðili sem ber takmarkaða skattskyldu hér á landi skv. 3. gr. laga um tekjuskatt [---]2) og nýtur tekna sem um getur í 6. tölul. 5. gr.

1)Sbr. 45. gr. laga nr. 133/2001. 2)Sbr. 52. gr. laga nr. 129/2004.

Laun.
5. gr.

Til launa samkvæmt lögum þessum telst:

  1. Endurgjald fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu, án tillits til viðmiðunar, sem innt er af hendi fyrir annan aðila. Hér með teljast til dæmis hvers konar biðlaun, starfslaun, nefndarlaun, stjórnarlaun, eftirlaun og lífeyrir, fatnaður, fæði, húsnæði, risnufé, verkfærapeningar, ökutækjastyrkir, dagpeningar, flutningspeningar og aðrar hliðstæðar starfstengdar greiðslur, fríðindi og hlunnindi, svo og framlög og gjafir sem sýnilega eru gefnar sem kaupauki. Hvorki skiptir máli hver tekur við greiðslu né í hvaða gjaldmiðli goldið er, hvort sem það er í reiðufé, fríðu, hlunnindum eða vinnuskiptum.

  2. [Endurgjald manns, maka hans og barns vegna vinnu við eigin atvinnurekstur, sjálfstæða starfsemi eða hjá lögaðila skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]3)]2)

  3. Tryggingabætur og styrkir. Skaðabætur og vátryggingafé vegna sjúkdóms, slysa, atvinnutaps eða launamissis og hvers konar aðrar skaðabætur og vátryggingabætur, sbr. þó 2. tölul. 28. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]3)

  4. Endurgjald til höfunda og rétthafa fyrir hvers konar hugverk, bókmenntir og listir eða listaverk, hvort sem um er að ræða afnot eða sölu.

  5. Verðlaun og heiðurslaun, skattskyldir vinningar í happdrætti, veðmáli eða keppni.

  6. Greiðslur til aðila sem bera takmarkaða skattskyldu hér á landi og getið er um í [2., 3., 6., 7., [8. og 10. tölul. 1. mgr. og 2. mgr.]5)] 3. gr.]4) *1) [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]3) [Til staðgreiðsluskyldra launa samkvæmt ákvæði þessu telst þó ekki söluhagnaður af íslenskum hlutabréfum og stofnbréfum skv. 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt. Til staðgreiðsluskyldra launa samkvæmt ákvæði þessu teljast ekki heldur vaxtatekjur af skuldabréfum sem skráð eru hjá verðbréfamiðstöð í aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD), aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. sömu laga.]6)

  7. [Hvers konar greiðslur skv. 1. - 6. tölul. þessarar greinar sem inntar eru af hendi að gengnum úrskurði stjórnvalda, dómi, dómsátt eða öðru samkomulagi eftir að raunverulegu launatímabili lýkur.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 159/1998. 2)Sbr. 46. gr. laga nr. 133/2001. 3)Sbr. 53. gr. laga nr. 129/2004. 4)Sbr. 10. gr. laga nr. 70/2009. 5)Sbr. 10. gr. laga nr. 33/20156)Sbr. 14. gr. laga nr. 33/2020. Kemur til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2020.

Reiknað endurgjald.
6. gr.

(1) [Manni sem ber að reikna sér endurgjald, sbr. 2. tölul. 4. gr., ber að tilkynna [ríkisskattstjóra]4) um áætlaðar tekjur sínar á staðgreiðsluárinu í samræmi við reglur ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald, sbr. [58. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]3), fyrir 20. janúar ár hvert á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Launagreiðandi sem hefur í þjónustu sinni starfsmann sem ákveða skal endurgjald fyrir skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]3) skal við staðgreiðslu reikna honum endurgjald í samræmi við reglur ríkisskattstjóra, sbr. [58. gr. sömu laga.]3)

(2) Telji [ríkisskattstjóri]4) að endurgjald, sbr. 2. tölul. 4. gr. og 2. tölul. 5. gr., á staðgreiðsluári sé lægra en samræmist reglum ríkisskattstjóra skv. [58. gr. laga nr. 90/2003]3) skal hann ákvarða endurgjaldið í samræmi við þær reglur. Þó má [ríkisskattstjóri]4) víkja frá lágmarki endurgjalds samkvæmt reglum ríkisskattstjóra við ákvörðun sína á grundvelli skriflegra skýringa og nauðsynlegra gagna.]1)

(3) [[Ríkisskattstjóri]4) skal tilkynna launagreiðanda sem leggur fram áætlun um tekjur sínar í samræmi við tímafrest 1. mgr. eða 1. mgr. 19. gr. um ákvörðun reiknaðs endurgjalds eigi síðar en 15 dögum fyrir eindaga, sbr. 3. mgr. 20. gr. Ákvörðun [ríkisskattstjóra]4) skv. 1. málsl. eða áætlun [ríkisskattstjóra]4) skv. 21. gr. um greiðsluskylda fjárhæð, sbr. 1. mgr., má skjóta til [ríkisskattstjóra]4) innan 15 daga frá póstlagningardegi tilkynningar. Innan 15 daga frá lokum kærufrests skal [ríkisskattstjóri]4) hafa úrskurðað um kærur. [Úrskurður ríkisskattstjóra samkvæmt ákvæði þessu skal vera endanleg úrlausn málsins á staðgreiðsluári.]4)

(4) [---]2)]4)

1)Sbr. 47. gr. laga nr.133/2001. (Greininni hefur áður verið breytt með 1. gr. laga nr. 98/1988., 24. gr. laga nr. 11/1992 og 1. gr. laga nr. 157/2000.) 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 65/2002. 3)Sbr. 54. gr. laga nr. 129/2004. 4)Sbr. 37. gr. laga nr. 136/2009.

Launagreiðandi.
7. gr.

(1) Launagreiðandi samkvæmt lögum þessum telst hver sá aðili sem innir af hendi eða reiknar greiðslur sem teljast laun skv. 5. gr.

(2) Ef milligöngumaður, sbr. 3. gr., annast launagreiðslur skal hann gegna skyldum launagreiðanda varðandi skil og greiðslur samkvæmt lögum þessum. Sama gildir um umboðsmann aðila sem um ræðir í 2. mgr. 2. tölul. [70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1) [svo sérhvern annan aðila sem hefur atvinnu af fjárvörslu, milligöngu eða innheimtu í verðbréfaviðskiptum eða annast innheimtu fyrir aðra]4).

[(3) Vinnuveitandi starfsmanna sem ráðnir eru til starfa á grundvelli samnings um útleigu á vinnuafli telst launagreiðandi þeirra samkvæmt lögum þessum hafi starfsmannaleigan [eða annar aðili sem leigir út vinnuafl]6) ekki skattalegt heimilisfesti hér á landi.

(4) Starfsmannaleiga [eða annar aðili sem leigir út vinnuafl]6) sem hefur staðfestu [hér á landi eða]5) í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, öðru EFTA-ríki eða Færeyjum telst þó launagreiðandi nema um annað hafi verið samið við notendafyrirtæki. Notendafyrirtæki ber ábyrgð sem launagreiðandi hafi starfsmannaleiga [eða annar aðili sem leigir út vinnuafl]6) ekki staðið réttilega skil á staðgreiðslu sbr. 20. gr. [Ráðherra)]3) er heimilt að binda staðgreiðslu starfsmannaleigu [eða annars aðila sem leigir út vinnuafl]6) nánari skilyrðum.]2)

1)Sbr. 55. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 169/2007. 3)Sbr. 119. gr. laga nr. 126/2011. 4)Sbr. 4. gr. laga nr. 145/2012. 5)Sbr. 2. gr. laga nr. 45/2013. 6)Sbr. 2. gr. laga nr. 77/2018.

Staðgreiðsla launamanns.
8. gr.

(1) Staðgreiðsla launamanns, sbr. 4. gr., af launum, sbr. 5. gr., nær til tekjuskatts samkvæmt lögum um tekjuskatt [---]2) og útsvars samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

(2) [Ráðherra]3) getur ákveðið með reglugerða) að ákveðin laun eða tegund launa, sem 5. gr. nær til, skuli ekki falla undir staðgreiðslu. [Enn fremur getur [ráðherra]3) ákveðið að laun, þar með talin reiknuð laun, undir ákveðinni fjárhæð skuli ekki falla undir staðgreiðslu.]1)

(3) Launagreiðandi, sbr. 7. gr., skal sjá um staðgreiðslu fyrir hönd launamanns samkvæmt ákvæðum 15. gr., sbr. 20. gr.

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 56. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 119. gr. laga nr. 126/2011. a)Reglugerð nr. 591/1987, með síðari breytingum.

Mismunur staðgreiðslu og álagningar.
9. gr.

(1) [[Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu hjá þeim launamönnum sem skattskyldir eru skv. 1. gr. og 1. tölul. 3. gr. laga um tekjuskatt skal vera með eftirfarandi hætti: 

  1. á tekjur á bilinu [0–330.225 kr.]7)8) á mánuði [17%]5)7)8) að viðbættu útsvari,

  2. [á tekjur á bilinu 330.226–927.087 kr. á mánuði 23,5% að viðbættu útsvari.]7)8)

  3. á tekjur yfir [927.087 kr.]7)8) á mánuði [31,8%]5) að viðbættu útsvari.]4)

[Útsvar í staðgreiðslu skal vera hið sama á öllu landinu og ákveðið í samræmi við ákvarðanir sveitarstjórna skv. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.]4) Hafi sveitarfélag ekki tilkynnt ákvörðun sína í tæka tíð skv. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1980*1) skal miða við fyrra árs ákvörðun þess.]1)

(2) [Að tekjuári loknu skal fara fram ákvörðun og álagning tekjuskatts samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt [---]3), útsvars samkvæmt ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga og tryggingagjalds samkvæmt ákvæðum laga um tryggingagjald.]2)

(3) Mismun, sem fram kann að koma milli staðgreiðslu og álagningar, skal krefja eða endurgreiða, eftir því sem við á, samkvæmt ákvæðum VIII. kafla.

(4) [Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu hjá þeim launamönnum sem skattskyldir eru skv. 2. og 3. tölul. 3. gr. laga um tekjuskatt skal vera tekjuskattshlutfall eins og það er ákvarðað í 70. gr. þeirra laga að viðbættu útsvari, sbr. 1. mgr. Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu hjá þeim launamönnum sem skattskyldir eru skv. 6., 7., [8. og 10. tölul. 1. mgr. og 2. mgr.]6) 3. gr. laga um tekjuskatt skal vera tekjuskattshlutfall eins og það er ákvarðað í 70. gr. þeirra laga og skal réttilega ákvörðuð og innborguð staðgreiðsla tekjuskatts þeirra aðila vera fullnaðargreiðsla án þess að fram þurfi að fara frekari ákvörðun eða álagning nema um sé að ræða aðila sem jafnframt er skattskyldur [skv. 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt, 7. tölul. þeirrar málsgreinar að því er varðar söluhagnað af íslenskum hlutabréfum og stofnbréfum eða 8. tölul. þeirrar málsgreinar að því er varðar vaxtatekjur af skuldabréfum sem skráð eru hjá verðbréfamiðstöð í aðildarríki Efnahags- og framfara­stofn­unarinnar í París (OECD), aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.]9)]4)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 42/1988. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 111/1990. 3)Sbr. 57. gr. laga nr. 129/2004. 4)Sbr. 26. gr. laga nr. 128/2009. 5)Sbr. 20. gr. laga nr. 165/2010. 6)Sbr. 11. gr. laga nr. 33/2015Ákvæði 11. gr. öðlaðist þegar gildi og kom til framkvæmda við álagningu 2016 og á staðgreiðsluárinu 2015 eftir því sem við á. 7)Sbr. 6. gr. laga nr. 125/2015. 8)Sbr. 5. gr. laga nr. 132/20199)Sbr. 15. gr. laga nr. 33/2020. Kemur til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2020. *1)Nú 24. gr. laga nr. 4/1995. 

Fara efst á síðuna ⇑