Skattalagasafn ríkisskattstjóra 20.2.2020 18:26:00

Lög nr. 4/1995, kafli 6 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=4.1995.6)
Ξ Valmynd

Ákvćđi til bráđabirgđa.

Ákvćđi til bráđabirgđa I.-XIV. eru ekki birt hér

XV.

Ákvćđi til bráđabirgđa međ lögum nr. 180/2011.

[Á árunum 2016, 2017 og 2018 greiđir Jöfnunarsjóđur sveitarfélaga kostnađ sveitarfélaga vegna verkefna á grundvelli 5. gr. samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuđning viđ tónlistarnám og jöfnun á ađstöđumun nemenda til tónlistarnáms. Kostnađur vegna verkefna samkvćmt ţessari grein skal innheimtur af úthlutun framlaga Jöfnunarsjóđs til sveitarfélaga í hlutfalli viđ íbúafjölda 1. janúar 2015.]1)

 1)Sbr. 4. gr. laga nr. 78/2016.

XVI.

Ákvćđi til bráđabirgđa međ lögum nr. 139/2013.

(1) Ţrátt fyrir ákvćđi 1. mgr. 23. gr. má útsvar af tekjum manna á [árunum 2014 og 2015]1) nema allt ađ 14,52% af útsvarsstofni.

(2) Ţrátt fyrir ákvćđi 2. tölul. c-liđar 1. mgr. 8. gr. a skal hlutdeild Jöfnunarsjóđs í útsvarstekjum sveitarfélaga af álagningarstofni útsvars á [árunum 2014 og 2015]1) nema 0,99% til jöfnunar vegna málefna fatlađra.

1)Sbr. 7. gr. laga nr. 125/2014.

XVII.
Ákvćđi til bráđabirgđa međ lögum nr. 135/2014.

Fasteignir í c-liđ 3. mgr. 3. gr. sem sćta breyttri ađferđafrćđi fasteignamats yfir í tekjumat í endurmati fasteignamats á árinu 2014 skulu vera undanţegnar 2. mgr. 3. gr. viđ álagningu fasteignaskatts á árunum 2015 og 2016. Stofn til álagningar fasteignaskatts ţeirra eigna á árinu 2015 skal ţess í stađ vera 70% af fasteignamati ţeirra 30. desember 2014 og 30% af fasteignamati 31. desember 2014. Á árinu 2016 skal stofn til álagningar fasteignaskatts sömu eigna vera 30% af fasteignamati ţeirra 30. desember 2015 og 70% af fasteignamati 31. desember 2015.
 
XVIII.
Ákvćđi til bráđabirgđa međ lögum nr. 43/2017.

(1) Ţrátt fyrir ákvćđi 9. gr. skal Jöfnunarsjóđur greiđa sveitarfélögum á árinu 2017 sérstakt framlag ađ fjárhćđ 650 millj. kr. sem skiptast skal hlutfallslega milli ţeirra í samrćmi viđ hlutdeild ţeirra í álögđu heildarútsvari á árinu 2016.

(2) Ráđherra setur í reglugerđ nánari ákvćđi um fyrirkomulag greiđslna og uppgjör á hinu sérstaka framlagi samkvćmt ţessu ákvćđi ađ fenginni umsögn ráđgjafarnefndar Jöfnunarsjóđs.
 
Fara efst á síđuna ⇑