Skattalagasafn ríkisskattstjóra 10.9.2024 22:48:26

Lög nr. 45/1987, kafli 9 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=45.1987.9)
Ξ Valmynd

IX. KAFLI

Ýmis ákvæði.
38. gr.

(1) Þeir menn, sem njóta annarra tekna en launatekna og vilja komast hjá greiðslu [álags]1) á tekjuskatt og útsvar af þessum tekjum, sbr. [122. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]2), skulu greiða fjárhæð sem ætla má að nægi til lúkningar væntanlegri álagningu tekjuskatts og útsvars á þessar tekjur. [Hið sama á við um launamenn sem starfa hjá fleiri en einum launagreiðanda og hafa ekki sætt réttum afdrætti staðgreiðslu af launum skv. 9. gr.]3) Greiðsla þessi skal innt af hendi eigi síðar en 31. janúar næstan á eftir staðgreiðsluári. Greiðslan skal bætast við staðgreiðslu þá sem maðurinn innti af hendi eða innt hefur verið af hendi fyrir hann, á staðgreiðsluári og færast á staðgreiðsluskrá áður en greiðslustaða hans er ákvörðuð skv. 34. gr.

(2) Nánari fyrirmæli um greiðslur, greiðslustaði, skilagreinar og aðra framkvæmd samkvæmt þessari grein skulu settar í reglugerða) af [ráðherra]4).

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 139/1995. 2)Sbr. 71. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 30. gr. laga nr. 128/2009. 4)Sbr. 119. gr. laga nr. 126/2011. a)Reglugerð nr. 37/1989, með síðari breytingum.

39. gr.

Allar tilkynningar, skilagreinar og skýrslur, sem gera skal samkvæmt lögum þessum, skal hlutaðeigandi aðili láta í té ókeypis og í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Launagreiðendur skulu annast allar skyldur sínar samkvæmt lögum þessum án endurgjalds.

40. gr.

Ákvæði annarra laga, er fela í sér að óheimilt sé að innheimta opinber gjöld af bóta- og lífeyrisgreiðslum, skulu ekki gilda gagnvart staðgreiðslu samkvæmt þessum lögum.

41. gr.

Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.*1)

*1)Reglugerð nr. 37/1989, um greiðslur samkvæmt 38. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum. Reglugerð nr. 13/2003, um skil á staðgreiðslu útsvars, tekjuskatts og tryggingagjalds.

 

Fara efst á síðuna ⇑