Skattalagasafn ríkisskattstjóra 10.9.2024 23:33:01

Reglugerð nr. 192/1993, kafli 1 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=192.1993.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI

Almenn ákvæði um innskatt.
1. gr.

(1) Aðili sem skráður hefur verið skv. 5. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, má telja til innskatts þann virðisaukaskatt sem frá og með skráningardegi fellur á kaup hans á skattskyldum vörum og þjónustu til nota í rekstrinum, enda byggist innskattskrafa hans gagnvart ríkissjóði á skjölum og bókhaldi sem fullnægjandi er samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.

(2) Óheimilt er að telja til innskatts virðisaukaskatt af aðföngum sem keypt eru fyrir skráningardag [sbr. þó ákvæði 13. gr.]1) Sama gildir ef gögn og bókhald, sbr. 1. mgr., er ófullnægjandi.

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1237/2015.
 

2. gr.

     Eigi er heimilt að telja til innskatts virðisaukaskatt af aðföngum er varða eftirfarandi:

  1. Kaffistofu eða mötuneyti skattaðila og hvers konar fæðiskaup hans. Þó er heimilt, að teknu tilliti til annarra ákvæða reglugerðar þessarar, að telja til innskatts virðisaukaskatt af þeim hluta byggingar sem nýttur er undir kaffistofu eða mötuneyti, svo og af múr- og naglföstum innréttingum í þeim hluta byggingar. Hins vegar er ekki heimilt að telja til innskatts virðisaukaskatt af lausum innréttingum, húsgögnum, tækjum og áhöldum til nota í kaffistofu eða mötuneyti. (1)
    Selji skattaðili starfsmönnum fæði telst virðisaukaskattur af hráefni, orku og aðkeyptri þjónustu í því sambandi til innskatts eftir almennum reglum. (2)
  2. Öflun eða rekstur íbúðarhúsnæðis fyrir eiganda eða starfsmenn. Skiptir ekki máli í þessu sambandi þótt aðili noti húsnæðið einnig vegna atvinnu sinnar. Til íbúðarhúsnæðis teljast einnig geymsluherbergi og bifreiðageymsla sem byggð er í venjulegum tengslum við íbúð.
  3. Hlunnindi til eiganda eða starfsmanna.
  4. Öflun og rekstur orlofsheimila, sumarbústaða, barnaheimila og þess háttar fyrir eiganda eða starfsmenn.
  5. Risnu og gjafir. Til innskatts má þó telja virðisaukaskatt af innkaupum verðlítils smávarnings sem bersýnilega er ætlaður til notkunar í auglýsingaskyni.
  6. [Öflun, þ.m.t. leigu, og rekstur fólksbifreiða, þ.m.t. skutbifreiða (station) og jeppa, nema aðili hafi með höndum sölu eða leigu þessara bifreiða eða notar þær til farþegaflutninga í ferðaþjónustu samkvæmt sérstöku leyfi Samgöngustofu]3). Sama á við um þær [sendi- og vörubifreiðar]2) 3) með leyfða heildarþyngd 5000 kg eða minna sem ekki uppfylla ákvæði 9. gr. reglugerðar þessarar um gerð og búnað.]1)

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 18/2001. 2)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 1237/20153)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1253/2020.

Fara efst á síðuna ⇑