Skattalagasafn ríkisskattstjóra 3.11.2024 00:18:12

Reglugerð nr. 541/2001 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=541.2001.0)
Ξ Valmynd

Reglugerð
nr. 541/2001, um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna sölu hópferðabifreiða úr landi.*1)

*1)Sbr. reglugerðir nr. 556/2002, 1070/2009, 1142/2014, 1236/2015 og 1010/2022

Gildissvið.
1. gr.

(1) [Eftir ákvæðum reglugerðar þessarar skal endurgreiða rekstraraðilum hópbifreiða, sem undanþegnir eru virðisaukaskatti skv. 6. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, 19,35% af söluverði hópbifreiða sem þeir sannanlega selja úr landi, sbr. þó 2. mgr. Hafi hópbifreiðin verið nýtt í blandaðri starfsemi og virðisaukaskattur af kaupverði hennar að hluta til verið færður til innskatts lækkar endurgreiðslan sem því hlutfalli nemur.]1)

(2) [Endurgreiða skal rekstraraðilum hópbifreiða, sem undanþegnir eru virðisaukaskatti skv. 6. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, 6,45% af söluverði hópbifreiða sem þeir sannanlega selja úr landi. Endurgreiðsla samkvæmt þessu ákvæði tekur til rekstraraðila þeirra hóp­bifreiða sem nýskráðar voru á tímabilinu 1. september 2000 til 31. desember 2003 og notið hafa endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. lögum nr. 57/2001, um breyting á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988, vegna sömu bifreiða. Hafi hópbifreiðin verið nýtt í blandaðri starfsemi og virðisaukaskattur af kaupverði hennar að hluta til verið færður til innskatts lækkar endurgreiðslan sem því hlutfalli nemur.]1)

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1236/2015.

Endurgreiðslubeiðni.
2. gr.

(1) Sækja skal um endurgreiðslu á sérstöku eyðublaði í því formi sem [tollstjórinn]2)3) ákveður.

[(2) Réttur til endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari fellur niður ef umsókn um endurgreiðslu berst [tollstjóra]2) eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.]1)

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 556/20022)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 1236/20153)Sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

Afgreiðsla á umsóknum og skilyrði endurgreiðslu.
3. gr.

(1) [Tollstjórinn]1)2) afgreiðir beiðnir um endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari og annast endurgreiðslu.

(2) Skilyrði endurgreiðslu er að í beiðni um endurgreiðslu sé sýnt fram á með fullnægjandi hætti að mati [ríkisskattstjóra]2) að [hópbifreiðin]1) hafi verið seld úr landi.

(3) [Til að sannreyna fjárhæðir á endurgreiðslubeiðni getur ríkisskattstjóri krafið umsækjanda nánari skýringa á viðskiptunum.]2) Með beiðni um endurgreiðslu skal fylgja frumrit sölureiknings eða greiðsluskjal frá tollyfirvöldum þar sem fram kemur söluverð [hópbifreiðar]1) með áritaðri staðfestingu tollgæslunnar á því að [hópbifreið]1) samkvæmt reikningnum hafi verið seld úr landi.
1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1236/20152)Sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

4. gr.

     Röng skýrslugjöf eða framlagning rangra eða villandi gagna, svo og röng upplýsingagjöf látin í té í því skyni að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar, varðar við 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

5. gr.

     Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 6. gr. laga nr. 105/2000, um breyting á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. 

Fara efst á síðuna ⇑