Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.10.2024 20:12:44

Reglugerð nr. 870/2007 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=870.2007.0)
Ξ Valmynd

Úr reglugerð
nr. 870/2007, um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu.
 

10. gr.
Gagnsæi reikningsskila.

(1) Veitendur flugleiðsöguþjónustu skulu semja ársreikning og leggja hann fram til endurskoðunar og birtingar, hvernig sem eignarhaldi þeirra og rekstrarformi að lögum er háttað. Ársreikningurinn skal saminn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, sbr. lög um ársreikninga nr. 3/2006. Þar sem ekki reynist unnt að ná fullu samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, vegna réttarstöðu þjónustuveitandans, skal hann kappkosta að ná eins miklu samræmi og mögulegt er.

(2) Þegar veitendur flugleiðsöguþjónustu bjóða þjónustupakka skulu þeir í innra bókhaldi sínu tilgreina viðeigandi kostnað og tekjur af flugleiðsöguþjónustu, sundurliðaðar í samræmi við meginreglur Evrópustofnunar um öryggi flugleiðsögu um ákvörðun kostnaðargrunns fyrir leiðargjald og útreikning á gjaldskráreiningum. Þeir skulu einnig, eftir því sem við á, halda annarri þjónustu en flugleiðsöguþjónustu aðskildri í undirreikningi ársreiknings, á sama hátt og krafist yrði af þeim ef þjónustan sem um er að ræða væri veitt af aðskildum fyrirtækjum.
 

11. gr.
Tilnefnt stjórnvald með gagnsæum reikningsskilum.

(1) Tilnefnt eftirlitsstjórnvald um gagnsæi reikningsskila er Flugmálastjórn Íslands.

(2) Ársreikningaskrá er tilnefnt eftirlitsstjórnvald varðandi þau félög er skylt er að beita alþjóðlegum reikningsskilum við gerð samstæðureiknings og ársreiknings, sbr. 90. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006 og félögum sem nýta sér heimild til að beita alþjóðlegum reikningsskilum skv. 92. gr. sömu laga.
 

- - - - - - -
 

14. gr.
Birting ársskýrslu og úttektir.

     Veitendur flugleiðsöguþjónustu skulu birta ársskýrslu sína sem skal vera háð reglubundnu eftirlit óháðs úttektaraðila.
 

Fara efst á síðuna ⇑