Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 08:50:42

Reglugerð nr. 630/2008 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=630.2008.0)
Ξ Valmynd

Úr reglugerð
nr. 630/2008, um ýmis tollfríðindi*1)

*1)Sbr. reglugerð nr. 634/2008.

VI. KAFLI.
Vörur undanþegnar virðisaukaskatti við innflutning.

39. gr.

Eftirfarandi vörur skulu undanþegnar virðisaukaskatti við innflutning:

  1. Loftför og skip. Undanþága þessi nær ekki til loftfara til einkanota, skipa undir 6 metrum að lengd eða skemmtibáta.

  2. Listaverk sem flokkast undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000 og listamaðurinn sjálfur flytur inn eða flutt eru inn á hans vegum.

  3. Ritað mál sem sent er án endurgjalds til vísindastofnana, bókasafna og annarra opinberra stofnana, án tillits til í hvaða formi efnið er, enda sé innflutningurinn ekki í viðskiptaskyni.

  4. Vörur, þó ekki áfengi eða tóbak, sem skráðir aðilar skv. 5. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, flytja inn, enda sé fob-verð sendingar að hámarki kr. 1.500. Skilyrði undanþágu er að um sé að ræða vöru sem heimilt væri að innskatta virðisaukaskatt af, ef hann væri lagður á, skv. 16. gr. laga nr. 50/1988.

---------------

IX. KAFLI
Búnaður björgunarsveita.

42. gr.

(1) Björgunarbúnaður og björgunartæki, önnur en ökutæki, sem björgunarsveitir eða viðurkennd heildarsamtök þeirra flytja inn eru undanþegin aðflutningsgjöldum enda verði þau eingöngu nýtt í starfsemi björgunarsveitar. Tollstjóri getur áskilið að viðurkennd heildarsamtök björgunarsveita lýsi því yfir að um sé að ræða björgunartæki og -búnað sem verða eingöngu nýtt til starfsemi björgunarsveitar.

(2) Ökutæki, sérútbúin til björgunarstarfa, sem björgunarsveitir eða viðurkennd heildarsamtök þeirra flytja inn, eru undanþegin virðisaukaskatti enda séu skilyrði niðurfellingar vörugjalds skv. 17. gr. reglugerðar nr. 331/2000, um vörugjald af ökutækjum, uppfyllt.

(3) Tæki og búnaður sem er undanþeginn aðflutningsgjöldum samkvæmt þessari grein skal auðkenndur sérstaklega með nafni heildarsamtakanna eða viðkomandi björgunarsveitar.
 

---------------

X. KAFLI
Undanþágur frá greiðslu tolla og vörugjalda af aðföngum
til ýmissar atvinnustarfsemi.

------------

Almenn skilyrði.
44. gr.

Almenn skilyrði undanþágu gjalda samkvæmt þessum kafla eru:

  1. Að aðföngin falli undir vörusvið viðkomandi atvinnustarfsemi eins og því er lýst í þessum kafla.

  2. Aðföngin séu ætluð aðilum sem:

    1. stunda atvinnurekstur sem veitir rétt til undanþágu samkvæmt þessum kafla,

    2. hafa tiltekin starfs- og rekstrarleyfi, t.d. iðnaðarleyfi eða flugrekstrarleyfi, og

    3. hafa tilkynnt atvinnureksturinn til skráningar hjá skattstjóra*1) sé það áskilið, skv. 5. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

  3. Að aðföngin verði eingöngu notuð í viðkomandi atvinnustarfsemi.
 1)Nú ríkisskattstjóra, sbr. lög nr. 136/2009.
 
---------------
 

XIII. KAFLI
Framkvæmd undanþága.

------------
 

63. gr.
 

Þegar aðflutningsgjöld eru endurgreidd samkvæmt reglugerð þessari skal þó ekki endurgreiddur sá virðisaukaskattur sem skattskyldir aðilar samkvæmt ákvæðum laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt hafa greitt við innflutning þeirrar vöru sem beiðni lýtur að. Við uppgjör á virðisaukaskatti skal innskattur af innfluttri vöru dreginn frá útskatti samkvæmt þeim lögum og reglugerðum og öðrum fyrirmælum settum samkvæmt þeim.
Endurgreiða skal öðrum aðilum en um ræðir í 1. mgr. þann virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt vegna innflutnings viðkomandi vöru.

Fara efst á síðuna ⇑