Skattalagasafn ríkisskattstjóra 4.12.2024 09:07:25

Reglugerð nr. 990/2001, kafli 2 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=990.2001.2)
Ξ Valmynd

II. KAFLI
Fyrirframgreiðsla vaxtabóta.

13. gr.
Réttur til fyrirframgreiðslu vaxtabóta.

Réttur manns, sbr. 2. gr., til fyrirframgreiðslu vaxtabóta stofnast einungis vegna íbúðar­húsnæðis sem aflað er á árinu 1999 og síðar.

14. gr.
Umsókn um fyrirframgreiðslu.

Umsókn um fyrirframgreiðslu vaxtabóta skal [skilað til ríkisskattstjóra og]1) vera í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður og skal hún studd þeim gögnum sem tilskilin eru. [---]1) Sótt er um í eitt skipti og ákvarðast fyrirfram­greiðslan sjálfkrafa eftir það ef fallist er á umsóknina. Einungis þarf að endurnýja umsókn ef stofnað er til nýrra lána eða ef forsendur fyrir útreikningi vaxtabóta samkvæmt eldri umsókn breytast. Umsókn þarf að hafa borist [ríkisskattstjóra]1) eigi síðar en mánuði eftir lok þess árs­fjórðungs sem fyrirframgreiðslan skal reiknast fyrir.

1)Sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 228/2015.

15. gr.
Útreikningur fyrirframgreiðslu.

(1) Áætlaðar fyrirframgreiddar vaxtabætur skal miða við gjaldfallna og greidda vexti hvers ársfjórðungs af þeim fasteignaveðlánum sem tekin eru til öflunar íbúðarhúsnæðis þó ekki meira en fjórðung af hámarki vaxtagjalda skv. 9. gr., þ.e. [200.000]1) 2) *1) kr. hjá einstaklingi, [250.000]1) 2) *1) kr. hjá einstæðu foreldri, [300.000]1) 2) *1) kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun.

(2) Skilyrði fyrirframgreiðslu er að lánin séu í innheimtu hjá aðilum sem láti skattyfirvöldum í té upplýsingar um greiðslur af þeim í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður, sbr. ákvæði 16. gr. Þetta á einnig við um yfirtekin fasteignaveðlán, en [ríkisskattstjóri]2) skal reikna margfeldisstuðul sem beita skal á afborgun slíkra lána við útreikning á fyrirframgreiðslu.

(3) Frádrátt frá vaxtagjöldum hvers ársfjórðungs, sbr. 1. mgr., skal miða við fjórðung af stað­greiðsluskyldum tekjum síðustu 12 mánaða á undan honum að viðbættum þeim tekjum utan staðgreiðslu sem fram koma á skattframtali fyrra árs. Fyrirframgreiddar vaxtabætur fyrir hvern ársfjórðung skulu eigi vera hærri en fjórðungur af hámarki vaxtabóta, sbr. 11. gr., þ.e. [100.000]1) 2) *2) kr. fyrir einstakling, [125.000]1) 2) *2) kr. fyrir einstætt foreldri, [150.000]1) 2) *2) kr. fyrir hjón eða sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði um samsköttun.

1)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 33/2005. 2)Sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 228/2015. *1)Sjá fjárhæðir skv. 3. mgr. B-liðar 68. gr. laga nr. 90/2003. *2)Sjá fjárhæðir skv. 4. mgr. B-liðar 68. gr. laga nr. 90/2003.

16. gr.
Upplýsingaskylda lánastofnana o.fl.

(1) Lánastofnanir, lífeyrissjóðir og aðrir aðilar sem veita lán til íbúðakaupa gegn veði í fast­eign skulu veita skattyfirvöldum nauðsynlegar upplýsingar til að ákvarða fyrirframgreiðslu vaxtabóta. Upplýsingarnar skulu vera í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

(2) Séu lántakendur fleiri en einn, en hvorki hjón né sambýlisfólk, sbr. 3. mgr. [62. gr.]1) laga nr. [90/2003]1), skal upplýsingum skilað í samræmi við hlutdeild viðkomandi lántaka í láninu.

1)Sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 559/2004.
 

17. gr.
Útborgun fyrirframgreiðslu.

(1) Áætlaðar vaxtabætur skulu greiddar út fjórum [sinnum á ári]2) sam­kvæmt þessari grein. Vaxtabætur fyrir tímabilið janúar, febrúar og mars skal greiða út [1. júlí]2) á tekjuárinu. Vaxtabætur fyrir tímabilið apríl, maí og júní greiðast út [1. október]2). Vaxta­bætur fyrir tímabilið júlí, ágúst og september skal greiða 1. febrúar næsta ár á eftir tekjuárinu. Vaxtabætur fyrir tímabilið október, nóvember og desember greiðast út 1. maí.

(2) Fyrirframgreiðsla kemur ekki til útborgunar fyrr en fjárhæð hennar nemur [5.000]1) 2) *1) kr.

(3) Við álagningu opinberra gjalda að tekjuári liðnu skal fara fram endanleg ákvörðun á vaxta­bótum vegna tekjuársins.

1)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 33/2005. 2)Sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 228/2015. *1)Sjá fjárhæð skv. 4. mgr. B-liðar 68. gr. laga nr. 90/2003.

18. gr.
Kæruleiðir.

[Ríkisskattstjóri]1) skal svara umsókn um fyrirframgreiðslu vaxtabóta eigi síðar en 30 dögum eftir að umsóknarfresti skv. 14. gr. lýkur og gera umsækjanda grein fyrir þeim forsendum sem lagðar verða til grundvallar við útreikning fyrirframgreiðslunnar. Uppfylli lánin ekki skilyrði fyrir fyrirframgreiðslu, upplýsingar eða tilskilin gögn vantar eða á þeim eru annmarkar skal [ríkisskattstjóri]1) gera umsækjanda grein fyrir því og gefa honum 10 daga frest til að koma að athugasemdum, leggja fram tilskilin gögn eða bæta úr annmörkum á þeim. [Ríkisskattstjóri]1) skal innan 15 daga kveða upp úrskurð sinn. [---]1) Úrskurður ríkis­skattstjóra [um fyrirframgreiðslu vaxtabóta]1) er endanleg ákvörðun málsins á stjórnsýslustigi.

1)Sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 228/2015
 

Fara efst á síðuna ⇑