IV. KAFLI
Skýrsla stjórnar.
8. gr.
Skýrsla stjórnar.
8. gr.
(1) Í skýrslu stjórnar skal upplýsa um aðalstarfsemi og gefa yfirlit yfir þróun, stöðu og árangur í rekstri félagsins ásamt lýsingu á megináhættu- og óvissuþáttum sem það stendur frammi fyrir. Hversu ítarlegar upplýsingar þarf að veita ræðst m.a. af því hversu margbrotin starfsemin er, umfangi rekstrar og stærð viðkomandi félags.
(2) Að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er til að skilja þróun og árangur í starfsemi félagsins skal yfirlitið fela í sér lykilvísbenda um fjárhagslegan árangur og, ef við á, um ófjárhagsleg atriði sem gætu t.d. tengst starfsmannamálum, þekkingarforða og óefnislegum eignum. Einingar tengdar almannahagsmunum og móðurfélög stórra samstæðna skulu í samræmi við ákvæði 66. gr. d. í lögum um ársreikninga einnig láta fylgja í yfirliti með skýrslu stjórnar ófjárhagslegar upplýsingar um áhrif starfseminnar á m.a. umhverfi. Lítil félög og örfélög eru undanþegin ákvæðum þessarar málsgreinar.
9. gr.
Í félagi sem gefið hefur út verðbréf sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði innan Evrópska efnahagssvæðisins skal hver og einn stjórnarmaður, í samræmi við ákvæði 66. gr. b. laga um ársreikninga, nr. 3/2006, undirrita yfirlýsingu þar sem fram kemur nafn hans og verksvið innan stjórnar félagsins. Í yfirlýsingunni skal koma fram að samkvæmt bestu vitneskju stjórnarmanna geymi skýrsla stjórnar glöggt yfirlit yfir þróun og árangur í rekstri félagsins, stöðu þess og lýsi helstu áhættu- og óvissuþáttum sem félagið stendur frammi fyrir. Í þeim tilfellum þar sem upplýsingar þær er veita skal, þannig að glöggt yfirlit náist, eru hluti af upplýsingagjöf stjórnenda skal í skýrslu stjórnar vísa til upplýsinganna með þeim hætti að ótvírætt sé að þær teljist í skilningi laga hluti af skýrslu stjórnar í ársreikningi.
10. gr.
Félagi sem ber að birta yfirlýsingu um stjórnarhætti sína, sbr. ákvæði í 66. gr. c. í lögum nr. 3/2006 um ársreikninga, skal í upplýsingagjöf um helstu þætti innra eftirlits og áhættustýringar í tengslum við reikningsskilaferlið einnig gera grein fyrir þeim þáttum innra eftirlits og áhættustýringar sem liggja að baki viðbótarupplýsingagjöf sem telst í skilningi laga til skýrslu stjórnar.