I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Almenn ákvæði.
Almenn ákvæði.
1. gr.
Almenn ákvæði.
(1) Þau félög, sem skylt er að semja ársreikninga og eftir atvikum samstæðureikninga skv. lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, skulu semja efnahagsreikning, rekstrarreikning og skýringar í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar. Ef við á skal ársreikningurinn einnig innihalda skýrslu stjórnar og sjóðstreymisyfirlit. Jafnframt skal áritun endurskoðanda eða staðfesting skoðunarmanns fylgja ársreikningnum ef við á.
(2) Þeir aðilar, sem semja skulu ársreikninga samkvæmt ákvæðum III. kafla laga um bókhald, nr. 145/1994, en kjósa að semja ársreikninga sína samkvæmt ákvæðum laga um ársreikninga, skulu fara að ákvæðum I.-VI. kafla reglugerðar þessarar.
(3) Stjórnendur skulu leggja mat á mikilvægi við gerð ársreiknings og hvort reikningsskilin gefi glögga mynd af afkomu og fjárhagsstöðu félagsins eða samstæðunnar. Stjórnendur skulu í framhaldi af því leggja mat á hvort bæta þurfi við upplýsingum í ársreikning félagsins eða samstæðureikning svo glögg mynd náist, þ.m.t. hvort að birta þurfi sjóðstreymisyfirlit fyrir félag sem annars er ekki skylt að gera slíkt yfirlit, eða birta ítarlegri sundurliðanir, skýringar eða upplýsingar í skýrslu stjórnar en gerð er krafa um í lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, eða reglugerð þessari.