Skattalagasafn ríkisskattstjóra 5.5.2024 11:00:00

Reglugerð nr. 598/1999, kafli 4 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=598.1999.4)
Ξ Valmynd

IV. KAFLI
Ýmis ákvæði.

Eftirlit.
14. gr.

(1) Eftirlitsaðilar bókhalds og aðrir þeir sem eiga rétt á upplýsingum úr bókhaldi, skulu hafa hindrunarlausan og ókeypis aðgang að nauðsynlegum hjálpartækjum til afnota hjá hinum bókhaldsskylda aðila til að finna og lesa færslur og gögn úr rafrænum bókhaldskerfum.

(2) Öryggisafrit, sbr. 13. gr., skulu vera aðgengileg eftirlitsaðilum á hverjum tíma.

Viðurlög.
15. gr.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu skv. IV. kafla laga nr. 145/1994, um bókhald, með síðari breytingum.

Gildistaka.
16. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 42. gr. laga um bókhald, öðlast þegar gildi.
 

Fara efst á síðuna ⇑