Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.9.2024 11:09:32

Reglugerð nr. 515/1996, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=515.1996.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
Afskráning.

8. gr.

(1) Hætti aðili skráningarskyldri starfsemi eða uppfylli hann ekki lengur skilyrði 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. skal hann tilkynna [ríkisskattstjóra]1) um það eigi síðar en átta dögum eftir að breyting átti sér stað. [Ríkisskattstjóri]1) úrskurðar aðila af skrá.

(2) Hafi aðili eigi tilkynnt lok skráningarskyldrar starfsemi sinnar skv. 1. mgr. og [ríkisskattstjóri]1) telur að ekki sé um skráningarskylda starfsemi að ræða skal [hann]1) úrskurða aðila af skrá.

(3) Aðila sem skráður er skv. 4. eða 6. gr. ber að tilkynna [ríkisskattstjóra]1) um það þegar ljóst þykir að forsendur skráningarinnar eru ekki lengur til staðar. [Ríkisskattstjóri]1) úrskurðar aðila af skrá.

(4) Hafi starfsemi aðila verið skráð skv. 4. gr. og skilyrði 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. hafa ekki verið uppfyllt á tólf mánaða tímabili, skal [ríkisskattstjóri]1) úrskurða aðila af skrá nema áframhaldandi skráning hafi verið veitt eða sett trygging fyrir innskatti skv. 6. gr. Uppfylli aðili, sem skráður hefur verið skv. 6. gr., ekki lengur skilyrði um fullnægjandi tryggingu eða sé tímamörkum 2. mgr. 6. gr. náð skal [ríkisskattstjóri]1) úrskurða hann af skrá. 

1)Sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

9. gr.

(1) Tilkynni aðili sig út af skrá eða er tekinn af skrá á grundvelli úrskurðar [ríkisskattstjóra]1), skal telja vörubirgðir, vélar, tæki og aðra rekstrarfjármuni til skattskyldrar veltu á því uppgjörstímabili er starfsemi lýkur, sbr. 3. mgr. 11. gr. laga nr. 50/1988.

(2) Verði við lok starfsemi breyting á forsendum fyrir frádrætti innskatts vegna varanlegra rekstrarfjármuna skal aðili leiðrétta innskatt í samræmi við IV. kafla reglugerðar nr. 192/1993, um innskatt.

(3) Hafi aðili gefið rangar eða villandi upplýsingar, t.d. varðandi skráningu eða skattskil, og með þeim hætti haft fé af ríkissjóði ber honum að endurgreiða þann innskatt sem hann hefur fengið afgreiddan á grundvelli þeirra upplýsinga. 

1)Sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

Fara efst á síðuna ⇑