IV. KAFLI
Ýmis ákvæði.
(1) Um uppgjörstímabil og gjalddaga þeirra aðila sem eru nýir á skrá fer eftir ákvæðum 3. gr. reglugerðar nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti. [---]1)
(2) Aðili sem fengið hefur skráningu skv. 4. eða 6. gr., skal skila sérstakri virðisaukaskattsskýrslu vegna þeirrar starfsemi, þótt hann hafi með höndum aðra skattskylda starfsemi.
(3) [Ríkisskattstjóri]2) skal hafa eftirlit með því að aðeins skráningarskyldir aðilar séu á virðisaukaskattsskrá.
1)Sbr. reglugerð nr. 378/1997. 2)Sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.
Synjun [ríkisskattstjóra]1) um skráningu er kæranleg skv. 29. gr. laga nr. 50/1988.
1)Sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.
(1) Tryggingum skv. 6. gr. er ætlað að tryggja greiðslu á virðisaukaskatti skv. 9. gr.
(2) Trygging skv. 6. gr. fellur úr gildi í eftirfarandi tilvikum:
-
Þegar aðili uppfyllir skilyrði 2. eða 4. gr.
-
Þegar aðili hefur hætt skráningarskyldri starfsemi og staðið innheimtumanni ríkissjóðs skil á þeim virðisaukaskatti sem honum bar að standa skil á skv. 9. gr.
-
Þegar eigendaskipti verða á fyrirtæki skv. 4. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988 og hinn nýi eigandi hefur sett fullnægjandi tryggingu fyrir innskatti skv. 6. gr.
Röng skýrslugjöf eða framlagning rangra eða villandi gagna, svo og röng upplýsingagjöf látin í té í því skyni að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti varðar við 40. gr. laga nr. 50/1988.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 5. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 1997. Frá 1. október 1996 fellur úr gildi reglugerð nr. 150/1996, sbr. reglugerð nr. 273/1996.
Bráðabirgðaákvæði.
Bráðabirgðaákvæði með reglugerð nr. 515/1996 er ekki birt hér.