Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 15:46:17

Reglugerð nr. 50/1993, kafli 6 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=50.1993.6)
Ξ Valmynd

VI. KAFLI

Ýmis ákvæði.
31. gr.

     Í lok hvers reikningsárs skal telja vörubirgðir og reikna út verðmæti þeirra. Á vörutalningarlista skal koma fram magn, einingarverð og útreiknað verðmæti hverrar einstakrar vörutegundar, ásamt samtölu. Ef tilgreint einingarverð á vörutalningarlista er söluverð vöru skal skilmerkilega skýrt og rökstutt hvernig kostnaðarverð vörubirgða alls er reiknað út.

32. gr.

(1) [Skattaðilar skulu geyma bókhald sitt, bókhaldsfylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Þeim sem nota sjóðvélar er þó ekki skylt að varðveita innri strimla lengur en þrjú ár frá lokum viðkomandi reikningsárs enda liggi fyrir fullfrágengið bókhald og undirritaður ársreikningur. Þó skal ávallt varðveita bókhaldsgögn vegna byggingar, viðhalds og endurbóta fasteigna jafnlengi og leiðréttingarskylda varir, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

(2) Ákvæði í lögum og reglugerð um bókhald varðandi geymslu gagna sem varðveitt eru á tölvutæku formi, á örfilmu eða annan sambærilegan hátt, gilda um bókhald virðisaukaskattsskyldra aðila eftir því sem við getur átt.]1)

(3) [Um öryggisafrit rafræns bókhalds og rafrænna bókhaldsgagna fer skv. 11. gr. reglugerðar nr. 505/2013.]2)3)

1)Sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 136/1997. 2)Sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 599/1999. 3)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 615/2013.

[33. gr.]1)

1)Sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 599/1999.

34. gr.

     Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu skv. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

35. gr.

     Reglugerð þessi er sett með stoð í 23. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 5. mgr. 18. gr. og 1. mgr. 21. gr. laganna, og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 501/1989, með áorðnum breytingum, og reglugerð nr. 531/1989, um sjóðvélar.

Fylgiskjal.

Eftirtaldar verslanir og þjónustuaðilar falla undir ákvæði 8. gr. reglugerðar þessarar:

  1. Bakarí
    Bensínstöðvar
    Blómaverslanir
    Bóka- og ritfangaverslanir
    Búsáhaldaverslanir
    Byggingavöruverslanir
    Fiskverslanir
    Frímerkjaverslanir
    Gjafavöruverslanir
    Hannyrðaverslanir
    Heimilistækjaverslanir
    Hljóðfæraverslanir
    Hljómplötuverslanir
    Húsgagnaverslanir
    Leikfangaverslanir
    Ljósmyndavöruverslanir
    Lyfjaverslanir
    Matvöruverslanir
    Mjólkurvöruverslanir
    Raftækjaverslanir
    Skóverslanir
    Torgverslanir, sem slíka starfsemi stunda að staðaldri
    Tóbaks- og sælgætisverslanir
    Úra- og skartgripaverslanir
    Vefnaðarvöruverslanir
    Véla- og varahlutaverslanir

  2. Efnalaugar
    Fjölritunar- og ljósritunarstofur
    Gistihús
    Hárgreiðslu- og rakarastofur
    Kaffihús
    Ljósmyndastofur
    Pylsuvagnar
    Skyndibitastaðir
    Smurbrauðstofur
    Snyrtistofur
    Sundstaðir, heilsuræktar-, gufubaðs- og nuddstofur
    Veitingahús

  3. Aðilar sem stunda eftirfarandi starfsemi:
    Dún- og fiðurhreinsun
    Glerslípun, ásamt gler- og speglasölu
    Hjólbarðaviðgerðir og hjólbarðasala
    Leirsmíði og postulínssala
    Skóviðgerðir
    Viðgerðir á úrum, klukkum og skartgripum

  4. Aðrir aðilar sem stunda hliðstæða eða sambærilega starfsemi og getið er um í a- til c-lið hér að framan.
     

Fara efst á síðuna ⇑