Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.4.2024 23:01:32

Reglugerð nr. 50/1993, kafli 5 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=50.1993.5)
Ξ Valmynd

V. KAFLI

Um bókhald þeirra sem undanþegnir eru skyldu til að halda tvíhliða bókhald.
28. gr.

     Skattaðilar, [sem undanþegnir eru skyldu til færslu tvíhliða bókhalds]1), skulu færa innkaup sín og sölu á skattskyldri vöru og þjónustu í sérstök bókhaldshefti í því formi sem ríkisskattstjóri samþykkir. [---]1) Þeir sem færa tvíhliða bókhald, án þess að þeim sé það skylt, skulu haga færslu bókhalds síns eftir ákvæðum IV. kafla reglugerðar þessarar.

1)Sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 136/1997.

29. gr.

     Skattaðilar, sem undanþegnir eru skyldu til færslu tvíhliða bókhalds, skulu í lok hvers uppgjörstímabils stemma færslur í sjóðbók á tímabilinu af við færslur í bókhaldshefti skv. 28. gr. með því að taka tillit til útistandandi sölu og ógreiddra innkaupa við upphaf og lok uppgjörstímabilsins. Í þessu sambandi skal taka tillit til skattskyldra innborgana í viðskiptum skv. 3. mgr. 13. gr. laga nr. 50/1988.

30. gr.

(1) Í bókhaldshefti, sbr. 28. gr., skal færa sérstaklega sérhverja sölu eða afhendingu skattskyldrar vöru eða þjónustu, svo og sérhver kaup á skattskyldum vörum eða þjónustu til nota í rekstrinum, sbr. nánar III. kafla reglugerðar þessarar. Þó er heimilt að færa í einu lagi niðurstöðutölur sjóðbóka og undirbóka í sjálf bókhaldsheftin.

(2) Ríkisskattstjóri getur sett nánari reglur um hvernig færslum í bókhaldshefti skuli hagað.
 

Fara efst á síðuna ⇑