Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.10.2024 20:44:13

Reglugerð nr. 50/1993, kafli 1 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=50.1993.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI

Inngangsákvæði.
1. gr.

(1) Allir, sem skattskyldir eru samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, skulu halda bókhald yfir kaup sín og sölu á virðisaukaskattsskyldum vörum og þjónustu eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð þessari. Gildir þetta einnig um þá sem ekki eru taldir bókhaldsskyldir samkvæmt lögum nr. [145/1994]1), um bókhald.

(2) Skattaðilar, sem skyldir eru til að halda tvíhliða bókhald, sbr. [2. og 3. gr. laga nr. 145/1994]1), skulu haga bókhaldi sínu eftir ákvæðum IV. kafla reglugerðar þessarar, sbr. III. kafla.

(3) Skattaðilar, sem ekki eru bókhaldsskyldir eða eru undanþegnir skyldu til að halda tvíhliða bókhald, skulu halda bókhald vegna virðisaukaskatts samkvæmt ákvæðum V. kafla reglugerðar þessarar, sbr. III. kafla.

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 136/1997.

2. gr.

Þeir, sem skyldir eru til að halda tvíhliða bókhald, sbr. [2. og 3. gr. laga nr. 145/1994]1), skulu fyrirfram skipuleggja tekjuskráningu og færslu bókhalds vegna virðisaukaskatts. Í bókhaldsgögnum skal liggja fyrir skrifleg lýsing á því hvernig tekjuskráningu er hagað, sbr. II. kafla, og hvaða aðferð er notuð við færslu á skattreikninga, sbr. 24.-26. gr.

1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 136/1997.

Fara efst á síðuna ⇑