Skattalagasafn rÝkisskattstjˇra 29.5.2024 07:39:46

Regluger­ nr. 449/1990 (slˇ­: www.skattalagasafn.is?reg=449.1990)
Ξ Valmynd

Reglugerð
nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði.*1)

*1)Sbr. reglugerðir nr. 489/1992, 30/1993, 357/1995, 347/1996, 421/1996, 697/1996, 574/1999, 561/2002, 439/2009, 639/20121183/2014 og 1010/2022.
 

I. KAFLI
Upphafsákvæði.

1. gr.

Eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð þessari skal endurgreiða

 1. [[[60% virðisaukaskatts]1)]2)]3) *1) sem byggjendur íbúðarhúsnæðis hafa greitt vegna vinnu manna á byggingarstað,
 2. [[[[60% virðisaukaskatts]1)]2)]3)]4) *2) sem eigendur íbúðarhúsnæðis hafa greitt vegna vinnu manna við endurbætur eða viðhald þess, og
 3. hluta virðisaukaskatts af söluverði íbúðarhúsa sem framleidd eru í verksmiðju [---]5).
   

1)Sbr. a- og b-lið 1. gr. reglugerðar nr. 489/1992. 2)Sbr. a- og b-lið 1. gr. reglugerðar nr. 30/1993. 3)Sbr. a- og b-lið 1. gr. reglugerðar nr. 347/1996. (b-liður 1. gr. reglugerðar nr. 347/1996 var felldur brott með 1. gr. reglugerðar nr. 421/1996 enda hafði hann ekki lagastoð.) 4)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 697/1996. 5)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 574/1999. *1)Tók gildi 1. júlí 1996 sbr. 1. gr. laga nr. 86/1996. *2)Tók gildi 1. janúar 1997 sbr. 9. gr. laga nr. 149/1996.

2. gr.

(1) Endurgreiðsla samkvæmt reglugerð þessari tekur ekki til orlofshúsa, sumarbústaða eða bygginga fyrir starfsemi sem fellur undir ákvæði 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt. [Þá tekur endurgreiðsla ekki til virðisaukaskatts sem færa má til innskatts, sbr. VII. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.]1)

[(2) Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari er að seljandi vöru og þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.]2)

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 561/2002. 2)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1183/2014.

II. KAFLI
Um endurgreiðslu vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds.

Virðisaukaskattur sem endurgreiðslan tekur til.
3. gr.

(1) Endurgreiðsla skv. a-lið 1. gr. tekur til virðisaukaskatts vegna allrar vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhúsnæðis við nýbyggingu þess, þ.m.t. vinnu við framkvæmdir við lóð hússins, jarðvegslagnir umhverfis hús, girðingar, bílskúra og garðhýsa á íbúðarhúsalóð. Endurgreiðsla skv. b-lið 1. gr. tekur á sama hátt til virðisaukaskatts vegna allrar vinnu manna við endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis.

(2) Endurgreiðsla skv. 1. mgr. tekur bæði til virðisaukaskatts sem greiddur hefur verið samkvæmt reikningum verktaka vegna vinnu manna á þeirra vegum, og virðisaukaskatts sem byggingaraðili hefur samkvæmt byggingarbókhaldi sínu greitt af vinnu sinni og starfsmanna sinna, sbr. reglugerð nr. 576/1989, um virðisaukaskatt af byggingarstarfsemi

4. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. tekur endurgreiðslan ekki til virðisaukaskatts sem greiddur er af eftirfarandi:

 1. Vinnu veitufyrirtækja við lagnir að og frá húsi.
 2. [Vinnu [stjórnenda skráningarskyldra ökutækja,]2) stjórnenda farandvinnuvéla og vinnuvéla, sem skráningarskyldar eru í vinnuvélaskrá, á byggingarstað.]1)
 3. Vinnu sem unnin er á verkstæði. Þá skal ekki endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu sem unnin er með vélum sem settar eru upp á byggingarstað til aðvinnslu á vöru eða efni til íbúðarbyggingar, endurbóta eða viðhalds ef þessi vinna er að jafnaði unnin á verkstæði eða í verksmiðju.
 4. Hvers konar sérfræðiþjónustu, svo sem þjónustu verkfræðinga, tæknifræðinga og arkitekta.
 5. Vinnu við ræstingu, garðslátt, skordýraeyðingu og aðra reglulega umhirðu íbúðarhúsnæðis sem ekki verður talin viðhald eignar. 

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 639/2012. 2)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 1183/2014.

Aðilar sem rétt eiga til endurgreiðslu.

5. gr.

(1) Rétt til endurgreiðslu skv. a-lið 1. gr. á hver sá sem byggir á eigin lóð eða leigulóð íbúðarhúsnæði á eigin kostnað til eigin nota, leigu eða sölu. Rétt til endurgreiðslu skv. b-lið 1. gr. á hver sá sem framkvæmir endurbætur eða viðhald á íbúðarhúsnæði í sinni eigu. [Rétt til endurgreiðslu samkvæmt a- og b- lið á einnig sá sem byggir eða framkvæmir endurbætur eða viðhald á íbúðarhúsnæði, þó það sé að hluta notað undir virðisaukaskattsskylda starfsemi, enda geti sá hinn sami ekki talið þann virðisaukaskatt til innskatts.]1)

(2) Við eigendaskipti á íbúðarhúsnæði í byggingu hefur sá rétt til endurgreiðslu sem greitt hefur reikning þann sem endurgreiðsla tekur til. Skiptir ekki máli hvort vinnan er innt af hendi fyrir eða eftir gerð kaupsamnings.

(3) Samvinnufélag sem byggir íbúðir fyrir félagsaðila sína og sér alfarið um byggingarbókhald í því sambandi telst húsbyggjandi í skilningi reglugerðar þessarar. Félagsaðilar fá þó endurgreiddan virðisaukaskatt vegna sérkostnaðar sem þeir hafa sjálfir staðið fyrir og greitt beint vegna íbúða sinna.

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 357/1995.

6. gr.

(1) Þegar tveir eða fleiri aðilar eru með sameiginlegan byggingarkostnað sem sameiginlegur reikningur er fyrir skal endurgreiða hverjum þeirra sinn hlut samkvæmt eignarhlutfalli nema einn þeirra leggi fram umboð hinna til að taka við endurgreiðslu. Sama gildir þegar tveir eða fleiri aðilar hafa sameiginlegan kostnað við endurbætur eða viðhald.

(2) [Húsfélög sem hafa kennitölu eiga rétt til endurgreiðslu vegna sameiginlegs kostnaðar við endurbætur og viðhald húseignar félagsaðila.]1) 

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 439/2009.

Endurgreiðslubeiðni og önnur gögn.
7. gr.

(1) Þeir sem eiga rétt á endurgreiðslu samkvæmt þessum kafla skulu senda [Skattinum]1)2) endurgreiðslubeiðni með greinargerð um greidda vinnureikninga á viðkomandi endurgreiðslutímabili og/eða reiknaðan virðisaukaskatt vegna vinnu sinnar og starfsmanna sinna.

(2) Þegar um er að ræða endurgreiðslubeiðni vegna sameiginlegs byggingarkostnaðar, sbr. 1. mgr. 6. gr., skulu aðilar leggja fram sameiginlega greinargerð fyrir honum. Sú greinargerð skal vera fylgiskjal með endurgreiðslubeiðni hvers og eins nema einn þeirra hafi umboð hinna til að taka við endurgreiðslu fyrir þeirra hönd. 

1)Sbr. 3. gr. reglugeraðar nr. 1183/20142)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

8. gr.

(1) [[Endurgreiðslubeiðnir skulu að því er aðkeypta þjónustu varðar byggjast á sölureikningum er fullnægja skilyrðum reglugerðar nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.]1)]2) Ef um er að ræða [kaup]2) annars vegar á vinnu á byggingarstað, sbr. 3. gr., og hins vegar á efni, vinnuvélaþjónustu eða vinnu sem um ræðir í 4. gr., skulu þessir þættir skýrt aðgreindir og sala vinnu á byggingarstað, sbr. 3. gr., tilgreind sérstaklega. [Frumrit sölureiknings skal fylgja endurgreiðslubeiðni annarra en byggingaraðila sem byggja til sölu eða leigu í skilningi reglugerðar nr. 576/1989.]2) [Ef sótt er um endurgreiðslu með rafrænum hætti getur ríkisskattstjóri heimilað að rafrænn sölureikningur, myndrit sölureiknings eða hreyfingarlistar fylgi endurgreiðslubeiðni í stað frumrits sölureiknings.]3)

(2) [[Endurgreiðslubeiðnir skulu að því er varðar vinnu byggingaraðila sjálfs og starfsmanna hans byggjast á fullnægjandi bókhaldi skv. 7. gr. reglugerðar nr. 576/1989.]1)]2)

(3) Fyrir 20. janúar ár hvert skulu þeir sem sótt hafa um endurgreiðslu samkvæmt reglum þessa kafla senda [Skattinum]3)4) útfyllta launamiða [(RSK 2.01)]1) vegna greiddra launa og verktakagreiðslna. [Með fullnægjandi tilgreiningu greiddra vinnureikninga á endurgreiðslubeiðni telst skyldu til launamiðaútgáfu fullnægt hjá öðrum en þeim sem eru bókhaldsskyldir vegna viðkomandi framkvæmda, sbr. lög nr. 145/1994 um bókhald.]2) [Jafnframt skulu þeir sem óskað hafa endurgreiðslu vegna nýbygginga senda [Skattinum]3)4) með skattframtali sínu húsbyggingarskýrslu á forminu RSK 3.03 eftir því sem formið gefur tilefni til.]2)

[(4) Skylt er að varðveita sölureikninga og önnur gögn sem umsókn byggist á í sjö ár frá lokum þess árs er sótt var um endurgreiðslu.]3)

1)Sbr. 1. tölul. 2. gr. reglugerðar nr. 357/1995. 2)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 561/2002. 3)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 1183/20144)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

III. KAFLI
[Um endurgreiðslu vegna verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa eða húseininga.]1) 

1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 439/2009. 

Aðilar sem rétt eiga til endurgreiðslu.
9. gr.

     [Rétt til endurgreiðslu samkvæmt ákvæðum þessa kafla eiga þeir sem framleiða hér á landi eða flytja inn verksmiðjuframleidd íbúðarhús eða húseiningar.]1) 2) Lóðahafar, sem kaupa verksmiðjuframleidd íbúðarhús, fá endurgreiddan virðisaukaskatt vegna vinnu manna við grunn o.fl., sbr. ákvæði II. kafla reglugerðar þessarar.

1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 574/1999.   2)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 439/2009.

Stofn til endurgreiðslu.
10. gr.

(1) Endurgreiðsla samkvæmt ákvæðum þessa kafla skal nema eftirtöldu hlutfalli af heildarsöluverði verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa að meðtöldum [24%]5) virðisaukaskatti:

 1. Sé verksmiðjuframleitt hús afhent fullgert: [7,60%]1) 2) 3) 4) 5) af söluverði að meðtöldum virðisaukaskatti.
 2. Sé verksmiðjuframleitt hús afhent tilbúið undir málningu og innréttingu: [8,60%]1) 2) 3) 4) 5) af söluverði að meðtöldum virðisaukaskatti.
 3. Sé verksmiðjuframleitt hús afhent fokhelt: [6,15%]1) 2) 3) 4) 5) af söluverði að meðtöldum virðisaukaskatti.
   

(2) Hlutföll endurgreiðslu, sbr. 1. mgr., miðast við að hús sé afhent uppsett til kaupanda á grunni sem hann leggur til.

(3) [Sé verksmiðjuframleitt hús eða húseining afhent óuppsett skal endurgreiðsla nema [5,35%]5) af söluverði að meðtöldum virðisaukaskatti.]4)

1)Sbr. a-, b- og c-lið 2. gr. reglugerðar nr. 489/1992. 2)Sbr. a-, b- og c-lið 2. gr. reglugerðar nr. 30/1993. 3)Sbr. a-, b- og c-lið 2. gr. reglugerðar nr. 347/1996.  4)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 439/2009. 5)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 1183/2014.

11. gr.

     [Endurgreiðsla fyrir hvert endurgreiðslutímabil skal taka til þeirra verksmiðjuframleiddra húsa eða húseininga sem afhent eru á tímabilinu.]2) Hafi sölureikningur verið gefinn út [---]2) áður en afhending fór fram skal þó miða við útgáfudag reiknings. Jafnframt skal endurgreiða virðisaukaskatt vegna fyrirframgreiðslna (innborgana fyrir afhendingu) á endurgreiðslutímabilinu, enda hafi fullnægjandi sölureikningur eða kvittun, sbr. 7. gr. reglug. nr. [50/1993]1),verið gefin út vegna innborgunar.

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 357/1995.   2)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 439/2009.

Endurgreiðslubeiðni.
12. gr.

     [Þeir sem eiga rétt á endurgreiðslu vegna verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa eða húseininga skulu eigi síðar en 15. dag næsta mánaðar eftir að endurgreiðslutímabili lýkur senda [Skattinum]2)3) endurgreiðslubeiðni með greinargerð um fjölda afhentra íbúðarhúsa eða húseininga og verð.]1)

 1)Sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 439/2009. 2)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1183/20143)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

IV. KAFLI
[Framkvæmd endurgreiðslu.]1)

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 561/2002.

13. gr.

(1) [Sækja skal um endurgreiðslu á sérstökum eyðublöðum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

(2) Hvert endurgreiðslutímabil er tveir mánuðir (janúar og febrúar, mars og apríl, o.s.frv.). Endurgreiðslutímabil fyrir byggingaraðila skv. reglugerð nr. 576/1989 og seljendur verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa, sem gera upp virðisaukaskatt skv. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti, skal þó vera almanaksárið. Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. málsl. skal endurgreiðsla vegna aðkeyptrar vinnu verktaka við viðhald og endurbætur fara fram eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en [30 dögum eftir að [Skattinum]3)]2) barst endurgreiðslubeiðnin.

(3) Skilafrestur vegna hvers endurgreiðslutímabils, skv. 1. og 2. málsl. 2. mgr., er til 15. dags næsta mánaðar eftir lok tímabilsins. Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endurgreiðsla fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag. Beri daga þessa upp á helgidag eða almennan frídag færist fresturinn til næsta virka dags á eftir. Endurgreiðslubeiðnir sem berast eftir lok skilafrests skulu afgreiddar með greinargerðum næsta endurgreiðslutímabils.]1)

1)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 561/2002. 2)Sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 1183/20143)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

14. gr.

(1) [[Til að sannreyna fjárhæðir á endurgreiðslubeiðni getur ríkisskattstjóri krafið aðila um framlagningu reikninga, greiðslukvittana og annarra gagna, svo sem kaupsamning, lóðasamning og teikningar.]2)4) [Ríkisskattstjóri]3) skal tilkynna innheimtumanni ríkissjóðs um samþykki sitt til endurgreiðslu. Innheimtumaður annast endurgreiðslu.

(2) Afgreiðslufrestir skv. 13. gr. framlengjast ef [ríkisskattstjóri]3) getur vegna aðstæðna aðila ekki gert nauðsynlegar athuganir á gögnum þeim sem beiðnin byggist á, þ.m.t. vegna þeirra atvika sem lýst er í 4. mgr. 25. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.]1)

1)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 561/2002. 2)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 439/2009. 3)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1183/20144)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

15. gr.

     [Réttur til endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari fellur niður ef umsókn um endurgreiðslu berst [Skattinum]2) eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.]1)

1)Sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 561/20022)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

16. gr.

(1) Komi í ljós að endurgreiðsla samkvæmt reglugerð þessari hafi verið of há skal [ríkisskattstjóri]1) þegar í stað tilkynna aðila og innheimtumanni ríkissjóðs þar um og ber móttakanda endurgreiðslu eigi síðar en sjö dögum eftir dagsetningu tilkynningar [ríkisskattstjóra]1) að endurgreiða innheimtumanni það sem ofgreitt var. Sama gildir ef móttakandi endurgreiðslu sinnir ekki skyldu skv. 3. mgr. 8. gr. til að senda launamiða eða húsbyggingarskýrslu. Innheimtumaður skal í þessum tilvikum endurkrefja aðila um þá fjárhæð sem hann hefur fengið greidda.

(2) Um dráttarvexti vegna of hárrar endurgreiðslu og annarra atvika sem um ræðir í 1. mgr. fer skv. 28. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og reiknast frá þeim tíma er ofgreiðsla átti sér stað. 

1)Sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1183/2014.

17. gr.

     Röng skýrslugjöf eða framlagning rangra eða villandi gagna, svo og röng upplýsingagjöf látin í té í því skyni að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar, varðar við 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt

18. gr.

     Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 641/1989, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til byggjenda íbúðarhúsnæðis. 

Ákvæði til bráðabirgða með reglugerð nr. 449/1990.
Bráðabirgðaákvæði með reglugerð nr. 449/1990 eru ekki birt hér.

Ákvæði til bráðabirgða með reglugerð nr. 561/2002.

(1) Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu manna við nýbyggingu, endurbætur eða viðhald, sem sannanlega var innt af hendi og reikningsfærð fyrir 1. júlí 2002, skal verðtryggð samkvæmt lánskjaravísitölu til og með 30. júní 2002. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna reikningsfærðrar sölu á verksmiðjuframleiddum íbúðarhúsum skal sömuleiðis verðtryggð samkvæmt lánskjaravísitölu til og með 30. júní 2002. Endurgreiðslufjárhæð skal breytt til samræmis við mismun á lánskjaravísitölu júnímánaðar 2002 og einföldu meðaltali vísitölunnar í mánuðum endurgreiðslutímabilsins, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 13. gr.

(2) Hafi verksamningur vegna afhendingar á þjónustu skv. 1. málsl. 1. mgr. verið gerður fyrir 1. júlí 2002 og afhending farið fram bæði fyrir og eftir þann tíma skal einungis sá hluti endurgreiðslunnar vera verðtryggður er varðar vinnu sem innt var af hendi fyrir 1. júlí 2002.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑