Skattalagasafn rÝkisskattstjˇra 24.6.2024 17:33:38

Regluger­ nr. 17/1996 (slˇ­: www.skattalagasafn.is?reg=17.1996)
Ξ Valmynd

Auglýsing
nr. 17/1996, um reglur um skattverð aðila sem hafa með höndum starfsemi samkvæmt reglugerðum nr. 562/1989, 564/1989 og 248/1990.

 

  1. Við ákvörðun á skattverði vegna starfsemi sem fellur undir 2. tölul. 3. gr., sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 562/1989, um virðisaukaskatt af eigin þjónustu og úttekt til eigin nota innan óskattskyldra fyrirtækja og stofnana, 3. tölul. 2. gr. reglugerðar nr. 564/1989, um undanþágu á virðisaukaskatti vegna góðgerðarstarfsemi, með síðari breytingum*1), og 4. gr. reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila, skal margfalda bein laun með hækkunarstuðlinum 1,3 vegna launatengdra gjalda og annars sameiginlegs kostnaðar.
  2. Liggi almennt gangverð ekki fyrir í sams konar viðskiptum og um ræðir í 1. tölul. 3. gr., sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 562/1989 og 3. gr. reglugerðar nr. 248/1990 skal ákveða skattverð í umræddri starfsemi með hliðsjón af reglum um stofn til virðisaukaskatts (skattverð) í byggingarstarfsemi.

*1)Reglugerðin var felld á brott með reglugerð nr. 165/1998.


     Reglur þessar eru settar skv. 5. mgr. 2. gr. og 8. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 2. tölul. 3. gr. reglugerðar nr. 562/1989, sbr. 3. tölul. 2. gr. reglugerðar nr. 564/1989, með síðari breytingum*1), sbr. 3. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 248/1990.

*1)Reglugerðin var felld á brott með reglugerð nr. 165/1998. 
 

Fara efst ß sÝ­una ⇑