Skattalagasafn ríkisskattstjóra 3.12.2024 17:55:05

Reglugerð nr. 990/2001, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=990.2001.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
Ýmis ákvæði, gildistaka.

19. gr.
[Greiðsla vaxtabóta.

(1) Vaxtabætur greiðast út að lokinni álagningu opinberra gjalda.

(2) Vaxtabætur greiðast rétthafa að því marki sem eftirstöðvum nemur þegar frá hafa verið dregin opinber gjöld til ríkissjóðs, opinber gjöld til sveitarfélaga, ofgreiddar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og vangreidd meðlög til Innheimtustofnunar sveitarfélaga í þessari for­gangsröð:

  1. Fyrirframgreiddar vaxtabætur.

  2. Ofgreiddar barnabætur.

  3. Tekjuskattur.

  4. Önnur þinggjöld, sbr. þó 6. tölulið.

  5. Útsvar.

  6. Tryggingagjald.

  7. Vangreidd gjöld maka skv. 1.-5. tölul.

  8. Virðisaukaskattur.

  9. Bifreiðagjöld.

  10. Þungaskattur.

  11. Kílómetragjald.

  12. Ofgreiddar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.

  13. Ofgreiddar húsaleigubætur.

  14. Vangreidd meðlög eftir kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga.

  15. [---]4)

(3) Sköttum og gjöldum sem eru til innheimtu hér á landi á grundvelli Norðurlandasamnings um aðstoð í skattamálum, dags. 7. desember 1989, sbr. lög nr. 46/1990 og milliríkjasamnings Evrópuráðsins og OECD um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum, dags. 25. janúar 1988, sbr. lög nr. 74/1996, skal skipað í framangreinda forgangsröð samhliða sambærilegum sköttum og gjöldum.]1)2)3)

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 300/20032)Sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 559/20043)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 347/20064)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1153/2008.

20. gr.
Endurgreiðsla og viðurlög.

Komi í ljós að maður hafi fengið greiddar vaxtabætur, þ.m.t. fyrirframgreiddar vaxta­bætur, án þess að eiga rétt á þeim skal honum gert að endurgreiða þær að viðbættu 15% álagi. Fella skal niður álagið ef maður færir rök fyrir því að honum verði eigi kennt um þá annmarka á framtali eða umsókn um fyrirframgreiðslu vaxtabóta er leiddu til ákvörðunar [ríkisskattstjóra]1).

1)Sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 228/2016.

21. gr.
Gildistaka.

(1) Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í B-lið [68. gr.]1) laga nr. [90/2003]1), um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Kemur hún fyrst til fram­kvæmda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2002 vegna vaxtagjalda á árinu 2001. Við gildistöku reglugerðarinnar fellur úr gildi reglugerð nr. 7/1998, um greiðslu vaxtabóta með síðari breytingum.

(2) Við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2003 vegna tekna á árinu 2002 og eigna í lok þess árs skulu fjárhæðir samkvæmt reglugerð þessari hækka um 2,75%, sbr. b-lið E-liðar (V.) b-liðar í ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 133/2001, um breyting á lögum um tekju­skatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

1)Sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 559/2004.

Ákvæði til bráðabirgða.

Ákvæði til bráðabirgða með reglugerð nr. 642/2004 og nr. 33/2005 eru ekki birt hér.

Fara efst á síðuna ⇑