[IV. KAFLI]1)
Eftirlit og fyrirmæli ráðuneytisins.
1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.
[18. gr.]*1)
Skil fjárhagsáætlunar, þriggja ára áætlunar og ársreiknings.
(1) [Sveitarfélög skulu senda [ráðuneytingu]3) fjárhagsáætlun sína fyrir næsta ár þegar hún hefur fengið afgreiðslu í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hið sama á við um þriggja ára áætlun. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun skal skila til ráðuneytisins á rafrænu formi sem uppfyllir kröfur sem ráðuneytið setur]1).
(2) Ráðuneytið getur veitt sveitarstjórnum lengri frest þegar brýnar ástæður eru fyrir hendi.
(3) Ársreikninga sveitarfélaga skal senda til [ráðuneytisins]3) og Hagstofu Íslands strax að lokinni samþykkt þeirra, en þó eigi síðar en 15. júní ár hvert, ásamt greinargerð endurskoðanda og skoðunarmanna. [Auk undirritaðs ársreiknings skal skila til ráðuneytisins rafrænu eintaki á formi sem ráðuneytið samþykkir]2).
1)Sbr. a. lið 3. gr.reglugerðar nr. 561/2004. 2)Sbr.b lið 31. gr.reglugerðar nr. 561/2004. 3)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 1064/2009. *1)Var áður 17. gr.