[III. KAFLI]1)
Ársreikningur og aðrar fjárhagslegar upplýsingar.
1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.
[13. gr.]*1)
Reikningsskil sveitarfélaga.
(1) Reikningsskil sveitarfélaga skulu gefa glögga mynd af rekstri þeirra og efnahag. Að svo miklu leyti sem ekki er sérstaklega mælt fyrir á annan veg í sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 og reglugerðum, sem settar eru á grundvelli þeirra, gilda ákvæði laga um ársreikninga nr. 144/1994*2) og góðar reikningsskilavenjur.
(2) Reikningsár sveitarfélaga skal vera almanaksárið.
*1)Var áður 12. gr. *2)Nú lög nr. 3/2006.
[14. gr.]*1)
Flokkun í reikningsskilum sveitarfélaga.
Í reikningsskilum sveitarfélaga skal skipta starfsemi þeirra þannig:
- sveitarsjóður, þ.e. aðalsjóður sveitarfélags auk annarra sjóða og stofnana er sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum,
- stofnanir sveitarfélaga, fyrirtæki og aðrar rekstrareiningar sem að hálfu eða meiri hluta eru í eigu sveitarfélaga og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.
*1)Var áður 13. gr.
(1) Semja skal ársreikning fyrir sveitarsjóð, stofnanir sveitarfélagsins og fyrirtæki þess. Jafnframt skal semja samstæðureikning fyrir sveitarfélagið, þ.e. sveitarsjóð, stofnanir þess og fyrirtæki með sjálfstætt reikningshald, sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
(2) Í ársreikningi sveitarfélags skal vera rekstrarreikningur, efnahagsreikningur, yfirlit um sjóðstreymi og skýringar. Framsetning ársreiknings skal vera á formi sem reikningsskila- og upplýsinganefnd, skv. [2. gr.]1), samþykkir og ráðuneytið staðfestir.
(3) Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna reikningsársins skal birt í ársreikningnum til samanburðar.
(4) Ársreikningur skal fullgerður, endurskoðaður og tilbúinn til afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir lok aprílmánaðar.
1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1064/2009. *1)Var áður 14. gr.
[16. gr.]*1)
Skýringar í ársreikningi.
Í skýringum í ársreikningi skal m.a. gera grein fyrir þeim reikningsskilaaðferðum sem beitt er við gerð ársreikningsins og öðrum þeim atriðum sem nauðsynleg eru við mat á afkomu og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, þar með talið yfirlit um fjárhagslegar skuldbindingar þess.
*1)Var áður 15. gr.
[17. gr.]*1)
Aðrar fjárhagslegar upplýsingar.
(1) Samhliða gerð ársreiknings skulu sveitarfélög taka saman yfirlit um endanlegar fjárheimildir einstakra rekstrareininga, þar sem fram kemur samanburður við rauntölur um rekstur og fjárfestingu þeirra á rekstrarárinu. Í yfirliti þessu skal koma fram hlutdeild hverrar rekstrareiningar í sameiginlegum rekstrarkostnaði, sbr. 5. gr.*2)
(2) Yfirlit skv. 1. mgr. skal birt á formi sem reikningsskila- og upplýsinganefnd, skv. [2. gr.]1), samþykkir og ráðuneytið staðfestir. Yfirlitið skal lagt fram í sveitarstjórn um leið og ársreikningur og skoðast sem hluti af bókhaldsgögnum sveitarfélagsins.
1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1064/2009. *1)Var áður 14. gr. *1)Á að vera 6. gr.