VIÐAUKI A
Dæmi um viðbótarupplýsingar í skýringarhluta ársreiknings sem nauðsynlegt kann að vera að birta að hluta til eða í heild til að gefa glögga mynd.
Óefnislegar eignir:
Fyrir hvern flokk óefnislegra eigna:
- Nýtingartími og afskriftarhlutföll sem notuð eru.
- Afskriftaraðferðir sem eru notaðar.
- Bókfært verð og uppsafnaðar afskriftir, ásamt uppsafnaðri virðisrýrnun ef við á, við upphaf og lok reikningsárs.
- Hvar afskriftir og virðisrýrnun eru færðar séu þessir liðir ekki sérgreindir í rekstrar-reikningi.
-
Breytingar á bókfærðu verði frá upphafi til loka reikningstímabils sem sýnir:
- kaup ársins og aðrar viðbætur,
- selt og niðurlagt á árinu,
- yfirtökur við sameiningu fyrirtækja,
- afskrift ársins,
- virðisrýrnun ársins og
- aðrar breytingar.
- Lýsing og bókfært verð sérhvers flokks óefnislegra eigna sem teljast vera mikilvægar.
- Heildarfjárhæð gjaldfærðs rannsóknar- og þróunarkostnaðar á árinu.
Birta þarf frekari upplýsingar en að ofan greinir ef það er nauðsynlegt til að gera notendum reikningsskilanna kleift að meta mikilvægi þeirra fyrir fjárhagsstöðu og frammistöðu félagsins t.d. upplýsingar sem tengjast mati á óefnislegum eignum og forsendum virðisprófs þeirra.
Rekstrarfjármunir:
Fyrir hvern flokk rekstrarfjármuna:
- Nýtingartíma og afskriftarhlutföll sem notuð eru.
- Afskriftaraðferðir sem eru notaðar.
- Brunabótamat ásamt fasteignamati fyrir fasteignir.
- Matsgrunna sem eru notaðir til að ákvarða bókfært verð.
- Bókfært verð og uppsafnaðar afskriftir, ásamt uppsafnaðri virðisrýrnun ef við á, við upphaf og lok reikningsárs.
-
Breytingar á bókfærðu verði frá upphafi til loka reikningsárs sem sýnir:
- kaup ársins og aðrar viðbætur,
- selt og niðurlagt á árinu,
- yfirtökur við sameiningu fyrirtækja,
- matsbreytingu ársins hafi félagið endurmetið rekstrarfjármuni í samræmi við heimild í 31. gr. laga um ársreikninga,
- gjaldfærða virðisrýrnun eða bakfærslu hennar,
- afskrift ársins, og
- aðrar breytingar.
- Fjárhæð kostnaðar sem er eignfærður meðal bókfærðs verðs rekstrarfjármunar á meðan hann er í smíðum og fjárhæð samningsbundinna skuldbindinga vegna kaupa á rekstrar-fjármunum.
- Hafi rekstrarfjármunur orðið fyrir virðisrýrnun eða virðisrýrnun rekstrarfjármunar gengið til baka, sbr. ákvæði 30. gr. laga um ársreikninga, upplýsa um þá atburði og kringumstæður sem leiddu til virðisrýrnunar eða bakfærslu hennar.
Birta frekari upplýsingar en að ofan greinir ef það er nauðsynlegt til að gera notendum reikningsskilanna kleift að meta mikilvægi þeirra fyrir fjárhagsstöðu og frammistöðu félagsins.
Fjárfestingarfasteignir:
- Í hvaða tilvikum fasteign eða hluti fasteignar sem félagið hefur í útleigu er flokkuð og færð sem fjárfestingarfasteign.
- Viðmiðanir sem félagið notar til að greina á milli fjárfestingarfasteignar, fasteignar sem félagið nýtir sjálft og fasteignar sem haldið er til sölu í reglubundinni starfsemi þegar flokkunin er vandasöm.
- Að hve miklu leyti gangvirði fjárfestingarfasteignar er byggt á mati óháðs matsmanns sem hefur viðurkennda og viðeigandi sérfræðikunnáttu og þekkir viðkomandi landsvæði og tegund þeirrar fjárfestingarfasteignar sem meta á. Ef ekkert slíkt óháð mat hefur farið fram skal greina frá því.
-
Fjárhæðir sem færðar eru í rekstrarreikning að því er varðar:
- leigutekjur af fjárfestingarfasteignum,
- beinan rekstrarkostnað (þ.m.t. viðgerðir og viðhald), sem stafa af fjárfestingar-fasteignum sem gáfu af sér leigutekjur á tímabilinu og
- beinan rekstrarkostnað (þ.m.t. viðgerðir og viðhald) sem stafar af fjárfestingar-fasteignum sem ekki gáfu af sér leigutekjur á tímabilinu.
Birta þarf frekari upplýsingar en að ofan greinir ef það er nauðsynlegt til að gera notendum reikningsskilanna kleift að meta mikilvægi þeirra fyrir fjárhagsstöðu og frammistöðu félagsins t.d. upplýsingar um lykilforsendur í mati á gangvirði fjárfestingarfasteigna.
Fjáreignir:
Sundurliða fjáreignir ef við á í viðbótarupplýsingum í skýringum með eftirfarandi hætti:
- Fjáreignir sem metnar eru á gangvirði gegnum rekstrarreikning og skilja á milli veltufjár-eigna og fjáreigna tilgreindra á gangvirði gegnum rekstur við upphaflega skráningu.
- Fjáreignir til sölu.
- Fjáreignir sem eru skuldagerningar og metnar eru á afskrifuðu kostnaðarverði, svo sem lán og kröfur.
- Fjáreignir sem eru eiginfjárgerningar og metnar eru á kostnaðarverði.
Veita eftirfarandi upplýsingar fyrir hvern flokk fjáreigna eftir því sem við á:
- Vaxtatekjur.
- Matsbreytingar fjáreigna sem metnar eru á gangvirði.
- Virðisrýrnun sem færð hefur verið á tímabilinu.
Upplýsa um eftirfarandi atriði fyrir hvern flokk áhættuvarna:
- Lýsingu á áhættuvörninni.
- Lýsingu á þeim fjármálagerningum sem skilgreindir hafa verið sem áhættuvörn, þ.m.t. bókfært verð þeirra.
- Eðli þeirrar áhættu sem verið er að verjast.
Birta frekari upplýsingar en að ofan greinir um fjáreignir ef það er nauðsynlegt til að gera notendum reikningsskilanna kleift að meta mikilvægi þeirra fyrir fjárhagsstöðu og frammistöðu félagsins.
Vörubirgðir:
- Bókfært heildarvirði vörubirgða og bókfært verð einstakra flokka vörubirgða eftir þeirri flokkun sem viðeigandi er fyrir félagið.
- Fjárhæð gjaldfærslu vegna niðurfærslu vörubirgða.
- Fjárhæð bakfærðrar niðurfærslu sem áður hefur verið gjaldfærð.
Gera grein fyrir aðstæðum eða atburðum sem leiddu til þess að niðurfærsla birgða var bakfærð.
Birta frekari upplýsingar en að ofan greinir ef það er nauðsynlegt til að gera notendum reikningsskilanna kleift að meta mikilvægi birgða fyrir fjárhagsstöðu og frammistöðu félagsins.
Handbært fé og ígildi handbærs fjár:
Takmarkanir á ráðstöfun handbærs fjár og ígildi þess og ef innstæður á bankareikningum eða aðrir sjóðir félagsins hafa verið veðsettir ásamt upplýsingum um fjárhæð veðsetningar.
Fjárskuldir:
Upplýsingar um fjárskuldir sem gera notendum reikningsskilanna kleift að meta mikilvægi þeirra fyrir fjárhagsstöðu og frammistöðu félagsins. Sem dæmi má nefna upplýsingar um vaxtakjör. Einnig upplýsingar um mikilvæga lánaskilmála svo sem lágmarkseiginfjárhlutfall, vaxta-þekjuhlutfall eða takmarkanir á fjárfestingarmöguleikum félagsins.
Upplýsingar um lánasamninga sem eru í vanskilum á reikningsskiladegi og í hverju vanskilin eru fólgin, fjárhæðir þeirra, mögulegar afleiðingar vanskilanna og hvort að samningum hafi verið komið í skil eða endursamið um þá fyrir undirritunardagsetningu ársreikningsins.
Frekari upplýsingar en að ofan greinir ef það er nauðsynlegt til að gera notendum reiknings-skilanna kleift að meta mikilvægi þeirra fyrir fjárhagsstöðu og frammistöðu félagsins.
Laun, launatengd gjöld og annar starfsmannakostnaður:
-
Afstemming á launum og launatengdum gjöldum sem sýnir:
- gjaldfærð laun í rekstrarreikningi,
- mótframlag í lífeyrissjóði,
- önnur launatengd gjöld,
- laun og launatengd gjöld sem eru eignfærð, t.d. sem hluti þróunarkostnaðar,
- upplýsingar um heildarlaun, þóknanir og ágóðahluta til núverandi og fyrrverandi stjórnenda félags vegna starfa í þágu félagsins þar sem greint er á milli framkvæmda-stjóra annars vegar og stjórnar í heild hins vegar.
Tekjuskattur:
Afstemmingu milli virks tekjuskattshlutfalls í rekstrarreikningi og gildandi tekjuskattshlutfalls sem og fjárhæð og nýtingartími yfirfæranlegs skattalegs taps sundurliðað niður á þau ár sem það er nýtanlegt.
Tengdir aðilar:
-
Laun og önnur hlunnindi til stjórnar og lykilstjórnenda í heild og fyrir hvern eftirfarandi flokk:
- skammtímastarfskjör, þ.m.t. hlunnindi og lífeyrisframlög,
- eftirlaunakjör og önnur langtímastarfskjör,
- sérstök starfslokakjör,
- eignarhlutatengd hlunnindi.
-
Ef viðskipti hafa átt sér stað á milli tengdra aðila að gera grein fyrir eðli tengslanna og veita þær upplýsingar um viðskiptin og útistandandi fjárhæðir sem nauðsynlegar eru til að unnt sé að skilja möguleg áhrif tengslanna á reikningsskilin. Þessar kröfur um upplýsingar eru til viðbótar kröfunum í 1. tölul. um að gera grein fyrir launagreiðslum til lykilmanna í stjórnunarstörfum. Upplýsingarnar skulu að lágmarki taka til:
- fjárhæðar viðskiptanna,
- útistandandi fjárhæða, þ.m.t. skilmála og skilyrða fyrir þeim, m.a. um mögulegar tryggingar og eðli þeirrar endurgreiðslu sem látin er í té við uppgreiðslu og lýsingar á veittum eða mótteknum tryggingum,
- reiknaðra skuldbindinga vegna óvissra krafna í tengslum við útistandandi fjárhæðir og
- kostnaðar sem er færður á tímabilinu vegna niðurfærslu viðskiptakrafna eða óvissra krafna sem gjaldfallnar eru á tengda aðila.
- Upplýsa um hvort viðskipti við tengda aðila hafi verið gerð á armslengdarkjörum eður ei. Aðeins er heimilt að upplýsa um að viðskipti tengdra aðila hafi farið fram á sömu kjörum og gilda í viðskiptum við ótengda aðila ef hægt er að færa sönnur á að slík kjör séu fyrir hendi.
Eftirfarandi eru dæmi um viðskipti sem greint er frá ef þau eru við tengdan aðila:
- Kaup eða sala á vörum, fullunnum eða í vinnslu.
- Kaup eða sala á fasteignum og öðrum eignum.
- Veitt eða móttekin þjónusta.
- Vaxtatekjur og vaxtagjöld vegna viðskipta við tengda aðila.
- Leigusamningar.
- Tilfærsla rannsóknar- og þróunarverkefna.
- Tilfærsla samkvæmt samningum um leyfisveitingar.
- Tilfærsla samkvæmt samningum um fjármögnun, þ.m.t. lán og eiginfjárframlög í reiðufé eða fríðu.
- Veiting ábyrgða eða veða.
- Uppgjör skulda í þágu einingarinnar eða af hálfu einingarinnar fyrir hönd annars aðila.
Fjárhagsleg áhættustýring:
Veita upplýsingar sem gera notendum reikningsskilanna kleift að meta eðli og umfang áhættu sem verður til vegna fjármálagerninga þegar þessar upplýsingar eru mikilvægar við mat á eignum, skuldum, fjárhagsstöðu eða rekstrarafkomu. Þessi áhætta tekur yfirleitt til, en takmarkast ekki við útlánaáhættu, lausafjáráhættu og markaðsáhættu (þ.m.t. verðáhættu). Enn fremur, ef við á, veita upplýsingar um áhættustöðu sem félagið er óvarið fyrir á reikningsskiladegi vegna notkunar fjármálagerninga í áhættustýringarferlinu. Dæmi um slíkt væri að veita eftirfarandi upplýsingar:
-
Eðli sérhverrar tegundar áhættu sem verður til vegna fjármálagerninga og fyrir hverja tegund mikilvægra fyrirsjáanlegra viðskipta þar sem áhættuvarnarreikningsskil eru notuð:
- áhættuna sem félagið er óvarið fyrir og hvernig hún kemur til,
- markmið félagsins, stefnu þess og ferla við áhættustýringu og aðferðir, sem notaðar eru til að meta áhættuna og
- allar breytingar á a- eða b-lið frá fyrra tímabili.
-
Tölulegar upplýsingar fyrir sérhverja tegund áhættu sem verður til vegna fjármálagerninga:
- samantekt tölulegra gagna um áhættuna sem félagið er óvarið fyrir á reikningsskiladegi sem eru byggðar á upplýsingum til lykilstjórnenda félagsins, framkvæmdastjóra eða framkvæmdastjóra einstakra sviða eða deilda,
- upplýsingar um útlánaáhættu, lausafjáráhættu og markaðsáhættu og
- samþjöppun áhættu að því marki sem hún kemur ekki fram í a- og b-lið.
Birta eftirfarandi upplýsingar um útlánaáhættu félagsins:
- Hámarksútlánaáhættu félagsins í lok reikningsárs án þess að tekið sé tillit til veðtrygginga sem haldið er sem tryggingu eða samninga sem gerðir hafa verið til að lágmarka útlánaáhættu, t.d. greiðslujöfnunarsamningar.
- Lýsingu á veðum, sem er haldið sem tryggingu, eða samningum sem gerðir hafa verið til að lágmarka útlánaáhættu að því er varðar fjárhæðina sem greint er frá í 1. tölul.
- Bókfært verð fjáreigna sem eru hvorki gjaldfallnar né hafa sætt niðurfærslu.
-
Eftirfarandi upplýsingar fyrir hvern flokk fjáreigna eftir því sem við á:
- greiningu á aldri fjáreigna sem eru gjaldfallnar á reikningsskiladegi en hafa ekki sætt niðurfærslu,
- greiningu á aldri fjáreigna sem hafa sætt niðurfærslu á reikningsárinu, þ.m.t. atriði sem stjórnendur félagsins höfðu í huga þegar ákveðið var að færa þyrfti þær niður og
- upplýsingar um veð sem tengjast fjárhæðum sem greint er frá í a- og b-lið, og félagið heldur sem tryggingu.
Birta, eftir því sem við á, upplýsingar um lausafjáráhættu félagsins, þ.m.t. lýsingu á hvernig stjórnendur félagsins stýra lausafjáráhættunni.
Birta eftirfarandi upplýsingar um markaðsáhættu (þ.m.t. verðáhættu) félagsins eftir því sem við á:
- Næmnigreiningu fyrir hverja tegund af markaðsáhættu sem félagið er óvarið fyrir í lok reikningsárs.
- Aðferðir og forsendur sem voru notaðar við gerð næmnigreiningarinnar.
- Breytingar frá fyrra tímabili á aðferðum og forsendum sem voru notaðar og ástæðum fyrir slíkum breytingum.
Óvissar skuldbindingar:
Upplýsa um eftirfarandi fyrir hvern flokk óvissra skuldbindinga sem ekki eru færðar í efnahags-reikning:
- Lýsingu á eðli skuldbindingar.
- Vísbendingu um óvissuna sem fylgir fjárhæð eða tímasetningu útstreymis sem kann að verða.
Birta frekari upplýsingar en að ofan greinir ef það er nauðsynlegt til að gera notendum reikningsskilanna kleift að meta mikilvægi þeirra fyrir fjárhagsstöðu og frammistöðu félagsins.
Sameiningar og yfirtökur:
Upplýsa um hverja sameiningu fyrirtækja og yfirtöku á öðrum félögum sem komið var til leiðar á tímabilinu:
- Nöfn og lýsingar á þeim félögum sem sameinuðust eða voru yfirtekin.
- Yfirtökudag.
- Kostnaðarverð sameiningarinnar eða yfirtökunnar og lýsingu á kostnaðarþáttum, þ.m.t. reiðufé, eiginfjárgerninga og skuldagerninga.
- Bókfært verð á sameiningardegi fyrir hvern flokk eigna, skulda og óvissra skulda yfirtekna aðilans.
-
Upplýsa um eftirfarandi þætti vegna viðskiptavildar við upphaf og lok reikningsárs:
- breytingar á viðskiptavild vegna nýrra sameininga eða yfirtaka,
- virðisrýrnun viðskiptavildar,
- sölu eða niðurfærslu á eignum yfirtekins félags í tengslum við sameininguna og
- aðrar breytingar.
Birta frekari upplýsingar en að ofan greinir ef það er nauðsynlegt til að gera notendum reikningsskilanna kleift að meta mikilvægi þeirra fyrir fjárhagsstöðu og frammistöðu félagsins.