III. KAFLI
Önnur ákvæði.
Umsóknir um frjálsa eða sérstaka skráningu skal senda [Skattinum]1) á þar til gerðum eyðublöðum sem ríkisskattstjóri lætur gera. Ríkisskattstjóri ákveður hvaða upplýsingar skuli gefa á þessum eyðublöðum.
1)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu skv. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og öðlast gildi 1. janúar 1990.
Ákvæði til bráðabirgða með reglugerð nr. 697/1997.
Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 2. gr. heldur trygging fyrir útskatti og innskatti sem skattstjóri hefur samþykkt fyrir gildistöku reglugerðar þessarar gildi sínu.