Skattalagasafn ríkisskattstjóra 18.4.2024 00:45:03

Reglugerð nr. 562/1989, kafli 1 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=562.1989.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI
Skattskyld starfsemi og tilkynningarskylda.

1. gr.

     Fyrirtæki, félög, stofnanir og aðrir aðilar sem hafa með höndum starfsemi sem fellur undir 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, skulu greiða virðisaukaskatt í ríkissjóð af eigin þjónustu og úttekt til eigin nota eins og nánar er ákveðið í reglugerð þessari. [Um skattskyldu sveitarfélaga, fyrirtækja þeirra og stofnana, og ríkis­stofnana og ríkisfyrirtækja, annarra en viðskiptabanka í eigu ríkisins, fer þó eftir ákvæðum reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.]1)

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

2. gr.

(1) Eftirfarandi starfsemi er skattskyld samkvæmt reglugerð þessari að svo miklu leyti sem hún er í samkeppni við atvinnufyrirtæki:

  1. Smíði, viðhald og viðgerðir véla, tækja, húsgagna og áhalda í verksmiðju, verkstæði eða starfsstöð.
  2. Rekstur þvottahúss, prentstofu og mötuneytis.
  3. Ræsting, enda sé skattverð, ákvarðað skv. 2. tölul. 3. gr., 400.000 kr.*1) eða meira á ári.
  4. Þjónusta þar sem krafist er iðnmenntunar.
  5. [Þjónusta verkfræðinga, tæknifræðinga, arkitekta, lögfræðinga, löggiltra endurskoðenda, tölvunarfræðinga og annarra sérfræðinga er almennt þjóna atvinnulífinu og lokið hafa háskólanámi eða sambærilegu langskólanámi eða starfa sannanlega á sviði fyrrgreindra aðila og veita sambærilega þjónustu.]2)
  6. Öryggisvarsla, þ.e. eftirlit með verðmætum og starfsemi, utan venjulegs opnunartíma.]1)

(2) Til eigin þjónustu eða starfsemi í þessu sambandi telst einnig ráðning aðila til tímabundinna verkefna innan fyrirtækis eða stofnunar, t.d. ráðning iðnaðarmanns til þess að annast virðisaukaskattsskyldar eigin viðgerðir eða framkvæmdir.

(3) [Starfsemi telst rekin í samkeppni við atvinnufyrirtæki samkvæmt reglugerð þessari þegar viðkomandi vara eða þjónusta er almennt í boði hjá virðisaukaskattsskyldum atvinnufyrirtækjum og skiptir ekki máli í því sambandi hvort eða hve mikið aðili selur af slíkum vörum eða þjónustu til annarra. Almennt skrifstofuhald, þ.m.t. færsla eigin bókhalds og rafræn gagnavinnsla í eigin þágu, telst ekki vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki.]3)

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 143/1991. 2)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 298/2003. 3)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 298/2003. *1)Fjárhæðin breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við byggingarvísitölu. Frá 1. janúar 2022 er hún 3.150.300 kr.

3. gr.

     Skattverð þeirrar starfsemi sem fellur undir reglugerð þessa ákvarðast þannig:

  1. Fari starfsemi fram í sérstakri þjónustudeild skal miða skattverð við almennt gangverð í sams konar viðskiptum. Við skil á skatti í ríkissjóð skal innskattur af aðföngum dreginn frá útskatti samkvæmt almennum reglum.
  2. Séu vörur framleiddar eða þjónusta innt af hendi eingöngu til eigin nota án þess að slík starfsemi fari fram í sérstakri þjónustudeild, sbr. 1. tölul., skal miða skattverð við kostnaðarverð þess hluta heildarkostnaðarins sem ekki hefur verið greiddur virðisaukaskattur af við kaup á aðföngum eða við færslu frá eigin þjónustudeildum, sbr. 1. tölul. Með kostnaðarverði skal telja bein laun og annan beinan kostnað auk álags vegna launatengdra gjalda og annars sameiginlegs kostnaðar samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra.
     

4. gr.

     Hver sá sem skattskyldur er samkvæmt reglugerð þessari og lögum um virðisaukaskatt skal tilkynna til [Skattsins]1) um starfsemi sína í samræmi við ákvæði 5. gr. laga nr. 50/1988. [---]1) 

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

Fara efst á síðuna ⇑