Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.10.2024 21:43:31

Reglugerð nr. 391/1998, kafli 1 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=391.1998.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI
Gildissvið og skilgreiningar.

1. gr.
Gildissvið.

Reglugerð þessi tekur til allra lífeyrissjóða eins og nánar er kveðið á um í reglugerð þessari og tekur til þeirra þátta í starfsemi þeirra sem fjallað er um í reglugerðinni. 

2. gr.
Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi hugtök þá merkingu sem hér greinir:

Lífeyrissjóður: Félag eða stofnun sem veitir viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli til æviloka, örorku eða andláts samkvæmt nánari ákvæðum í I., II. og III. kafla laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og hefur starfsleyfi samkvæmt þeim lögum, starfar samkvæmt staðfestri reglugerð, sbr. lög nr. 55/1980, um starfskjör launþega og skyldutryggingu lífeyrisréttinda eða starfar samkvæmt sérlögum.

Sjóðfélagi: Einstaklingur sem greitt er fyrir, greiðir eða hefur greitt iðgjald til lífeyrissjóðs og á hjá honum réttindi.

Lágmarksiðgjald: Iðgjald sem nemur a.m.k. 10% af iðgjaldsstofni*1), sbr. 5. gr.

Skyldutrygging lífeyrisréttinda: Sú skylda að eiga aðild að lífeyrissjóði og til greiðslu iðgjalds til lífeyrissjóðs og eftir atvikum annarra aðila samkvæmt samningi um viðbótartrygginga¬vernd.

Lágmarkstryggingavernd: Sú tryggingavernd sem lífeyrissjóður veitir samkvæmt lögum eða samþykktum sínum miðað við 40 ára inngreiðslutíma iðgjalds.

Viðbótartryggingavernd: Sú tryggingavernd sem er umfram þá lágmarkstryggingavernd sem lífeyrissjóður skilgreinir og greitt er fyrir með greiðslu framlaga samkvæmt sérstökum samningi við þá aðila sem tilgreindir eru í 1.- 4. tölul. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 129/1997.

*1)Með 3. gr. laga nr. 167/2006 var bætt við lög nr. 129/1997 ákvæði til bráðabirgða er hljóðar svo: ,,Nú er í gildandi kjarasamningi kveðið á um að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skuli vera 10% og skal þá heimilt að miða áfram við hlutafallstöluna 10% í 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laga þessara þar til nýr kjarasamningur öðlast gildi.”

Fara efst á síðuna ⇑