Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 13:50:46

Reglugerð nr. 274/2006 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=274.2006)
Ξ Valmynd

Reglugerð
nr. 274/2006, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds og um greiðslu sérstaks kílómetragjalds.*1)

*1)Sbr. reglugerðir nr. 415/2007, 338/2008152/2009 og 848/2009.

1. gr.

     Sala eða afhending á olíu, sem bætt hefur verið í litar- og/eða merkiefnum er undanþegin gjaldskyldu olíugjalds í eftirfarandi tilvikum:

  1. Til nota:
    1. Á skip og báta.
    2. Við húshitun og hitun almenningssundlauga.
    3. Í iðnaði.
    4. Við raforkuframleiðslu.
  2. Til nota á eftirtalin ökutæki:
    1. Beltabifreið, dráttarvél og námuökutæki samkvæmt flokkun og skilgreiningu í reglugerð nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja.
    2. Vinnuvél sem er skráð í vinnuvélaskrá Vinnueftirlits ríkisins en ekki í ökutækjaskrá.
    3. Eftirtalin ökutæki sem ætluð eru til sérstakra nota og hafa verið skráð sem slík í ökutækjaskrá sbr. 2. gr., eru með varanlegum áföstum búnaði til þeirra nota (ekki með útskiptanlegri yfirbyggingu), brenna að meginhluta til dísilolíu í kyrrstöðu og eru merkt með sérstökum skráningarmerkjum samkvæmt reglugerð nr. 751/2003, um skráningu ökutækja:
      1. Borkranabifreið sem ekki er ætluð til fólks- eða vöruflutninga enda skráð með jarðbor sem yfirbyggingu.
      2. Hreinsibifreið sem eingöngu er skráð með hreinsibúnað sem yfirbyggingu og er sérstaklega útbúin og hönnuð til hreinsunar á götum, holræsum, stíflulosunar, lagnahreinsunar, þ.m.t. þurrsugubifreið með sogdælu.
      3. Kranabifreið, sem ekki er ætluð til fólks- eða farmflutninga enda eingöngu skráð með krana sem yfirbyggingu og aðeins nýtt sem slík.
      4. Körfubifreið sem ekki er ætluð til fólks- eða farmflutninga enda eingöngu skráð með körfu sem yfirbyggingu og aðeins nýtt sem slík.
      5. Myndavélabifreið.
      6. Slökkvibifreið sem er dælubifreið.
      7. Steypubifreið sem skráð er með steyputunnu eða steypudælu sem yfirbyggingu.
      8. Úðunarbifreið sem skráð er með úðunarbúnað sem yfirbyggingu og sérstaklega er útbúin til úðunar á vegi eða við vegagerð.
      9. Vörubifreið með krana yfir 25 tonnmetra, með fastan pall og án nokkurs tengibúnaðar. Með föstum palli er átt við vörupall sem hvorki er lyftanlegur né verður fjarlægður tímabundið. Með tengibúnaði er átt við stól fyrir festivagn eða krók fyrir hengi- eða tengivagn.
      10. [---]1)3)
      11. [Vörubifreið sem útbúin er til blöndunar og hleðslu á sérstökum efnablöndum sem ætlaðar eru til sprenginga.]2)
      12. [Mjólkurflutningabifreið sem skráð er með tank sem yfirbyggingu og er sérstaklega útbúin og eingöngu notuð til að safna mjólk frá búum. Hefi bifreiðin tengivagn verður farmur hans að vera sá sami, þ.e. mjólk frá búum.]3)
      13. [Sérhæfðar afgreiðslubifreiðar sem eru sérútbúnar til að afgreiða eldsneyti á flugvélar og eru eingöngu notaðar á lokuðu svæði flugvallar.]4)

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 415/2007. 2)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 338/2008. 3)Sbr. 1. gr. reglugerðar 152/2009. 4)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 848/2009.

2. gr.
Sérstakt kílómetragjald.

(1) Eigendum ökutækja sem uppfylla skilyrði 3. tölul. stafliðar B í 1. gr. og eru 5.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd, er heimilt að skrá umrædd ökutæki sem ökutæki til sérstakra nota. Bifreiðar, sem skráðar eru sem ökutæki til sérstakra nota, skulu greiða sérstakt kílómetragjald. Eigendur/umráðamenn bifreiða sem óska eftir skráningu til sérstakra nota skulu beina umsókn til skoðunarstöðva (faggiltra skoðunarstofa sem annast skoðun ökutækja). Með umsókn skal fylgja álestur af ökumæli bifreiðarinnar.

(2) Eftirvagnar dregnir af dráttarvélum, sem ekið er í almennri umferð og falla undir 2. tölul. stafliðar B í 1. gr. og eru 5.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd, skulu greiða sérstakt kílómetragjald. Áður en akstur hefst skal fara fram álestur af ökumæli eftirvagns hjá álestraraðila.
 

3. gr.
Auðkenning litaðrar olíu.

     Hverjum þeim sem fær afhenta litaða olíu er skylt að auðkenna sérstaklega tank eða geymi undir litaða olíu.
 

4. gr.
Upplýsingagjöf.

     Hver sá sem notar litaða olíu skv. reglugerð þessari og lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., skal hvenær sem óskað er eftir því veita ríkisskattstjóra allar nauðsynlegar upplýsingar um að kaup á litaðri olíu og olíunotkun ökutækja í hans eigu og/eða umráðum sé í samræmi við reglugerð þessa.
 

5. gr.

     Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 4. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu. Samtímis falla úr gildi reglugerðir nr. 602/2005, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds og nr. 763/2005, um breytingu á reglugerð nr. 602/2005.
 

Fara efst á síðuna ⇑