Skattalagasafn ríkisskattstjóra 3.12.2024 17:33:18

Reglugerð nr. 194/1990, kafli 2 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=194.1990.2)
Ξ Valmynd

II. KAFLI
Kaup þjónustu erlendis frá.

4. gr.

(1) Hver sá sem kaupir þjónustu skv. 2. eða 3. gr. erlendis frá til nota að hluta eða öllu leyti hér á landi skal greiða virðisaukaskatt af andvirði hennar, sbr. þó 2. mgr. [Um skattverð, uppgjör, álagningu, áætlun, endurákvörðun, álag, dráttarvexti og kærur skal, eftir því sem við getur átt, fara með eins og í viðskiptum innan lands.]1)

(2) Aðili sem skráður er samkvæmt lögum nr. 50/1988 er undanþeginn skyldu til greiðslu virðisaukaskatts af kaupum skv. 1. mgr. ef hann gæti að fullu talið virðisaukaskatt vegna kaupanna til innskatts, sbr. 3. og 4. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda þó ekki um þjónustu skv. 7. gr.

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 480/2002.

5. gr.

     Kaupandi þjónustu skv. 2. eða 3. gr. skal færa upplýsingar um þau í bókhald sitt. Fram skal koma hvers eðlis þjónusta er, hvenær henni var veitt móttaka og hvernig greiðslu var hagað.
 

6. gr.

(1) [Sá sem greiða skal virðisaukaskatt skv. 4. gr. skal ótilkvaddur gera [Skattinum]2)3) grein fyrir kaupum á þjónustu skv. 2. eða 3. gr. á sérstöku eyðublaði í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

(2) Gjalddagi er fimmti dagur annars mánaðar frá lokum þess almenna uppgjörstímabils sem viðskiptin falla undir. Greiðslu ásamt greinargerð skv. 1. mgr. skal skila til innheimtumanns ríkissjóðs eigi síðar en á gjalddaga.]1)

1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 275/1996. 2)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 480/20023)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

7. gr.

(1) Nú er skattskyld þjónusta veitt eða hennar notið í tengslum við innflutning vöru og skal innflytjandi þá greiða virðisaukaskatt í einu lagi af hinni skattskyldu vöru og þjónustu hjá tollstjóra þar sem vara er tollafgreidd.

(2) [Ríkisskattstjóri]1) ákveður hvaða upplýsingar skuli gefa í aðflutningsskýrslu og öðrum tollskýrslum sem greitt skal af í tolli. Um ákvörðun skattverðs innfluttrar þjónustu samkvæmt 1. mgr. gilda ákvæði III. kafla laga nr. 50/1988 og reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim.

1)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

Fara efst á síðuna ⇑