Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 13:10:00

Reglugerð nr. 194/1990, kafli 1 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=194.1990.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI
Sala þjónustu til erlendra aðila.

1. gr.

(1) Sala þjónustu sem um ræðir í 2. gr. til aðila sem hvorki hafa búsetu né starfsstöð hér á landi er undanþegin skattskyldri veltu samkvæmt lögum nr. 50/1988, enda sé a.m.k. öðru eftirtalinna skilyrða fullnægt: 

  1. Þjónustan er nýtt að öllu leyti erlendis.
  2. Kaupandi gæti - ef starfsemi hans væri skráningarskyld hér á landi samkvæmt lögum nr. 50/1988 - talið virðisaukaskatt vegna kaupa þjónustunnar til innskatts, sbr. 15. og 16. gr. nefndra laga.

(2) Til sönnunar því að b-liður 1. mgr. eigi við um kaupanda skal seljandi krefja hann um vottorð frá bærum yfirvöldum í heimalandi hans þar sem fram komi hvers konar atvinnurekstur hann hefur með höndum. Vottorð þetta gildir í [tvö ár]1) frá útgáfudegi og skal seljandi varðveita það á sama hátt og önnur bókhaldsgögn. [Seljandi getur farið fram á framlengingu gildistíma vottorðsins um tvö ár í senn hjá [ríkisskattstjóra]3), þyki staðfest að forsendur séu óbreyttar frá því vottorðið var gefið út.]1)

(3) [Þjónusta sem felst í endurgreiðslu á virðisaukaskatti til erlendra ferðamanna skal ætíð undanþegin skattskyldri veltu, enda þótt skilyrðum 1. mgr. sé ekki fullnægt.]2) *1)

1)Sbr. 1. tölul. 1. gr. reglugerðar nr. 346/1995. 2)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 275/19963)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 1010/2022*1)Sjá nú 11. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, sbr. lög nr. 115/1997.

2. gr.

     Eftirtalin þjónusta fellur undir ákvæði 1. gr.:

  1. Framsal á höfundarétti, rétti til einkaleyfis, vörumerkis og mynsturs, svo og framsal annarra sambærilegra réttinda.
  2. Auglýsingaþjónusta.
  3. Ráðgjafarþjónusta, verkfræðiþjónusta, lögfræðiþjónusta, þjónusta endurskoðenda og önnur sambærileg sérfræðiþjónusta.
  4. Tölvuþjónusta, önnur gagnavinnsla og upplýsingamiðlun.
  5. Atvinnumiðlun.
  6. Leiga lausafjármuna, þó ekki neins konar flutningatækja.
  7. Kvaðir og skyldur varðandi atvinnu- eða framleiðslustarfsemi eða hagnýtingu réttinda sem um ræðir í þessari grein.
  8. [Ábyrgðarviðgerðir sem umboðsaðili annast fyrir reikning erlends ábyrgðaraðila.]1) *1)
  9. [Þjónusta sem veitt er vegna löndunar eða sölu á afla fiskiskipa hér á landi.]2) *2)
  10. [Vöruflutningar innanlands þegar flutt er beint til eða frá landinu.]3) *3)
  11. Þjónusta milligöngumanna, sem koma fram í nafni annars og fyrir reikning annars, að því er varðar sölu eða afhendingu þjónustu sem um ræðir í þessari grein.*4)

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 151/1993. 2)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 179/1993. 3)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 86/1994. *1)Töluliðurinn missti lagastoð með lögum nr. 55/1997 og hlaut hana ekki aftur með lögum nr. 115/1997. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 115/1997 er þetta skýrt svo: "Felld er á brott undanþága á ábyrgðarviðgerðum þar sem yfirskattanefnd hefur úrskurðað á þann veg að greiðsla til innlends viðgerðaraðila sem ber ábyrgð á söluhlut teljist greiðsla skaðabóta en ekki sala á skattskyldri þjónustu." M.ö.o. er krafa íslensks umboðsaðila á erlendan ábyrgðaraðila vegna viðgerða sem umboðsaðilinn ber ábyrgð á gagnvart kaupanda skaðabótakrafa, en skaðabætur eru ekki virðisaukaskattsskyldar. *2) Sjá nú 9. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, sbr. lög nr. 55/1997. *3) Töluliðurinn missti lagastoð með lögum nr. 115/1997 og er því fallinn úr gildi. *4) Þessi töluliður var upphaflega 8. tölul. en honum hefur ekki verið breytt efnislega.

3. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. gr. skal ætíð telja sölu eftirtalinnar þjónustu hér á landi til skattskyldrar veltu:

  1. Þjónustu sem varðar fasteignir hér á landi, þ.m.t. hönnunarþjónusta og ráðgjafarþjónusta vegna byggingarframkvæmda, svo og þjónusta fasteignasala.
  2. [Vöruflutninga, aðra en vöruflutninga innanlands þegar flutt er beint til eða frá landinu.]2) *1)
  3. Skattskyldrar þjónustu sem varðar starfsemi sem undanþegin er virðisaukaskatti skv. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, svo sem menningarstarfsemi, listastarfsemi, íþróttastarfsemi, kennslustarfsemi og aðra hliðstæða starfsemi.
  4. [Vinnu við lausafjármuni önnur en sú sem 8. tölul. 2. gr. nær til.]1)
  5. Skattskyldra álits- og matsgerða sem varða lausafjármuni.

1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 151/1993. 2)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 86/1994. *1)Vöruflutningar milli landa og vöruflutningar innanlands þegar flutt er beint til eða frá landinu eru undanþegnir skattskyldri veltu samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

Fara efst á síðuna ⇑