I. KAFLI
Sala þjónustu til erlendra aðila.
(1) Sala þjónustu sem um ræðir í 2. gr. til aðila sem hvorki hafa búsetu né starfsstöð hér á landi er undanþegin skattskyldri veltu samkvæmt lögum nr. 50/1988, enda sé a.m.k. öðru eftirtalinna skilyrða fullnægt:
- Þjónustan er nýtt að öllu leyti erlendis.
- Kaupandi gæti - ef starfsemi hans væri skráningarskyld hér á landi samkvæmt lögum nr. 50/1988 - talið virðisaukaskatt vegna kaupa þjónustunnar til innskatts, sbr. 15. og 16. gr. nefndra laga.
(2) Til sönnunar því að b-liður 1. mgr. eigi við um kaupanda skal seljandi krefja hann um vottorð frá bærum yfirvöldum í heimalandi hans þar sem fram komi hvers konar atvinnurekstur hann hefur með höndum. Vottorð þetta gildir í [tvö ár]1) frá útgáfudegi og skal seljandi varðveita það á sama hátt og önnur bókhaldsgögn. [Seljandi getur farið fram á framlengingu gildistíma vottorðsins um tvö ár í senn hjá [ríkisskattstjóra]3), þyki staðfest að forsendur séu óbreyttar frá því vottorðið var gefið út.]1)
(3) [Þjónusta sem felst í endurgreiðslu á virðisaukaskatti til erlendra ferðamanna skal ætíð undanþegin skattskyldri veltu, enda þótt skilyrðum 1. mgr. sé ekki fullnægt.]2) *1)
1)Sbr. 1. tölul. 1. gr. reglugerðar nr. 346/1995. 2)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 275/1996. 3)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 1010/2022. *1)Sjá nú 11. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, sbr. lög nr. 115/1997.
Eftirtalin þjónusta fellur undir ákvæði 1. gr.:
- Framsal á höfundarétti, rétti til einkaleyfis, vörumerkis og mynsturs, svo og framsal annarra sambærilegra réttinda.
- Auglýsingaþjónusta.
- Ráðgjafarþjónusta, verkfræðiþjónusta, lögfræðiþjónusta, þjónusta endurskoðenda og önnur sambærileg sérfræðiþjónusta.
- Tölvuþjónusta, önnur gagnavinnsla og upplýsingamiðlun.
- Atvinnumiðlun.
- Leiga lausafjármuna, þó ekki neins konar flutningatækja.
- Kvaðir og skyldur varðandi atvinnu- eða framleiðslustarfsemi eða hagnýtingu réttinda sem um ræðir í þessari grein.
- [Ábyrgðarviðgerðir sem umboðsaðili annast fyrir reikning erlends ábyrgðaraðila.]1) *1)
- [Þjónusta sem veitt er vegna löndunar eða sölu á afla fiskiskipa hér á landi.]2) *2)
- [Vöruflutningar innanlands þegar flutt er beint til eða frá landinu.]3) *3)
- Þjónusta milligöngumanna, sem koma fram í nafni annars og fyrir reikning annars, að því er varðar sölu eða afhendingu þjónustu sem um ræðir í þessari grein.*4)
1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 151/1993. 2)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 179/1993. 3)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 86/1994. *1)Töluliðurinn missti lagastoð með lögum nr. 55/1997 og hlaut hana ekki aftur með lögum nr. 115/1997. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 115/1997 er þetta skýrt svo: "Felld er á brott undanþága á ábyrgðarviðgerðum þar sem yfirskattanefnd hefur úrskurðað á þann veg að greiðsla til innlends viðgerðaraðila sem ber ábyrgð á söluhlut teljist greiðsla skaðabóta en ekki sala á skattskyldri þjónustu." M.ö.o. er krafa íslensks umboðsaðila á erlendan ábyrgðaraðila vegna viðgerða sem umboðsaðilinn ber ábyrgð á gagnvart kaupanda skaðabótakrafa, en skaðabætur eru ekki virðisaukaskattsskyldar. *2) Sjá nú 9. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, sbr. lög nr. 55/1997. *3) Töluliðurinn missti lagastoð með lögum nr. 115/1997 og er því fallinn úr gildi. *4) Þessi töluliður var upphaflega 8. tölul. en honum hefur ekki verið breytt efnislega.
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. gr. skal ætíð telja sölu eftirtalinnar þjónustu hér á landi til skattskyldrar veltu:
- Þjónustu sem varðar fasteignir hér á landi, þ.m.t. hönnunarþjónusta og ráðgjafarþjónusta vegna byggingarframkvæmda, svo og þjónusta fasteignasala.
- [Vöruflutninga, aðra en vöruflutninga innanlands þegar flutt er beint til eða frá landinu.]2) *1)
- Skattskyldrar þjónustu sem varðar starfsemi sem undanþegin er virðisaukaskatti skv. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, svo sem menningarstarfsemi, listastarfsemi, íþróttastarfsemi, kennslustarfsemi og aðra hliðstæða starfsemi.
- [Vinnu við lausafjármuni önnur en sú sem 8. tölul. 2. gr. nær til.]1)
- Skattskyldra álits- og matsgerða sem varða lausafjármuni.
1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 151/1993. 2)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 86/1994. *1)Vöruflutningar milli landa og vöruflutningar innanlands þegar flutt er beint til eða frá landinu eru undanþegnir skattskyldri veltu samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.