Skattalagasafn ríkisskattstjóra 18.4.2024 21:28:29

Reglugerð nr. 192/1993, kafli 6 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=192.1993.6)
Ξ Valmynd

Ákvæði til bráðabirgða.
Bráðabirgðaákvæði með reglugerð nr. 192/1993 er ekki birt hér.
 

Ákvæði til bráðabirgða með reglugerð nr. 18/2001.

(1) Frá og með gildistöku reglugerðar þessarar falla úr gildi allar heimildir varðandi bifreiðir sérútbúnar til viðgerðarþjónustu, sem skattstjórar hafa veitt á grundvelli 3. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 192/1993 eins og það ákvæði hljóðaði eftir gildistöku 3. gr. reglugerðar nr. 532/1993, um breyting á hinni fyrrnefndu reglugerð.

(2) Fyrir 1. mars 2001 skulu þeir rekstraraðilar, sem fengið hafa heimildir þær sem tilteknar eru í 1. mgr., tilkynna til [ríkisskattstjóra]1) um afnotarétt skv. 3. mgr. 2. gr. reglugerðar þessarar og umskrá viðkomandi bifreiðir yfir á skráningarmerki með rauðum stöfum á hvítum grunni, sbr. 5. mgr. 2. gr. reglugerðar þessarar, hyggist þeir nýta sér þá heimild sem í nefndri 3. mgr. 2. gr. felst.
1)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 1143/2014.
 

 Ákvæði til bráðabirgða með reglugerð nr. 1237/2015.
I.

Við leiðréttingu innskatts, hvort heldur er til lækkunar eða hækkunar, þeirra skattaðila sem nutu endurgreiðslu á 2/3 hluta virðisaukaskatts vegna kaupa hópbifreiða eða almenningsvagna, skv. ákvæði X til bráðabirgða við lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt með síðari breytingum, reiknast leiðrétting af þeim hluta virðisaukaskatts vegna kaupanna sem ekki fékkst endurgreiddur, fram­reiknaður skv. 3. mgr. 14. gr.

II.

(1) Hafi skattaðili er stundar fólksflutninga, sem fram til loka árs 2015 falla utan skattskyldusviðs virðisaukaskatts, en eru virðisaukaskattsskyldir frá upphafi árs 2016, keypt á árunum 2012, 2013, 2014 eða 2015 notaða hópbifreið til þess rekstrar, án þess að hafa sætt innheimtu virðisaukaskatts við kaupin, skal skattaðilanum heimilt að færa sem innskatt fjárhæð reiknaða með eftirgreindum hætti:

  1. Vegna kaupa á árinu 2012 fjárhæð sem nemur 1,35% af kaupverði.
  2. Vegna kaupa á árinu 2013 fjárhæð sem nemur 2,71% af kaupverði.
  3. Vegna kaupa á árinu 2014 fjárhæð sem nemur 4,06% af kaupverði.
  4. Vegna kaupa á árinu 2015 fjárhæð sem nemur 5,41% af kaupverði, hafi keypt hópbifreið verið nýskráð á árunum 2012–2014, en 15,48% af kaupverði hafi hópbifreiðin verið nýskráð á árinu 2015.

(2) Ákvæði þetta tekur aðeins til hópbifreiða sem nýskráðar hafa verið í ökutækjaskrá 1. janúar 2012 eða síðar og er bundið því skilyrði að skattaðili noti bifreiðina til virðisaukaskattsskyldra fólksflutninga allt sitt fyrsta uppgjörstímabil virðisaukaskatts á árinu 2016.
 

Ákvæði til bráðabirgða með reglugerð nr. 251/2016. 

Skattaðili sem fer fram á leiðréttingu innskatts til hækkunar samkvæmt ákvæðum 1. og 2. mgr. 13. gr., sbr. 14. gr., og ákvæði til bráðabirgða II í reglugerð þessari, sbr. reglugerð nr. 1237/2015, skal gera grein fyrir sundurliðun leiðréttingarfjárhæðr á sérstakri skýrslu á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Skýrslu þessari skal skila til ríkisskattstjóra eigi síðar en á gjalddaga þess uppgjörstímabils þegar leiðrétting á sér stað. 

 

Ákvæði til bráðabirgða með reglugerð nr. 1253/2020. 

(1) Þrátt fyrir ákvæði IV. kafla er skattaðila heimilt að fresta leiðréttingu (bakfærslu) innskatts vegna öflunar mannvirkis skv. 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. til 5. febrúar 2022 verði breyting á forsendu fyrir færslu innskatts skv. 2. mgr. sömu greinar á tímabilinu 1. mars 2020 til og með 31. desember 2021. Skilyrði frestunar eru eftirfarandi:

  1. Að skattaðili eigi við verulega rekstrarörðugleika að stríða á tímabilinu vegna skyndilegs og ófyrirséðs tekjufalls sem leiðir af almennum samdrætti innanlands og á heimsvísu.
  2. Að skattaðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga 31. desember 2019 og að álagðir skattar og gjöld byggist ekki á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum og skýrslum, þ.m.t. staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskattsskýrslum til Skattsins, sl. þrjú ár eða síðan hann hóf starfsemi.

(2) Sækja skal um frestun á leiðréttingu samkvæmt ákvæði þessu til Skattsins á því formi sem ríkis­skattstjóri ákveður. Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um viðkomandi mannvirki, þ. á m. um heimilisfang, fastanúmer, ástæðu og upphaf forsendubreytingar og fjárhæð uppreiknaðrar leiðrétt­ingar­skyldu, sbr. 2. tölul. 3. mgr. 14. gr.

(3) Ef viðkomandi mannvirki verður tekið til notkunar í virðisaukaskattsskyldri starfsemi að nýju innan eins mánaðar frá lokum tímabils skv. 1. mgr. og frádráttarréttur verður við það tímamark að lágmarki jafn hár og hann var við forsendubreytingu skv. 1. mgr. kemur ekki til leiðréttingarskyldu af því tilefni. Það tímabil sem frestunin varir reiknast ekki til leiðréttingartímabils, sbr. 2. mgr. 14. gr. Á sama tímabili er ekki heimilt að telja til innskatts virðisaukaskatt af aðkeyptum rekstrar­fjármunum, vörum, vinnu og öðrum aðföngum sem varða þann hluta mannvirkis sem umsókn skv. 2. mgr. tekur til, sbr. 15. og 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

(4) Verði mannvirki tekið til skattskyldra nota að nýju, sbr. 3. mgr., ber skattaðila að tilkynna um slík breytt not til Skattsins. Skattaðili skal jafnframt tilkynna Skattinum ef fyrirhugað er að nota viðkomandi mannvirki áfram í starfsemi þar sem aðila ber minni eða enginn frádráttarréttur og leiðrétta (bakfæra) innskatt í samræmi við ákvæði IV. kafla, sbr. 14. gr.

 

Fara efst á síðuna ⇑