Skattalagasafn ríkisskattstjóra 3.12.2024 17:30:07

Reglugerð nr. 1124/2005, kafli 2 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=1124.2005.2)
Ξ Valmynd

II. KAFLI
Gjaldskyldir aðilar og skráning.

3. gr.
Gjaldskyldir aðilar.

(1) Skylda til að greiða úrvinnslugjald samkvæmt reglugerð þessari hvílir á eftirtöldum aðilum:

  1. Öllum sem flytja til landsins gjaldskyldar vörur, samkvæmt lögum um úrvinnslugjald, til endursölu.

  2. Öllum sem flytja til landsins gjaldskyldar vörur, samkvæmt lögum um úrvinnslugjald, til eigin nota.

  3. Öllum sem framleiða gjaldskyldar vörur, samkvæmt lögum um úrvinnslugjald, innanlands.

(2) Gjaldskyldan tekur til allra framleiðenda og innflytjenda, svo sem einstaklinga, félaga, sjóða og stofnana, sveitarfélaga og stofnana þeirra, ríkissjóðs, ríkisstofnana, erlendra verktaka og annarra aðila sem flytja inn eða framleiða umræddar vörur.

(3) Sá sem setur vöru í gjaldskyldar umbúðir sem greitt hefur verið úrvinnslugjald af er ekki gjaldskyldur aðili, samkvæmt reglugerð þessari. [---]1)

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 316/2007.

4. gr.
Tilkynningarskylda og skráning vegna innlendrar framleiðslu.

     Aðilar sem eru gjaldskyldir skv. 3. tölul. 1. mgr. 3. gr., skulu ótilkvaddir og eigi síðar en 15 dögum áður en úrvinnslugjaldsskyld starfsemi hefst tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá skattstjóra þar sem aðili hefur lögheimili. Skráning hjá skattstjóra er forsenda fyrir greiðslufresti, skv. 4. mgr. 6. gr. Breytingar sem verða á starfsemi eftir að skráning hefur farið fram skal tilkynna skattstjóra eigi síðar en 15 dögum eftir að breyting varð.
 

Fara efst á síðuna ⇑