Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 22:15:33

nr. 129/1997 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=129.1997)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.*1)

*1)Sbr. lög nr. 84/1998, 148/1998, 56/2000, 65/2002, 70/2004, 129/2004, 167/2006, 169/2007, 112/2008, 130/2009164/2010, 126/2011156/2011, 164/2011, 139/2013, 40/201455/2015111/201663/201760/201925/2020 og 65/2021.

 I. kafli. Skyldutrygging, iðgjald og tryggingavernd.

1. gr.

(1) Lög þessi gilda um alla lífeyrissjóði og samninga um tryggingavernd eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum.

(2) Með lífeyrissjóði er átt við félag eða stofnun sem veitir viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli til æviloka, örorku eða andláts samkvæmt nánari ákvæðum í þessum kafla, II. og III. kafla.

(3) Skyldutrygging lífeyrisréttinda felur í sér skyldu til aðildar að lífeyrissjóði og til greiðslu iðgjalds til lífeyrissjóðs og eftir atvikum til annarra aðila samkvæmt samningi um viðbótartryggingavernd.

(4) Öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er rétt og skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 ára til 70 ára aldurs.

2. gr.

(1) Iðgjald til öflunar lífeyrisréttinda skal ákveðið í sérlögum, kjarasamningi, ráðningarsamningi eða með öðrum sambærilegum hætti. Lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skal vera a.m.k. [12%]2) *1) af iðgjaldsstofni. [Iðgjaldi samkvæmt ákvörðun launamanns eða þess sem stundar atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal varið til aukningar lífeyrisréttinda skv. II. eða III. kafla.]1)

(2) Um aðild að lífeyrissjóði, greiðslu lífeyrisiðgjalds og skiptingu iðgjaldsins milli launamanns og launagreiðanda fer eftir þeim kjarasamningi sem ákvarðar lágmarkskjör í hlutaðeigandi starfsgrein, eða sérlögum ef við á. Taki kjarasamningur ekki til viðkomandi starfssviðs eða séu ráðningarbundin starfskjör ekki byggð á kjarasamningi velur viðkomandi sér lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra sjóða leyfa. Aðild að lífeyrissjóði skal tiltaka í skriflegum ráðningarsamningi.

(3) Sjóðfélagi er sá sem greitt er fyrir, greiðir eða hefur greitt iðgjald til lífeyrissjóðs og á hjá honum réttindi eins og nánar er fyrir mælt í lögum þessum. Óheimilt er að neita manni um aðild að lífeyrissjóði á grundvelli heilsufars, aldurs, hjúskaparstöðu, fjölskyldustærðar eða kyns.

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 148/1998. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 167/2006. *1)Með 3. gr. laga nr. 167/2006 var bætt við lög nr. 129/1997 ákvæði til bráðabirgða er hljóðar svo: ,,Nú er í gildandi kjarasamningi kveðið á um að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skuli vera 10% og skal þá heimilt að miða áfram við hlutafallstöluna 10% í 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laga þessara þar til nýr kjarasamningur öðlast gildi.”

3. gr.

(1) Lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skv. 2. gr. skal reiknað af heildarfjárhæð greiddra launa og endurgjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu. Stofn til iðgjalds skal vera allar tegundir launa eða þóknana fyrir störf sem skattskyld eru skv. 1. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]2) Til gjaldstofns skal þó ekki telja hlunnindi sem greidd eru í fríðu, svo sem fatnað, fæði og húsnæði, eða greiðslur sem ætlaðar eru til endurgreiðslu á útlögðum kostnaði, t.d. ökutækjastyrki, dagpeninga og fæðispeninga. Enn fremur skal ekki telja til gjaldstofns eftirlaun og lífeyri sem Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyrissjóður greiðir, bætur greiddar af Tryggingastofnun ríkisins, [sjúkradagpeninga samkvæmt lögum um sjúkratryggingar,]3) slysa- og sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga og bætur tryggingafélaga vegna atvinnutjóns af völdum slysa. Þá skal telja til iðgjaldsstofns atvinnuleysisbætur samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar. Iðgjaldsstofn manns vegna vinnu hans við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi [eða vegna vinnu hans við atvinnurekstur lögaðila þar sem hann er ráðandi aðili vegna eignar- eða stjórnunaraðildar]1) skal vera jafnhár fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. 58. gr. þeirra laga.]2)

(2) Lífeyrisiðgjaldi skal ráðstafa til lágmarkstryggingaverndar, sbr. 4. gr., og eftir atvikum til viðbótartryggingaverndar, sbr. 8.–10. gr.

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 65/2002. 2)Sbr. 126. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 73. gr. laga nr. 112/2008.

- - - - - -

6. gr.

(1) Ríkisskattstjóri skal hafa með höndum eftirlit með því að lífeyrisiðgjald sé greitt vegna hvers manns sem skyldutrygging lífeyrisréttinda nær til.

(2) [Lífeyrissjóðum og aðilum skv. 3. mgr. 8. gr. er skylt að tekjuári liðnu að gera ríkisskattstjóra grein fyrir því iðgjaldi til öflunar lífeyrisréttinda sem greitt hefur verið til þeirra fyrir hvern rétthafa á því ári.]1)

(3) Launagreiðendur [samkvæmt lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda]3) og þeir sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, svo og aðrir þeir sem inna af hendi iðgjaldsskyldar greiðslur, skulu að tekjuári liðnu tilgreina á launamiðum eða á annan hátt er ríkisskattstjóri ákveður þá fjárhæð sem iðgjöld hvers manns miðuðust við ásamt heildariðgjaldi sem skilað hefur verið til lífeyrissjóðs [og aðila skv. 3. mgr. 8. gr.]1)

(4) [Hver sá sem er skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði samkvæmt lögum þessum og er framtalsskyldur samkvæmt lögum um tekjuskatt [---]2) skal í framtali sínu eða á annan hátt er ríkisskattstjóri ákveður tilgreina þau iðgjöld til öflunar lífeyrisréttinda sem hann hefur greitt á árinu og þá lífeyrissjóði og aðila skv. 3. mgr. 8. gr. sem hann hefur greitt til.]1)

(5) Að tekjuári liðnu skal ríkisskattstjóri senda hverjum og einum lífeyrissjóði yfirlit vegna hvers manns sem er aðili að sjóðnum samkvæmt þeim upplýsingum sem embættið hefur fengið samkvæmt þessari grein. Á yfirlitinu skulu koma fram iðgjaldsstofn og greitt iðgjald hvers manns og mótframlag launagreiðanda. Sé enginn lífeyrissjóður tilgreindur á framtölum eða skilagreinum launagreiðanda og lífeyrissjóða skal senda yfirlitið til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda sem skal þá innheimta iðgjaldið.

(6) Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um framkvæmd þessarar greinar.a)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 148/1998. 2)Sbr. 127. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 3. gr. laga n/r. 169/2007. a)Reglugerðir nr. 391/1998, sbr. 742/1998 og 224/2001.

- - - - - -

8. gr.

(1) Launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er heimilt að gera samning við þá aðila sem tilgreindir eru í 3. mgr. um tryggingavernd á grundvelli iðgjalda sem þeir hafa beinan ráðstöfunarrétt yfir skv. 1. mgr. 5. gr. Iðgjaldi eða iðgjaldshluta samkvæmt þeim samningi skal verja til öflunar lífeyrisréttinda í séreign skv. II. kafla eða í sameign skv. III. kafla.

(2) Rétthafa skv. 1. mgr. er óheimilt að framselja, veðsetja eða á annan hátt ráðstafa innstæðu eða réttindum samkvæmt samningi um viðbótartryggingavernd eða lífeyrisréttindi í séreign nema með samkomulagi skv. 1.–3. tölul. 3. mgr. 14. gr. Ekki verður gerð aðför í réttindum samkvæmt slíkum samningi og enginn skuldheimtumaður í dánarbúi eða þrotabúi hefur rétt til að skerða réttindin á nokkurn hátt.

(3) [Eftirtaldir aðilar hafa heimild til að stunda starfsemi skv. II. kafla og taka við iðgjaldi með samningi um viðbótartryggingavernd samkvæmt lögum þessum:

  1. Viðskiptabankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki, sbr. lög um fjármálafyrirtæki.

  2. Líftryggingafélög, sbr. lög um vátryggingastarfsemi.

  3. Lífeyrissjóðir, enda uppfylli þeir skilyrði 4. og 5. gr.

(4) Erlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum, sem hafa staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan [Evrópska efnahagssvæðisins, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum]2), er heimilt að stunda starfsemi skv. II. kafla þessara laga, með stofnun útibús hér á landi, sbr. 31. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, eða án stofnunar útibús, sbr. 32. gr. sömu laga. Ákvæði 31., 32., 34. og 35. gr. þeirra laga gilda um heimildir viðskiptabanka, sparisjóða og verðbréfafyrirtækja til að stunda starfsemi skv. II. kafla þessara laga eftir því sem við á.

(5) Erlendum líftryggingafélögum, sem hafa staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan [Evrópska efnahagssvæðisins, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamstaka Evrópu eða Færeyjum]2), er heimilt að stunda starfsemi skv. II. kafla þessara laga, með stofnun útibús hér á landi, sbr. 64. gr. laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi, eða án stofnunar útibús, sbr. 65. gr. þeirra laga. Ákvæði 64.-70. gr. laganna gilda um heimildir líftryggingafélaga til að stunda starfsemi skv. II. kafla þessara laga eftir því sem við á.

(6) [Ráðherra]3) getur sett nánari reglur um með hvaða hætti rétthöfum skulu tryggðar upplýsingar um skilmála samninga um lífeyrissparnað og viðbótartryggingavernd, svo sem um efni þeirra, form og áunnin réttindi.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 70/2004. 2)Sbr. 16. gr. laga nr. 108/2006. 3)Sbr. 254. gr. laga nr. 126/2011.

- - - - - -

VIII. KAFLI

Ársreikningur og endurskoðun.
40. gr.

(1) Stjórn lífeyrissjóðs og framkvæmdastjóri skulu semja ársreikning fyrir hvert reikningsár. Ársreikningur skal hafa að geyma efnahagsreikning, fjárstreymisyfirlit, yfirlit um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris og skýringar. Enn fremur skal semja skýrslu stjórnar sem ásamt ársreikningi mynda eina heild. Reikningsár lífeyrissjóðs er almanaksárið.

(2) Ársreikningur skal undirritaður af stjórn lífeyrissjóðs og framkvæmdastjóra hans. Hafi stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri mótbárur fram að færa gegn ársreikningi skal hann gera grein fyrir því í áritun sinni.

(3) Ársreikningur skal gefa glögga mynd af fjárhagsstöðu lífeyrissjóðs og breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris. Hann skal gerður í samræmi við lög, reglur og góða reikningsskilavenju.

(4) [Fjármálaeftirlitið]1) skal sjá til þess í samráði við reikningsskilaráð að á hverjum tíma liggi fyrir skilgreining á góðri reikningsskilavenju við gerð ársreiknings lífeyrissjóðs.

(5) [Fjármálaeftirlitið]1) setur reglura) að höfðu samráði við reikningsskilaráð um uppsetningu ársreiknings, innihald einstakra liða efnahagsreiknings, yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris og fjárstreymisyfirlit og skýringar og mat á einstökum liðum.

(6) [Með ársreikningum lífeyrissjóða skal fylgja sú fjárfestingarstefna sem starfað er eftir. Jafnframt skal fylgja úttekt á ávöxtun eignasafna síðasta árs. [---]3)]2)

1)Sbr. 7. gr. laga nr. 84/1998.   2)Sbr. 10. gr. laga nr. 56/2000. 3)Sbr. 8. gr. laga nr. 106/2013a)Sbr. reglur nr. 966/2006, sbr. reglur nr. 335/2006. Reglur nr. 335/2015, sbr. reglur nr. 916/2015.

41. gr.

(1) Í skýrslu stjórnar skal koma fram yfirlit um starfsemi sjóðsins á árinu, svo og upplýsingar um atriði er mikilvæg eru við mat á fjárhagslegri stöðu sjóðsins og afkomu hans á reikningsárinu er ekki koma fram annars staðar í ársreikningnum.

(2) Í skýrslu stjórnar skal enn fremur upplýst um eftirfarandi:

  1. atburði eftir uppgjörsdag sem hafa verulega þýðingu,
     
  2. væntanlega þróun sjóðsins og
     
  3. aðgerðir sem hafa þýðingu fyrir framtíðarþróun hans.

(3) Skýrsla stjórnar skal veita upplýsingar um fjölda greiðandi sjóðfélaga á árinu, fjölda virkra sjóðfélaga, þ.e. sjóðfélaga sem að jafnaði greiða iðgjöld til sjóðsins með reglubundnum hætti í mánuði hverjum, fjölda lífeyrisþega, fjölda starfsmanna að meðaltali á reikningsárinu, heildarfjárhæð launa, þóknana eða annarra greiðslna til starfsmanna, stjórnar og annarra í þjónustu sjóðsins.
 

42. gr.

(1) Endurskoðun hjá lífeyrissjóði skal gerð af löggiltum endurskoðanda.

(2) Endurskoðandi lífeyrissjóðs má ekki sitja í stjórn hans, vera starfsmaður hans eða starfa í þágu hans að öðru en endurskoðun [---]2)

(3) Um endurskoðun hjá lífeyrissjóði gilda ákvæði [IX. kafla laga um ársreikninga]2), eftir því sem við á, nema annað komi fram í þessum lögum.

(4) Verði endurskoðandi var við verulega ágalla í rekstri lífeyrissjóðs eða atriði er varða innra eftirlit, iðgjaldainnheimtu, greiðslutryggingar útlána, meðferð fjármuna eða önnur atriði sem veikt geta fjárhagsstöðu lífeyrissjóðsins, svo og ef hann hefur ástæðu til að ætla að lög, reglugerðir eða reglur sem gilda um starfsemina hafi verið brotnar, skal hann þegar í stað gera stjórn sjóðsins og [Fjármálaeftirlitinu]1) viðvart. Ákvæði þessarar málsgreinar brjóta ekki í bága við þagnarskyldu endurskoðanda skv. 32. gr. laga þessara eða ákvæði annarra laga.

(5) [Fjármálaeftirlitið]1) skal sjá til þess, í samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og aðra hlutaðeigandi aðila, að á hverjum tíma liggi fyrir skilgreining á góðri endurskoðunarvenju við endurskoðun hjá lífeyrissjóðum. [Fjármálaeftirlitið]1) setur reglura) um endurskoðun lífeyrissjóða.

1)Sbr. 7. gr. laga nr. 84/1998. 2)Sbr. 9. gr. laga nr. 106/2013a)Sbr. reglur nr. 685/2001.

43. gr.

Senda skal [Fjármálaeftirlitinu]1) endurskoðaðan ársreikning lífeyrissjóðs ásamt skýrslu stjórnar þegar eftir undirritun hans og eigi síðar en fjórum mánuðum eftir lok reikningsárs. Meginniðurstöður ársreiknings skal birta opinberlega og í samræmdu formi sem [Fjármálaeftirlitið]1) ákveður. Slíkar meginniðurstöður skulu liggja frammi í starfsstöð viðkomandi lífeyrissjóðs og vera aðgengilegar fyrir sjóðfélaga.

1)Sbr. 7. gr. laga nr. 84/1998

[Ákvæði til bráðabirgða

VIII.

[(1) Þrátt fyrir ákvæði 11. og 12. gr. er rétthafa séreignarsparnaðar heimilt á tímabilinu 1. apríl 2020 til 1. janúar 2021 að sækja um útgreiðslu séreignarsparnaðar, sem myndast hefur af viðbótar­iðgjaldi skv. II. kafla, til vörsluaðila skv. 3.–5. mgr. 8. gr. og skal greiðslum háttað eftir því sem nánar er mælt fyrir um í ákvæði þessu. 

(2) Heimilt er á því tímabili sem tilgreint er í 1. mgr. að hefja útborgun innstæðu séreignarsparnaðar rétthafa, ásamt vöxtum, að fjárhæð sem 1. apríl 2020 nemur samanlagt allt að 12.000.000 kr. óháð því hvort sú heildarfjárhæð séreignarsparnaðar er í vörslu hjá fleiri en einum vörsluaðila. Skal sú fjárhæð greiðast út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, að frádreginni staðgreiðslu sam­kvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, á 15 mánaða tímabili frá því að beiðni um útgreiðslu er lögð fram hjá vörsluaðila. Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 12.000.000 kr. er að ræða.
 
(3) Óski rétthafi eftir útgreiðslu séreignarsparnaðar skv. 2. mgr. skal hann leggja fram umsókn þess efnis hjá viðkomandi vörsluaðila. Ef rétthafi á séreignarsparnað hjá fleiri en einum vörsluaðila skal hann gera grein fyrir því í umsókn sinni.
 
(4) Vörsluaðilar séreignarsparnaðar taka ákvörðun um umsókn rétthafa skv. 2. mgr. og hafa umsjón með útgreiðslu á séreignarsparnaði hans.
 
(5) Skuldheimtumönnum er óheimilt að krefjast þess að skuldarar taki út séreignarsparnað sinn samkvæmt þessu ákvæði, sbr. 2. mgr. 8. gr.
 
(6) Skatturinn hefur eftirlit með útgreiðslum séreignarsparnaðar samkvæmt ákvæði þessu.
 
(7) Ráðherra er heimilt með reglugerða) að kveða nánar á um fyrirkomulag eftirlits og útgreiðslu séreignarsparnaðar. 

 

(8) Útgreiðsla séreignarsparnaðar samkvæmt ákvæði þessu hefur ekki áhrif á bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Þá hefur útgreiðslan ekki áhrif á greiðslu húsnæðisbóta samkvæmt lögum um húsnæðisbætur, greiðslu barnabóta eða vaxtabóta skv. 68. gr. laga um tekjuskatt, atvinnuleysisbóta skv. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, sbr. 22. gr. laga nr. 22/2006.]1) 2)

 

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 13/20092)Sbr. 9. gr. laga nr. 25/2020 a)Reglugerð nr. 290/2009.

XIV.

[Við álagningu opinberra gjalda 2012 [---]2) skulu aðilar sem falla undir 6. tölul. 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lífeyrissjóðir sem starfa samkvæmt sérlögum, greiða sérstakt gjald í ríkissjóð sem nemur 0,0814% af hreinni eign til greiðslu lífeyris, sbr. 39. gr., eins og hún er í lok næstliðins árs. Gjalddagi er 1. nóvember 2012 [---]2) og eindagi 15 dögum síðar. Greiða skal fyrir fram upp í álagt gjald hinn 31. desember 2011 [---]2) og miðast sú greiðsla við hreina eign til greiðslu lífeyris eins og hún var í árslok 2010 [---]2) og það skatthlutfall sem kveðið er á um í ákvæði þessu. Um álagningu og innheimtu fer samkvæmt ákvæðum X.–XIII. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, eftir því sem við á.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 156/2011. 2)Sbr. 26. gr. laga nr. 146/2012.

XVI.
 

[(1) Þrátt fyrir ákvæði 11. og 12. gr. er rétthafa séreignarsparnaðar heimilt að nýta viðbótariðgjald, vegna launagreiðslna á tímabilinu 1. júlí 2014 til [30. júní 2023],3) 4) 5) til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin eru vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Skilyrði er að lánin séu tryggð með veði í íbúðarhúsnæði og að vaxtagjöld af þeim séu grundvöllur útreiknings vaxtabóta.

(2) Heimild einstaklings skv. 1. mgr. takmarkast við allt að 4% framlag rétthafa eða 333 þús. kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda eða 167 þús. kr. af iðgjaldsstofni eða að hámarki samanlagt 500 þús. kr. á almanaksári. Hjá hjónum og einstaklingum, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar skv. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, takmarkast heimildin við allt að 4% framlag rétthafa eða 500 þús. kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda eða 250 þús. kr. af iðgjaldsstofni eða að hámarki samanlagt 750 þús. kr. á almanaksári. Greiðsla inn á lán getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur inneign rétthafa vegna greiddra iðgjalda á hverjum tíma. Skilyrði er að iðgjöld séu greidd reglulega og að framlag rétthafa sé aldrei lægra en framlag launagreiðanda skv. 1. málsl.

(3) Umsókn rétthafa um greiðslu inn á lán skv. 1. mgr. skal beint rafrænt til ríkisskattstjóra á því formi sem hann ákveður. Umsókn gildir um iðgjöld sem greidd eru eftir að umsókn berst, þó getur umsókn gilt frá 1. júlí 2014 ef hún berst fyrir 1. september sama ár.

(4) Umsækjanda er skylt að upplýsa ríkisskattstjóra rafrænt um breytingar á forsendum umsóknar, svo sem um hjúskaparstöðu, lán og vörsluaðila séreignarsparnaðar.

(5) Vörsluaðilar og lánveitendur, eftir því sem við á, skulu að beiðni ríkisskattstjóra staðfesta hvort þær upplýsingar sem umsækjandi veitir eru réttar.

(6) Ríkisskattstjóri skal halda skrá yfir nauðsynlegar upplýsingar vegna framkvæmdar ákvæðis þessa. Skráin skal m.a. byggð á eftirfarandi upplýsingum:

  1. Upplýsingum frá umsækjanda sem staðfestar hafa verið af vörsluaðilum séreignarsparnaðar og lánveitendum, eftir því sem við á.
     
  2. Upplýsingum frá lánveitendum um greiðsluskilmála lána.
     
  3. Upplýsingum sem ríkisskattstjóri ræður yfir á grundvelli skattframkvæmdar, eftir því sem nauðsynlegt er.

(7) Að fengnum upplýsingum skv. 6. mgr. getur greiðsla farið fram.

(8) Vörsluaðilar skulu eiga aðgang að upplýsingum um sína viðsemjendur úr skrá ríkisskattstjóra skv. 6. mgr. Þá skulu vörsluaðilar ráðstafa greiddum iðgjöldum til þeirra lánveitenda sem umsækjendur hafa valið eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári, í fyrsta sinn í nóvember 2014 en eftir það eigi sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. [Vörsluaðilum er þó heimilt að ráðstafa greiddum iðgjöldum til lánveitenda sjaldnar en á þriggja mánaða fresti enda hafi valin lán umsækjenda færri en fjóra gjalddaga á ári.]2) Vörsluaðilar skulu ráðstafa greiðslum til lánveitenda á þeim tíma þegar greiðslur geta farið inn á höfuðstól valinna lána í skilum skv. 1. málsl. 9. mgr. Upplýsingar um greiðslur skulu sendar rafrænt til ríkisskattstjóra.

(9) Lánveitendur skulu ráðstafa greiðslum frá vörsluaðilum skv. 8. mgr. inn á höfuðstól valinna lána. Séu lán í vanskilum fer um greiðsluna eftir hefðbundinni greiðsluröð samkvæmt lánaskilmálum. Hafi umsækjandi notið greiðslujöfnunar á grundvelli laga nr. 63/1985, sbr. lög nr. 107/2009, skal fyrst greiða inn á skuld á jöfnunarreikningi.

(10) Skuldheimtumönnum er óheimilt að krefjast þess að skuldarar ráðstafi iðgjalda­greiðslum samkvæmt ákvæði þessu, sbr. 2. mgr. 8. gr.

(11) Ráðherra er heimilt með reglugerða) að kveða nánar á um framkvæmd ákvæðisins, m.a. um umsóknarferil, greiðslur, eftirlit og kostnað.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 40/20142)Sbr. 1. gr. laga nr. 55/2015. 3)Sbr. 9. gr. laga nr. 111/2016. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 60/20195)Sbr. 1. gr. laga nr. 65/2021. a)Reglugerð nr. 991/2014.

XVII.

[(1) Þrátt fyrir ákvæði 11. og 12. gr. er rétthafa séreignarsparnaðar heimilt að taka út viðbótariðgjald sem greitt hefur verið á tímabilinu 1. júlí 2014 til [30. júní 2023]2) 4) 5) og nýta til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota, þó eigi síðar en [30. júní 2023]4) 5). Skilyrði er að rétthafi sé ekki eigandi að íbúðarhúsnæði á því tímabili þegar heimildin er nýtt.

(2) Heimild einstaklings skv. 1. mgr. takmarkast við allt að 4% framlag rétthafa eða 333 þús. kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda eða 167 þús. kr. af iðgjaldsstofni, eða að hámarki samanlagt 500 þús. kr. á almanaksári [---]5). Hjá hjónum og einstaklingum, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar skv. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, takmarkast heimildin við allt að 4% framlag rétthafa eða 500 þús. kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda eða 250 þús. kr. af iðgjaldsstofni, að hámarki samanlagt 750 þús. kr. á almanaksári [---]5). Útgreiðsla getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur inneign rétthafa vegna greiddra iðgjalda á tímabilinu 1. júlí 2014 til [30. júní 2021]3) 4). Skilyrði er að iðgjöld séu greidd reglulega og að framlag rétthafa sé aldrei lægra en framlag launagreiðanda skv. 1. málsl.

(3) Umsókn um nýtingu séreignarsparnaðar til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota skal beint rafrænt til ríkisskattstjóra á því formi sem hann ákveður. Umsækjandi skal í umsókn framvísa gögnum sem sýna fram á að skilyrði 1. mgr. séu uppfyllt. Þinglýstur kaupsamningur, afsal eða skráning íbúðarhúsnæðis í Þjóðskrá, ásamt staðfestingu frá Þjóðskrá um að rétthafi sé ekki skráður eigandi að öðru íbúðarhúsnæði eru meðal þeirra gagna sem fullnægjandi geta talist skv. 2. málsl.

(4) Ríkisskattstjóri miðlar upplýsingum úr umsókn til viðeigandi vörsluaðila sem staðfestir greiðslusögu iðgjalda og greiðir iðgjöldin út.

(5) Skuldheimtumönnum er óheimilt að krefjast þess að skuldarar ráðstafi séreignar­sparnaði samkvæmt ákvæði þessu, sbr. 2. mgr. 8. gr.

(6) Ríkisskattstjóri hefur eftirlit með útgreiðslum iðgjalda samkvæmt ákvæði þessu.

(7) Ráðherra er heimilt með reglugerða) að kveða nánar á um framkvæmd ákvæðisins, m.a. um umsóknarferil, útborgun, eftirlit og kostnað.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 40/2014. 2)Sbr. 9. gr. laga nr. 111/20163)Sbr. 5. gr. laga nr. 63/2017. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 60/20195)Sbr. 2. gr. laga nr. 65/2021. a)Reglugerð nr. 991/2014.

Fara efst á síðuna ⇑